Ægir - 01.06.2014, Síða 21
21
fyrir þessi miklu afföll hefur
nýliðun verið góð og hrygn-
ingarstofninn því haldið svip-
aðri stærð undanfarin fjögur ár.
Þó loðnuvertíð á síðastliðnum
vetri hafi verið endaslepp eru
horfur varðandi veiðar á næstu
vertíð þokkalegar þar sem að
töluvert af ungloðnu mældist í
leiðangri síðastliðið haust og
byggt á þeim mælingum hefur
ráðgjöf um upphafsaflamark
verið veitt.“
Hlýsjávarstofnar gefa eftir
Jóhann vekur athygli á að ný-
liðun margra hlýsjávarstofna
hafi farið minnkandi á undan-
förnum árum. Þannig séu
versnandi horfur í keilu, löngu,
blálöngu, skötusel, langlúru,
humri og fleiri tegundum sem
að mestu halda sig í hlýjum sjó
við suður- og vesturströndina.
„Ástæður fyrir þessari nei-
kvæðu þróun eru ekki þekktar,
en engin merki eru um að hlý-
sjávarástand á Íslandsmiðum sé
á undanhaldi. Hækkandi sjávar-
hiti hefur án efa haft áhrif á vax-
andi makrílgöngur síðustu ár.
Þannig hefur útbreiðsla hans
náð vestur fyrir landið síðan
2011 og nýhrygnd makrílegg
hafa fundist á allstóru svæði
suðaustur og suður af landinu
innan íslenskrar lögsögu. Hvort
hin aukna makrílgengd eða
aðrar breytingar í lífkerfinu séu
hér að hafa áhrif á nýliðun mik-
ilvægra nytjastofna við landið
verður ekki fullyrt. Þetta er hins
vegar rannsóknarefni, sem
beina þarf sjónum betur að.
Mikilvægt er að fylgjast náið
með framvindu ástands sjávar í
kringum landið á næstu misser-
um, þar sem sveiflur í hitastigi
og hafstraumum hafa afgerandi
áhrif á stærð og göngur fiski-
stofna, ekki síst uppsjávarstofn-
anna.“
Minni nýliðun áhrifavaldur í
þorskinum
Líkt og að framan segir leggur
Hafrannsóknastofnun til að afli
næsta fiskveiðiárs í þorski verði
218 þúsund tonn. Hrygningar-
stofninn er þrefalt stærri en
hann var í lágmarki 1992-1994
og viðmiðunarstofninn stærri
en hann hefur verið um þriggja
áratuga skeið. Það er hins vegar
slök nýliðun síðustu ára sem er
ástæða þess að ekki er hægt að
ganga lengra í veiðiráðgjöf fyrir
næsta ár.
„Meðalstærð árganga 2005–
2010, sem nú eru uppistaðan í
stofninum, er um 140 milljónir
3 ára nýliða. Það er 80% af með-
altali árganga 1955–2012 sem
er 176 milljónir. Árgangur 2010
er slakur, árgangur 2011 í með-
allagi og árgangur 2012 undir
meðallagi.
Fyrstu mælingar á 2013 ár-
ganginum benda til þess að
hann sé slakur eða um 110
milljónir,“ segja höfundar nytja-
stofnaskýrslunar.
„Þar sem nýliðun á undan-
gengnum áratug hefur verið
nokkuð undir meðallagi, er
stækkun stofnsins á undanförn-
um árum afleiðing minni sókn-
ar. Ef aflareglunni er fylgt eru
líkur á að afli haldist svipaður á
komandi árum. Meiri afla er
ekki hægt að búast við nema
nýliðun batni.“
Ýsustofninn minnkar hratt
Eins og áður segir er nytja-
stofnaskýrslan dökk hvað ýsu-
stofninn varðar. Ráðlögð var 38
þúsund tonna veiði í ár og enn
lækkar ráðgjöfin fyrir komandi
fiskveiðiár, eða í 30.400 tonn.
Og skýrsluhöfundar leggja
áherslu á að allt útlit sé fyrir enn
meiri samdrátt í ýsuveiðum á
komandi árum.
„Ýsustofninn hefur minnkað
hratt frá árinu 2006 samhliða
því að stórir árgangar frá 1998–
Stærð hrygningar og viðmiðunarstofns í þorski frá árinu 1975 ásamt
framreikningum til ársins 2018 miðað við að afli verði samkvæmt afla-
reglu.
Stærð viðmiðunarstofns ýsu frá árinu 1979 ásamt framreikningum til
ársins 2017, miðað við að aflareglu verði fylgt. Fátt virðist geta komið í
veg fyrir mjög ákveðna niðusveiflu í ýsuveiðunum.
Veiðisvæði ýsu við Ísland árið 2013. Dekkstu svæðin sýna mestan afla.
Ýsu verður mest vart á norðlægari svæðunum við landið.
Minnkandi ýsuafli mun gera mörgum útgerðum og vinnslum erfitt fyrir
á komandi árum.