STARA - 14.11.2015, Blaðsíða 11
S
T
A
R
A
n
o
.5
3
.T
B
L
2
0
15
11
Þá gengu í gildi lög um framkvæmd-
ir á vegum ríkisins sem kváðu á um
að verja skuli ,,að minnsta kosti 1%
af heildarbyggingarkostnaði opin-
berrar nýbyggingar til listaverka
í henni og umhverfi hennar“. Frá
2012 hafa Listskreytingasjóður
og ákvæðið um eina prósentið
heyrt undir myndlistarlög en fjórði
kafli þeirra laga ber yfirskriftina
„Listaverk í opinberum byggingum
og á útisvæðum“.
Þegar reglan um eina prósentið
var lögfest hélt bjartsýnt fólk að
Listskreytingasjóður yrði fljótlega
óþarfur. Samspil þessara tveggja
þátta, reglunnar um eina prósentið
og laganna um sjóðinn fyrir eldri
byggingar, átti að leiða til þess að
sjálfhætt yrði með sjóðinn. Hug-
myndin var að ekki liði á löngu þar
til listaverk prýddu allar opinberar
byggingar. En þróunin hefur vægast
sagt verið hæg. Ekki eingöngu vegna
þess hvað sjóðurinn hefur verið rýr.
Reglan um eina prósentið hefur
ítrekað verið sniðgengin og oft hefur
,,þurft“ að nota myndlistarféð til
annars þegar framkvæmdir hafa
farið fram úr áætlunum.
Stjórn Listskreytingasjóðs er skipuð
fimm sérfræðingum, tveimur full-
trúum myndlistarmanna, tveimur
arkitektum og fulltrúa ráðuneytis-
ins. Hlutverk þeirra er annars
vegar að veita ráðgjöf um listaverk
í nýbyggingum og hins vegar að
úthluta styrkjum til verkefna í
eldri byggingum. Auk þess hefur
sjóðurinn veitt fé til viðgerða á
verkum í eigu hins opinbera.
Í lögunum er kveðið á um að
sjóðurinn skuli sjálfur standa undir
kostnaði við starfsemina. Um það er
gott eitt að segja svo fremi sem fjár-
magnið leyfi það. Árið 2003 lagði
Alþingi 8 milljónir króna í List-
skreytingasjóð. Á næstu árum dróst
framlagið lítið eitt saman, var samt
7,1 milljón árin 2008-10. Frá 2011
hefur framlagið hinsvegar staðið í
1,5 milljón á ári og er gert ráð fyrir
sömu upphæð árið 2016, sjötta árið
í röð. Skrifstofa SÍM sem heldur
utan um reksturinn hefur haldið
umsýslukostnaði í algjöru lágmarki.
Þrátt fyrir það er nú svo komið að
árlegt framlag dugir ekki fyrir öðru
en umsýslu. Eftir því sem ég kemst
næst fundar stjórn eins sjaldan og
hún getur í sparnaðarskyni og senni-
lega er þörfin á að funda jafnframt
minni þegar verkefnin eru fá sem
engin. Á vef sjóðsins eru skilaboð
um að ekki verði tekið við umsókn-
um á yfirstandandi ári og ekki er
útlit fyrir að þau skilaboð verði fjar-
lægð á næstunni. Það er spurning
hvort fólkið með fjárveitingarvaldið
geri sér grein fyrir þeirri klípu sem
sjóðsstjórnin er í?
Myndlistarmenn hafa því miður
ekki alltaf staðið vörð um List-
skreytingasjóð. Sumum þykir móðg-
andi að tengja listina við skraut og
vilja leggja sjóðinn niður fyrir þær
sakir. Um tíma man ég eftir að rætt
var um nauðsyn þess að finna nýtt
heiti. Mér vitanlega hefur ekki
fundist annað betra og vonandi er
sú tíð liðin að fólk hangi svo fast í
orðunum því Listskreytingasjóður er
mikilvægur í svo mörgum skilningi.
Verkefnið að bæta daglegt umhverfi
fólks er mjög verðugt og enn eru
fjölmargar opinberar byggingar í
notkun sem voru fullbyggðar fyrir
1999. Virkur Listskreytingasjóður
skapar atvinnu fyrir myndlistar-
menn með verkefnastyrkjum og með
því að fylgjast með því að lögum um
myndlist í opinberum nýbyggingum
sé fylgt.
Sjálf átti ég því láni að fagna að
vinna verkefni fyrir sjóðinn á göngu-
deild geðdeildar LSP á Kleppi. Það
var ótrúlega þakklátt verk og þá
fann ég vel hvað lítil upphæð getur
gert mikið fyrir marga í svona
verkefni. Ég efast um að margir
sjóðir hafi áorkað jafn miklu fyrir
jafn lítið fé og Listskreytingasjóður.
Og þeir eru varla margir reknir fyrir
jafn lítið fé og Listskreytingasjóður í
höndum skrifstofu SÍM. Ég held það
sé kominn tími til að við tökum upp
hanskann fyrir Listskreytingasjóð og
förum fram á að honum verði gert
kleift að sinna sínu hlutverki. Það
eina sem þarf að gera er að hækka
framlagið. Þá virkar þetta allt.
„Verkefnið að bæta daglegt umhver fi
fólks er mjög verðugt og enn eru f jöl-
margar opinberar byggingar í notkun
sem voru fullbyggðar fyrir 1999.“