Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2014, Blaðsíða 14

Ægir - 01.06.2014, Blaðsíða 14
14 Við tökum á móti netum Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar! Sími 559 2200 www.efnamottakan.is Efnamóttakan tekur við veiðafæraúrgangi úr næloni, þ.e: • netaafskurði • hlutum úr f lottrolli • nótaefni Fáðu hjá okkur sérsniðna poka undir netaafskurðinn. Spennandi verkefni og stór markaður „Þetta er mjög spennandi verk- efni og við sjáum tækifæri á að geta í nánustu framtíð hafið framleiðslu á verðmætum vör- um, sem bæði yrðu nýttar til framleiðslu á snyrtivörum og í fæðubótarefni,“ segir Erla. Kolla gen er ein tegund pró- teins, eitt helsta byggingarefni líkamans og þannig eru til að mynda um 75% efnis í húð mannslíkamans úr kollageni. Líkaminn hrörnar með árunum, húð, brjósk, bein, liðir og vöðv- ar slakna og eldast. Rannsóknir hafa sýnt fram á að reglubund- in neysla kollagens getur spornað við áhrifum öldrunar með því að stuðla að nýmynd- un brjósks í liðamótum og styrkja bandvef húðarinnar. Út- koman verður sterkari liðamót og sléttari húð. „Það er því al- veg ljóst að til er markaður fyrir þetta efni, sem vissulega hefur verið í boði áður, en einkum og sér í lagi hefur það verið unnið úr svína- og nautshúðum. Í nán- ustu framtíð verður það einnig í boði unnið úr fiskroði úr fiski sem veiddur er í villtri náttúru og það veit ég að mörgum þyk- ir spennandi valkostur,“ segir Erla. Hugsunarháttur hefur breyst í takt við breytingar í samfélaginu Rannsókn sem gerð var á veg- um Íslenska sjávarútvegsklas- ans á umsvifum fyrirtækja sem stunda fullvinnslu aukaafurða og/eða líftækni leiddi í ljós að velta þeirra á árinu 2012 nam 22 milljörðum króna, jókst um 17% frá árinu áður. Erla segir að um þessar mundir séu margir að skoða þau tækifæri sem felist í því að nýta betur ýmsar þær aukaafurðir sem til falla í sjávarútvegi hér á landi og það sé gott. Hugsunarháttur hafi breyst í takti við breyttar áhersl- ur í þjóðfélaginu. „Fólk horfir al- mennt öðrum augum á hlutina en það gerði áður, við hugum meira að því hvað við erum með í höndunum og hvernig við getum búið til úr því verð- mæti. Takmarkað það sem við megum veiða og okkar skylda er að gera sem mest verðmæti úr því. Tækninni hefur fleygt fram, aukin menntun m.a. í sjávarútvegi hefur líka haft já- kvæð áhrif og í æ meira mæli finnst mér sem menn beini sjónum sínum að þeim auka- afurðum sem við höfum yfir að ráða. Tækifærin eru fyrir hendi, við þurfum að nýta þau,“ segir Erla. Davíð Tómas Davíðsson, þróunarstjóri Codland, við rannsóknir í rann- sóknaraðstöðu Keilis á Ásbrú, en félögin hafa nýlega gert með sér sam- starfssamning. Í honum felst m.a. að Codland nýtir þá aðstöðu sem Keilir hefur yfir að ráða við Ásbrú.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.