STARA - 14.11.2015, Blaðsíða 6

STARA - 14.11.2015, Blaðsíða 6
S T A R A n o .5 3 .T B L 2 0 15 6 Haust á Akureyri Verkin voru valin úr innsendum tillögum frá 90 listamönnum sem töldu sig eiga erindi á sýninguna. Fimm manna nefnd var fengin til að sjá um valið en í henni átti m.a. sæti Hlynur Hallsson sýningar- stjóri. Fyrirkomulagið bendir til að hlutverk hans sem sýningarstjóra hafi fyrst og fremst falist í að stýra vinnu nefndarinnar og skipuleggja upphengingu verkanna. En Hlynur er jafnframt safnstjóri Listasafnsins á Akureyri og sem slíkur mótar hann sýningarstefnu safnsins. Leiðin sem hann kaus að fara við að útfæra sýninguna Haust, sem er ætlað að veita innsýn í myndlistarlífið á Norðurlandi, vakti athygli mína, enda er á ferðinni fyrirkomulag sem tíðkast ekki í söfnum. Söfn óska yfirleitt ekki eftir umsóknum frá listamönnum og byggja síðan heila sýningu á vali á innsendum tillögum þótt þessi aðferðafræði sé gjarnan notuð í öðru samhengi. Tilgangur- inn með kallinu var án efa að ná til listamanna utan ratsjár safn- stjórans, en um leið sendir safnið út þau skilaboð að það sé opið öllum listamönnum á og frá Norðurlandi. Það sýnir ákveðið göfuglyndi sem um leið vekur upp spurningar. Raunveruleg göfgi hefði þýtt að safnið sýndi allar innsendar tillögur sem við vitum að það getur ekki gert, hvorki vegna stærðar sinnar né hlutverks. Kallið virðist hins vegar hafa vakið vonir og því er skiljan- legt að ekki hafi allir verið ánægðir með niðurstöðuna. Þar á meðal var lítill hópur listamanna sem ákvað að opna eigin sýningu í Deiglunni undir titlinum Salon des Refusés eða Sýning þeirra sem var hafnað. Nú er ekki ætlunin að halda því fram að sú sýning hafi verið betri eða áhugaverðari en sýningin Haust, því hún var það ekki. Viðbrögðin eru frekar áminning um að það er hvorki hlutverk né skylda Lista- safnsins að sýna verk eftir alla lista- menn frá Norðurlandi og einmitt þess vegna ætti safnið ekki að gefa í skyn að allir eigi jafna möguleika á að sýna þar. Hlutverk Listasafnins á Akureyri í því samhengi sem það starfar í á að vera það sama og annarra safna. Það þýðir að það á að gera það sem aðrir sýningarsalir í Listagilinu á Akureyri geta ekki gert. Það á að velja úr, setja í samhengi og draga fram sérstöðu með þeirri þekkingu og yfirsýn sem hægt er að ætlast til og gera ráð fyrir að safnið hafi. Efasemdir um aðferðafræðina við val verka á sýninguna Haust þýða þó ekki að það hafi verið alslæmt að kalla eftir tillögum. Sýningin var frískleg og nokkur verk hefðu líklega aldrei ratað á hana öðruvísi. Sjálf hugmyndin að halda reglulega haustsýningu sem veitir innsýn í gerjunina í myndlist listamanna frá svæðinu er einnig góðra gjalda verð og engin ástæða til að letja safnið til að halda aftur slíka uppskeruhátíð. En rammi sýningarinnar þarf að vera skýrari og framkvæmdin í takt við þær kröfur sem gerðar eru til listasafna á okkar tímum. Á sýningunni Haust í Listasafninu á Akureyri mátti sjá á f jórða tug verka eftir 30 listamenn búsetta á og frá Norður- landi. Sýningin var líf leg, verkin f jölbreytt, viðfangsefnin margvísleg og mörg verkanna eftirminnileg. Margrét Elísabet Ólafsdóttir Doktor í list- og fagur fræði og lektor við Háskólann á Akureyri 1.Sý ning in s tóð y f ir f rá 29 . ág úst t i l 18 . október 2015 . 2 .Undantekning e r Li s tasaf n ASÍ s em tekur v ið umsóknum um sý ningar f rá l i s tamönnum og Haf narborg , l i s ta - og menningar- miðstöð Haf nar f jarðar, s em undanfar in ár he f ur kal lað e f t ir umsóknum f rá sý ningarst jór um. 1 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.