Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2014, Blaðsíða 16

Ægir - 01.06.2014, Blaðsíða 16
16 Komur skemmtiferðaskipa að sumarlagi setja svip á bæj- arbraginn á Akureyri en á liðn- um árum hafa þau í auknum mæli haft viðkomu í bænum. Undanfarna tvo áratugi hefur aukningin numið um 9% á milli ára. Tekjur sem Hafnasamlag Norðurlands hefur af skipa- komum þessum skipta einnig æ meira máli í rekstrinum en um þriðjungur af öllum tekjum samlagsins er til komin vegna skemmtiferðaskipa. Aukin umferð í Grímsey Pétur Ólafsson skrifstofustjóri hjá Hafnasamlagi Norðurlands segir að í sumar muni alls 78 skip hafa viðkomu á Akureyri og þar af eru 12 sem koma við í Grímsey. Það er mikil aukning frá því á síðasta sumri, þegar þar höfðu skamma viðdvöl 4 slík skip. „Ég held að það þyki spennandi valkostur fyrir far- þega að staldra aðeins við í Grímsey,“ segir Pétur, en skipin stoppa í 4 og upp í 8 tíma á meðan farþegar bregða sér í land og skoða sig um. Um borð í þeim 78 skipum sem leið sína leggja til Akureyr- ar í sumar má gera ráð fyrir að farþegar verði um 75 þúsund talsins og tæplega 30 þúsund manns eru í áhöfnum skipanna. Ljóst er því að fjölmargir munu líkt og undanfarin sumur líta bæinn augum, en flestir bregða sér frá borði, fara ýmist í skoðunarferðir sem í boði eru t.d. í Mývatnsveit eða rölta um í miðbænum. Heildarstærð skip- anna er svipuð og var síðast- liðið sumar. Skemmtiferðaskip setja svip á bæjarbraginn á Akureyri: 100 þúsund manns í 78 skipum Hið risavaxna Caribbean Princess við bryggju á Akureyri í september í fyrra. S k em m tiferða sk ip

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.