Ægir - 01.06.2014, Blaðsíða 28
28
Undanfarið hafa íslenskar út-
gerðir samið um smíði á átta
nýjum fiskiskipum fyrir hátt í
20 milljarða króna. Sex af þess-
um skipum verða smíðuð hjá
Celiktrans skipasmíðastöðinni í
Tyrklandi. Þrjú skipanna eru
uppsjávarveiðiskip en fimm eru
ísfisktogarar. Ísfélagið í Vest-
mannaeyjum tók nýlega við
uppsjávarskipinu Sigurði VE 15
hjá Celiktrans skipasmíðastöð-
inni og er skipið væntanlegt til
landsins í júlímánuði. HB-
Grandi samdi í fyrrahaust um
smíði á tveimur nýjum uppsjáv-
arveiðiskipum hjá Celiktrans og
nýlega tilkynnti fyrirtækið að
samið hafi verið við sömu
skipasmíðastöð um smíði á
þremur ísfisktogurum til við-
bótar. Áður áður höfðu Vinnslu-
stöðin í Vestmannaeyjum og
Hraðfrystihúsið-Gunnvör greint
frá samningi um smíði á tveim-
ur ísfisktogurum í Kína.
Undanfarin ár hafa fjár-
festingar í fiskveiðiskipum hér á
landi verið mjög takmarkaðar
og hefur verið vísað til þess að
vegna mikillar skattlagningar
og óvissu um lagalega umgjörð
sjávarútvegsins hafi menn
haldið að sér höndum. Það eru
því mikil umskipti þegar samið
er um 8 ný fiskiskip á stuttum
tíma. Hafa ber í huga að þessi
„fjárfestingapakki“ gæti enn átt
eftir að stækka því Samherji,
stærsta útgerðarfélag landsins,
hefur ekki tilkynnt um sín áform
í þessu efni, en þau munu skýr-
ast á næstunni.
Ekki hægt að bíða lengur
En hvað hefur breyst? Útvegs-
menn sem Ægir var í sambandi
við segja að laga- og rekstrar-
umhverfið hafi ekki batnað, en
hins vegar sé ekki hægt að bíða
lengur með endurnýjunina.
„Menn vonuðust til að það yrði
einhver viðsnúningur í viðhorfi
stjórnmálamanna til sjávarút-
vegsins og að rekstrarumhverf-
ið myndi lagast. Það hefur ekki
gerst ennþá en við lifum í von-
inni. Það var hins vegar kominn
tími á endurnýjun og hag-
ræðingu. Í stað nýja skipsins,
sem við erum að fá, hverfa þrjú
önnur úr rekstrinum,“ segir
Stefán Friðriksson fram-
kvæmdastjóri Ísfélagsins í Vest-
mannaeyjum.
Í svipaðan streng tekur Sig-
urgeir Brynjar Kristgeirsson
framkvæmdastjóri Vinnslu-
stöðvarinnar í Vestmannaeyj-
um sem segir að rekstrarað-
stæður, sem hið opinbera skapi
útgerðinni, hafi ekkert batnað.
Nýtt ísfiskskip Vinnslustöðvar-
innar mun koma í stað Jóns
Vídalíns VE-82 sem var smíðað í
Japan 1972.
„Hjá okkur er þetta afskap-
lega einfalt. Við getum ekki róið
öllu lengur á skipi sem er orðið
42ja ára gamalt og því verðum
Nýsmíðahrinan
hafin
- átta ný og öflug fiskveiðiskip væntanleg til landsins
Teikning af öðru tveggja ísfiskskipa sem Vinnslustöðin
í Vestmannaeyjum og Hraðfrystihúsið-Gunnvör hafa
samið um smíði á í Kína.
S
k
ip
a
sm
íða
r