Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.2014, Qupperneq 23

Ægir - 01.06.2014, Qupperneq 23
23 „Úttekt á makrílstofninum á vegum Alþjóðahafrannsókna- ráðsins (ICES) er gerð á haustin, þar sem ráðgjöf hefur byggst á aflareglu og niðurstöðum stofnmatslíkans,“ segir í nytja- stofnaskýrslunni um makríl- stofninn. „Síðastliðið haust var ákveðið að styðjast ekki við stofnmatslíkanið þar sem aflagögn eru talin mjög óáreið- anleg fram til ársins 2006. Afla- tillögur ICES byggðust í staðinn á vísitölum úr síðustu tveimur eggjaleiðöngrum og nýjustu aflatölum. Ráðlagt aflamark fyr- ir 2014 var 890 þús. tonn. Í febr- úar síðastliðinn var haldinn sér- stakur fundur á vegum ICES um stofnmat makríls þar sem þróað var stofnmatslíkan sem tók bet- ur á annmörkum í gögnum en fyrra líkan. Auk þess var tekið tillit til gagna úr alþjóðlegum stofnmælingum með botn- vörpu, vísitalna eldri árganga í makrílleiðöngrum í Norðurhöf- um í júlí–ágúst og gagna um endurheimta merkta fiska. Í framhaldi af því var fyrri ráðgjöf uppfærð og var ráðlagt afla- mark fyrir árið 2014 á bilinu 927–1011 þús. tonn , sem sam- svarar veiðidánartölu 0.20–0.22. Við þá veiði er talið að hrygn- ingarstofninn verði 4,4–4,5 milljónir tonna árið 2015. Þetta er talið samræmast varúðar- sjónarmiðum. Samkvæmt stofnmatinu stækkaði hrygn- ingarstofninn úr 1,9 milljónum tonna í 4,7 milljónir tonna á ár- unum 2003–2011 en hefur minnkað síðan og er metinn 4,4 milljónir tonna árið 2013.“ Varaaflgjafar fyrir skip og báta Við bjóðum trausta og aflmikla varaaflgjafa frá Socomec sem standast þær kröfur sem gerðar eru í skipum og bátum. Verndið viðkvæman búnað um borð fyrir rafmagnsleysi og spennuflökti. Þegar rafmagn fer skyndilega af eða spenna er óstöðug getur það valdið skemmdum á viðkvæmum og mikilvægum búnaði svo sem siglingakerfum, samskiptakerfum og vélbúnaði. Nýr varaaflgjafi, NE TYS RT-M, hentar einstaklega vel fyrir skip og báta. Á loðnumiðum. Útreikningar Hafrannsóknastofnunar gefa tilefni til að ætla að nokkur aukning verði á loðnuaflanum á ný eftir mjög slaka ver- tíð síðaliðinn vetur.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.