Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2014, Blaðsíða 31

Ægir - 01.06.2014, Blaðsíða 31
31 Sigurður VE 15 nýtt skip Ísfélagsins í Vestmannaeyjum er væntanlegur í júlí. Skipið er eitt af sex nýjum fiskiskipum sem Celiktrans skipasmíðastöðin í Tyrklandi mun smíða fyrir Íslendinga á næstu misserum. Þann 8. júní var nýju skipi Ísfélags Vestmannaeyja hf. gefið nafnið Sigurður í Celiktrans skipasmíðastöðinni í Istanbúl í Tyrklandi þar sem skipið verður afhent tilbúið til veiða á næstu dögum. Gert er ráð fyrir að skipið komi til landsins í júlí en sigl- ingin hingað til lands tekur um 12 daga. Sigurður fær einkenn- isstafina VE 15 og skipaskrárnúmerið 2883. Sigurður VE er 80 metra langur og 17 metra breiður og er af- ar vel búinn til veiða á uppsjávarfiski s.s. loðnu, síld, makríl og kolmunna. Aðalvélin er 4.500 kW og kæligetan er 2x1.300.000 kcal/klst. Kælitankar skipsins eru 12 og eru samtals 2.970 rúmmetrar þannig að burðargeta skipsins er mikil og styður hún vel við öfluga landvinnslu félagsins í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn. Þess má geta að eldra skip Ísfélagsins með sama nafni var smíðað árið 1960 í Þýskalandi og var 72 metra langt og 10 metra breitt. Í því var 1.766 kW Nohab Polar aðalvél og bar skip- ið um 1.500 tonn í lestum sem ekki voru útbúnar til að kæla afl- ann. Eldra skipið var sett í niðurrif á síðasta ári. Í fréttatilkynningu frá Ísfélaginu kemur fram að kaupin á hinu nýja skipi eru liður í endurnýjun á skipaflota Ísfélagsins og þáttur í hagræðingaraðgerðum þess, ekki síst í kjölfar sífellt aukinnar skattlagningar stjórnvalda. Félaginu er ætlað að greiða um einn og hálfan milljarð í veiðigjöld og tekjuskatt á þessu ári. Félaginu er því nauðsynlegt að fækka skipum og auka hagræðingu á öllum sviðum rekstrarins. Gert er ráð fyrir að nýja skipið leysi af hólmi tvö af eldri skipum félagsins, Guðmund VE og Þorsteini ÞH með tilheyrandi lækkun olíu- og launakostnað- ar. Skipstjóri á Sigurði VE 15 er Hörður Már Guðmundsson og yfirvélstjóri er Svanur Gunnsteinsson. Nýr Sigurður VE 15 væntanlegur til Eyja í júlí

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.