STARA - 14.11.2015, Blaðsíða 26

STARA - 14.11.2015, Blaðsíða 26
S T A R A n o .5 3 .T B L 2 0 15 26 Árið 1994 var haldin stór sýning á Kjarvalsstöðum undir nafninu Skúlptúr/Skúlptúr/Skúlptúr. Þar voru sýnd verk eftir um þrjátíu listamenn, flesta unga, og mark- miðið var að kanna styrk högg- myndarinnar í íslenskri samtíma- list. Áratuginn á undan hafði verið mikill uppgangur í málaralist og ýmiss konar konsept- og nýlist hafði loksins hlotið náð hjá söfnum og almenningi. Ungum lista- mönnum hefur líklega þótt svolítið gamaldags að tala um verk sín sem skúlptúra. Sýningin sannaði hins vegar að margir þeirra voru að vinna verk sem nutu sín vel í einmitt þessu samhengi. Verkin voru þróttmikil og frumleg og maður fékk á tilfinninguna að sýningin markaði nýtt upphaf. Nú hefur verið hleypt af stokkun- um í Gerðarsafni sýningaröðinni Skúlptúr/Skúlptúr sem er ætlað að „kanna stöðu skúlptúrsins sem miðils í íslenskri samtímalist“, líkt og var ætlunin á Kjarvalsstöðum fyrir rúmum tuttugu árum. Í stað þess að halda eina stóra samsýningu verðar haldnar minni einkasýn- ingar sem gefa listamönnum kost á að vinna í stærri skala og setja fram heildstæðari verk. Fyrst hafa orðið fyrir valinu þau Habby Osk og Baldur Geir Bragason sem bæði hafa einbeitt sér að höggmyndum og vakið athygli á síðustu árum fyrir frumlega nálgun. Habby Osk býr til verk sem um- breytast með tímanum og með því að koma aftur á sýninguna geta gestir fylgst með þessari umbreytingu. Upp við vegg standa langar spýtur en þær hvíla ekki beint á veggnum heldur á glærum, uppblásnum plastblöðrum. Loftið lekur hægt úr blöðrunum og þá færast spýtur- nar til. Áður en sýningunni lýkur er allt eins líklegt að spýturnar hafi allar dottið. Þessi stóra inn- setning tekur mestallan salinn en smærri verk sýna breiddina í list Habbyar Oskar sem hefur meðal annars unnið mikið í vax og líka framið gjörninga. Á sýningunni er einnig myndbandsverk þar sem glær plastblaðra kemur við sögu og þannig tengist skúlpúrinnsetning við gjörningaverk listamannsins enda má segja að hún sé eins konar skúlptúrgjörningur. Áherslan í þessum verkum er fyrst og fremst á ferlið, umbreytinguna, en samt er þarna ýmislegt sem gefur þeim næstum formalistískt yfir- Jón Proppé Skúlptúr/Skúlptúr: Habby Osk og Baldur Geir Bragason Ljósmy ndir Ing var Hög ni Rag narsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.