Ægir - 01.06.2014, Qupperneq 24
24
Þjónusta Faxaflóahafna sf. hef-
ur tekið töluverðum breyting-
um á síðustu árum í. Ægir ræddi
við Gísla Gíslason, hafnarstjóra
Faxaflóahafna sf. um þróunina,
framtíðarhorfur Reykjarvíkur-
hafnar og spennandi tækifæri á
Grundartanga.
„Það má segja að hafnar-
starfsemin – einkum í Reykjavík
– hafi þróast og breyst allt frá
því að hafist var handa við
framkvæmdir við Gömlu höfn-
ina árið 1913. Upphaflega var
höfnin fiski- og flutningahöfn
en árið 1968 varð sú breyting
að Eimskip flutti í Sundahöfn
og Skipadeild Sambandsins
(Samskip) nokkru síðar. Á síð-
ustu árum hefur þróunin verið
talsverð og ný starfsemi að
ryðja sér til rúms í bland við
aukinn áhuga almennings á að-
gengi að hafnarsvæðunum.
Gamla höfnin í Reykjavík hefur
fengið nýja nágranna sem sjá
má í Hörpunni, hóteli, veitinga-
stöðum og verslunum og á
næstu árum mun nýjum ná-
grönnum fjölga. Í bland við
þetta hefur hafsækin ferðaþjón-
usta, svo sem hvalaskoðun og
náttúrulífssiglingar, stóraukist.
Eftir sem áður er það útgerðin,
fiskvinnslan og slippurinn, sem
eru hryggurinn í starfseminni
og fyrirferðarmest. Það hefur
því bara verið spennandi að
finna rétta jafnvægið á milli
ólíkrar starfsemi, sem hefur
dafnað prýðilega við Gömlu
höfninni. Á næstu árum má ef-
laust sjá þróun í þá átt að stór-
um skemmtiferðaskipum mun
fjölga, komutími skipanna mun
lengjast fram á vor og haust og
farþegum mun fjölga. Þá von-
umst við einnig eftir að smærri
skip muni í auknum mæli
leggja leið sína til Reykjavíkur.“
Mikilvægt að stíga rétt skref
Gísli segir þróun hafna víða í
Evrópu vera með sambærileg-
um hætti og hjá Reykjarvíkur-
höfn. Hins vegar sé mikilvægt
að taka tillit til aðstæðna á
hverjum stað og fara sér hægt.
„Í Örfirisey hefur orðið mikil
gerjun þar sem ólíkar starfs-
greinar hafa komið sér fyrir í
sátt við hverja aðra. Þar er hins
vegar mikilvægt að verja að-
stöðu útgerðar og fiskvinnslu,
enda er Reykjavík eina höfuð-
borgarhöfnin í Evrópu sem get-
ur státað af öflugri útgerð og
hátæknifiskvinnslu. Með stofn-
un Sjávarklasans hefur verið
stigið skref til að undirstrika
þessa stöðu hafnarinnar. Íbúða-
byggðin sem mun rísa norðan
Mýrargötu mun í sjálfu sér ekki
hafa mikil áhrif á starfsemi
hafnarinnar - en vissulega mun
aukið nábýli við slippinn geta
haft í för með sér breytingar.
Tíminn mun leiða það í ljós.“
Óráðlegt að ganga meira á
hafnarsvæðið
Þó að Gísli sé hlynntur því að
fjölbreytt starfsemi þrífist við
höfnina segir hann afstöðu
Faxaflóahafna sf. skýra hvað
varðar frekari uppbyggingu á
hafnarsvæðinu.
„Eigendur Faxaflóahafna sf.
hafa sett fram þá skýru stefnu
að Gamla höfnin verði áfram lif-
andi atvinnuhöfn sem þýðir að
íbúðabyggð getur ekki þróast
of nálægt athafnasvæðinu.
Miðað við núverandi skipulag á
þetta ekki að vera vandamál –
en að mínu viti má ekki nálgast
hafnarsvæðið meira en fyrir-
hugað er. Atvinnulega, menn-
ingarlega og sögulega er
Gamla höfnin merkilegt fyrir-
bæri sem þarf að lifa í sátt við
Gísli Gíslason, hafnarstjóri, við Reykjarvíkurhöfn og með
fjölbreytta starfsemi hafnarsvæðisins í baksýn.
H
a
fn
ir