Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2014, Side 13

Ægir - 01.06.2014, Side 13
13 „og við sáum tækifæri á að nýta það,“ segir hún. Fyrsta heild- stæða lausnin á sviði fullvinnslu undir merkjum Codlands er heilsuvöruverksmiðja sem risið hefur við hlið Haustaks á Reykjanesi. Hún brýtur niður slóg með ensímum og vinnur úr því hrálýsi og mjöl. „Við er- um ennþá að þróa vörurnar en fyrir hendur eru mikil tækifæri til verðmætaaukningar,“ segir Erla. Kollagen unnið úr fiskroði Annað verkefni sem Codland vinnur að snýr að því að fram- leiða kollagen úr íslensku fisk- roði. Erla segir að verkefnið sé þegar komið af stað með sam- starfi við kollagenframleiðend- ann Juncà á Spáni. „Við höfum átt í góðu samstarfi við Spán- verjana og byrjuðum að fram- leiða kollagen í verksmiðju þeirra í byrjun árs með góðum árangri,“ segir Erla. „Við höfum aðgang að þeirri þekkingu sem fyrir hendi er þar syðra og mun- um nýta okkur hann til framtíð- ar,“ bætir hún við en stefnt er að því að kollagenverksmiðja rísi hér á landi eftir um það bil tvö ár. Erla segir að Íslendingar hafi aðgang að nægu og góðu hrá- efni til vinnslunnar sem og hreinni orku. Þegar við bætist þekking á markaði skapast grundvöllur til að koma á arð- bærri framleiðslu kollagens hér á landi. Þegar er búið að stofna einkahlutafélagið Collagen ehf. til að vinna verksmiðjunni brautargengi. Fjölmörg tækifæri til að skapa verðmæti úr auka- afurðum Skrifstofur Codland eru á 2. hæð Kvikunnar í Grindavík.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.