Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2014, Blaðsíða 12

Ægir - 01.06.2014, Blaðsíða 12
12 Það er margt að gerast í sjávar- útvegi um þessar mundir og sí- fellt fleiri fyrirtæki eru farin að nýta viðbótarhráefni eða auka- afurðir til að þróa og framleiða nýjar vörur. Samhliða því hefur samvinna fyrirtækja aukist, með auknu samstarfi næst meiri hagræðing. Afli af Ís- landsmiðum hefur dregist saman miðað við það sem áður var og í kjölfarið hafa menn beint sjónum að svonefndum aukaafurðum, því sem áður var ekki nýtt. Mikil vakning hefur verið í þá veru og æ fleiri sem huga að því að nýta þann hluta fisksins sem áður fór jafnvel til spillis, var vannýttur eða not- aður í verðlitar afurðir. Vinnslan hefur síðustu misseri færst æ meir af sjó og í land og þannig hafa einnig skapast fleiri færi á að nýta allar þær afurðir sem til falla. Fjölmörg nýleg dæmi eru um að tekist hafi að þróa verðmætar vörur úr þessu viðbótarhráefni. Erla Ósk Pétursdóttir er framkvæmdastjóri Codland ehf. í Grindavík, en fyrirtækið hefur það að markmiði að stuðla að framþróun í sjávarútvegi með áherslu á fullnýtingu, þróun og samstarf. „Okkar leiðarljós er að hámarka nýtingu sjávarafurða, hvetja til umræðu um þessi mál og auka samstarf sem skapar grundvöll til frekari þróunar og aukinna verðmæta afurða,“ segir Erla. Hjá fyrirtækinu eru nú tveir starfsmenn í fullu starfi, auk tveggja sumarstarfsmanna. Codland var stofnað vorið 2012, en stofnendur þess eru sjávarútvegsfyrirtækin Þorbjörn hf. og Vísir hf. sem bæði eru með höfuðstöðvar í Grindavík auk Haustaks, fyrirtækis sem fé- lögin tvö eiga í sameiningu og hafa rekið frá árinu 1999. Ávinningur af samvinnu Forsaga þess að Codland var stofnað má rekja til þess að Þor- björn hf. og Vísir hf. í Grindavík sameinuðust um að stofna fé- lagið Haustak á árinu 1999. Það er nú stærsta fiskþurrkunarfyrir- tækið hér á landi og sérhæfir sig í þurrkun hinna ýmsu fisk- afurða. Starfsemin er bæði á Reykjanesi og Egilsstöðum, starfsmenn eru um 50 talsins, en afurðir er einkum seldar til Nígeríu. „Formleg samvinna þessara tveggja félaga hófst með stofn- un Haustaks sem hefur í áranna rás vaxið og dafnað, en til þess var einmitt stofnað á sínum tíma til að vinna úr aukaafurð- um og skapa þannig atvinnu og verðmæti. Menn sáu hag- kvæmnina í því að starfa saman á þessum vettvangi og ávinn- ingurinn af samvinnunni hefur verið umtalsverður,“ segir Erla. Rúmum áratug síðar sáu fyrir- tækin tvö í Grindavík frekari tækifæri í fullvinnslu og stofn- uðu félagið Codland. Slógi breytt í hrálýsi og mjöl „Á þessum tíma var kominn far- vegur fyrir hráefni sem áður hafði verið illa nýtt eða fargað og við höfðum í nokkur ár velt fyrir okkur hvernig best væri að nýta,“ segir Erla. Slógið er um 5-7% af fiskin- um og er að uppistöðu prótein Æ g isv iðta lið Erla Ósk Pétursdóttir framkvæmdastjóri Codland ehf. í Grindavík

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.