Ægir - 01.06.2014, Síða 25
25
þá fjölbreytni sem þróast hefur
í næsta nágrenni. Vesturhöfnin
sinnir útgerð og fiskvinnslu,
Suður- og Vesturbugtin haf-
sækinni ferðaþjónustu, Austur-
bugtin skútum, en mikilvægt er
að Miðbakki og Ægisgarður
verði áfram líflegur vettvangur
til móttöku á skipum af ýmsum
gerðum og stærðum. Hver veit
nema að Austurbakki og Faxa-
garður fái ný hlutverk innan
einhverra ára sem viðlega fyrir
smærri skemmtiferðaskip.“
Grundartangi hefur ótvíræða
kosti
Faxaflóahafnir hafa einnig á
höndum sér umsýslu hafnar-
innar á Grundartanga og eiga
lóðir þar í kring. Fyrirspurnir um
lóðaúthlutanir birtust í fréttum
snemma árs 2014. Þegar Gísli
var inntur eftir svörum um
stöðu mála á Grundartanga
hafði hann þetta að segja.
„Sem stendur er verið að
lengja hafnarbakka á Grundar-
tanga og búa í haginn fyrir
aukna starfsemi. Grundartang-
inn hefur ótvíræða kosti fyrir
margs konar starfsemi vegna
ákjósanlegrar hafnaraðstöðu,
öflugs afhendingarkerfis raf-
magns og góðs lands. Við höf-
um verið að móta stefnu um þá
tegund fyrirtækja sem við vilj-
um fá inn á svæðið og horfum
þá fyrst og fremst til fyrirtækja
með lágmarks umhverfisrösk-
un. Í því efni er ýmis áhugaverð
framleiðsla sem tíminn mun
leiða í ljós hvernig tekst að ná
til. Sem stendur er unnið að
undirbúningi verkefnisins Sil-
icor Materials á Grundartanga,
sem hyggur á afar áhugaverða
sólarkísilframleiðslu. Allnokkur
handtökin eru eftir í því verk-
efni – en vonandi kemst það á
leiðarenda á árinu. Önnur verk-
efni, eins og þurrkun á timbri
með endurnýtingu á afgangs-
orku frá ELKEM og fleira eru til
skoðunar en ekki komin á það
stig að hægt sé að slá neinu
föstu.“
Halda þarf rétt á spilunum
Gísli ræðir einnig mikilvægi
þess að starfsemi Faxaflóahafna
sf. taki eðlilegum breytingum
og sé í stöðugri þróun, sam-
ferða framförum í tækni, vísind-
um og efnahagslífinu almennt.
„Faxaflóahafnir eru með
hvað mest umsvif og fjöl-
breyttastar hafna á Íslandi.
Sundahöfnin er megin gátt inn-
flutnings og útflutnings á vör-
um og afurðum og á Grundar-
tanga eru miklir flutningar með
hráefni og framleiðslu stóriðj-
unnar. Akraneshöfn er enn mik-
ilvæg fiskihöfn þó svo að hlut-
verk hennar hafi breyst á síð-
ustu árum. Samspil Gömlu
hafnarinnar í Reykjavík og Akra-
neshafnar er eitthvað sem við
eigum eftir að sjá í auknum
mæli bæði, vegna starfsemi HB
Granda hf. og ferðaþjónustu.
Það er hlutverk Faxaflóahafna
sf. að búa til hreiður og aðstöðu
fyrir spennandi starfsemi og
þrátt fyrir efnahagsslagsíðu síð-
ustu ára þá hefur bærilega tek-
ist til á liðnum árum og
framundan er mýgrútur tæki-
færa sem vonandi tekst að nýta
ef rétt verður á spilum haldið.
Þróun og breytingar eru hluti
hafnarsögunnar og svo verður
áfram – þess vegna er mikil-
vægt að velja vel þær leiðir sem
farnar eru á hverju hafnarsvæði
fyrir sig.“
Gísli Gíslason, hafnarstjóri, við Reykjarvíkurhöfn og með
fjölbreytta starfsemi hafnarsvæðisins í baksýn.
Gísli og Theresa Jester, framkvæmdarstjóri Silicor Materials, undirrita samningsskilmála vegna undirbúnings
sólarkísilframleiðslu á Grundartanga.
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna sf.:
„Mikilvægt að verja
aðstöðu útgerðar og
fiskvinnslu“