STARA - 14.11.2015, Side 26

STARA - 14.11.2015, Side 26
S T A R A n o .5 3 .T B L 2 0 15 26 Árið 1994 var haldin stór sýning á Kjarvalsstöðum undir nafninu Skúlptúr/Skúlptúr/Skúlptúr. Þar voru sýnd verk eftir um þrjátíu listamenn, flesta unga, og mark- miðið var að kanna styrk högg- myndarinnar í íslenskri samtíma- list. Áratuginn á undan hafði verið mikill uppgangur í málaralist og ýmiss konar konsept- og nýlist hafði loksins hlotið náð hjá söfnum og almenningi. Ungum lista- mönnum hefur líklega þótt svolítið gamaldags að tala um verk sín sem skúlptúra. Sýningin sannaði hins vegar að margir þeirra voru að vinna verk sem nutu sín vel í einmitt þessu samhengi. Verkin voru þróttmikil og frumleg og maður fékk á tilfinninguna að sýningin markaði nýtt upphaf. Nú hefur verið hleypt af stokkun- um í Gerðarsafni sýningaröðinni Skúlptúr/Skúlptúr sem er ætlað að „kanna stöðu skúlptúrsins sem miðils í íslenskri samtímalist“, líkt og var ætlunin á Kjarvalsstöðum fyrir rúmum tuttugu árum. Í stað þess að halda eina stóra samsýningu verðar haldnar minni einkasýn- ingar sem gefa listamönnum kost á að vinna í stærri skala og setja fram heildstæðari verk. Fyrst hafa orðið fyrir valinu þau Habby Osk og Baldur Geir Bragason sem bæði hafa einbeitt sér að höggmyndum og vakið athygli á síðustu árum fyrir frumlega nálgun. Habby Osk býr til verk sem um- breytast með tímanum og með því að koma aftur á sýninguna geta gestir fylgst með þessari umbreytingu. Upp við vegg standa langar spýtur en þær hvíla ekki beint á veggnum heldur á glærum, uppblásnum plastblöðrum. Loftið lekur hægt úr blöðrunum og þá færast spýtur- nar til. Áður en sýningunni lýkur er allt eins líklegt að spýturnar hafi allar dottið. Þessi stóra inn- setning tekur mestallan salinn en smærri verk sýna breiddina í list Habbyar Oskar sem hefur meðal annars unnið mikið í vax og líka framið gjörninga. Á sýningunni er einnig myndbandsverk þar sem glær plastblaðra kemur við sögu og þannig tengist skúlpúrinnsetning við gjörningaverk listamannsins enda má segja að hún sé eins konar skúlptúrgjörningur. Áherslan í þessum verkum er fyrst og fremst á ferlið, umbreytinguna, en samt er þarna ýmislegt sem gefur þeim næstum formalistískt yfir- Jón Proppé Skúlptúr/Skúlptúr: Habby Osk og Baldur Geir Bragason Ljósmy ndir Ing var Hög ni Rag narsson

x

STARA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.