STARA - 14.11.2015, Blaðsíða 15

STARA - 14.11.2015, Blaðsíða 15
S T A R A n o .5 3 .T B L 2 0 15 15 Námskeið og fyrirlestrar eru haldin reglulega á verkstæðinu, bæði af íslenskum og erlendum grafíklistamönnum. Félagsmenn eru duglegir að sækja slík námskeið ásamt öðrum listamönnum því símenntun er nauðsynleg í faginu. Sérstök námskeið eru haldin fyrir einstaklinga, skólahópa og kenn- ara þar sem kenndar eru einfaldar þrykkaðferðir og notkun á tækja- búnaði. Þessi námskeið hafa verið afar vinsæl og verður þeim fjölgað á nýju ári. Verkstæðið hefur einnig verið leigt út til fagaðila sem halda stærri endurmenntunarnámskeið fyrir framhalds- og grunnskóla- kennara í grafík. Erlendir listamenn sækja mjög í að vinna á verkstæði félagsins. Vinna þessara erlendu gesta á verkstæðinu er mikilvægur þáttur í starfseminni og hefur menningar- og fræðslugildi. Þetta eru upp til hópa vel menntaðir og reynsluríkir einstaklingar sem miðla okkur af listsköpun sinni, halda kynningar og örnámskeið og hafa komið á kynnum varðandi vinnustofudvalir erlendis, sýningarverkefni o.fl. Á verkstæðinu vinnur einn starfs- maður einu sinni í viku, hann sér um að allt í kringum verkstæðið sé í góðu lagi og einnig er hann leigjendum til aðstoðar ef einhverju er ábótavant. Íslensk grafík er í samstarfi við önnur verkstæði erlendis, þ.á.m. eru Boston Printmakers, Hot Bed Press í Manchester Englandi og sýninga- skipti og vinnustofudvöl hjá Manhattan Graphics í New York. Grafíkfélögin á hinum Norðurlönd- unum eru í góðu samstarfi við ÍG og má nefna sem dæmi að GraN, nýr Grafíktriennal Norðurlandanna, er nú sýndur í Listasafninu á Akureyri og mun GraN hafa það hlutverk meðal annars að upphefja grafík- listina. Starfsemi félagsins hefur farið vaxandi síðustu árin með fjölbreytt- um uppákomum og skemmtilegu sýningarhaldi. Félagið tekur inn nýja félaga á hverjum stjórnarfundi og er fjöldi félagsmanna að aukast með vaxandi áhuga á grafíklist- inni og endalausum nýjum aðferð- um og úrlausnum í listinni. Ljósmy nd Vic tor Rodr ig ues Ljósmy nd Laura Valent ino Ljósmy nd D av id Bar rero
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.