STARA - 14.11.2015, Side 15

STARA - 14.11.2015, Side 15
S T A R A n o .5 3 .T B L 2 0 15 15 Námskeið og fyrirlestrar eru haldin reglulega á verkstæðinu, bæði af íslenskum og erlendum grafíklistamönnum. Félagsmenn eru duglegir að sækja slík námskeið ásamt öðrum listamönnum því símenntun er nauðsynleg í faginu. Sérstök námskeið eru haldin fyrir einstaklinga, skólahópa og kenn- ara þar sem kenndar eru einfaldar þrykkaðferðir og notkun á tækja- búnaði. Þessi námskeið hafa verið afar vinsæl og verður þeim fjölgað á nýju ári. Verkstæðið hefur einnig verið leigt út til fagaðila sem halda stærri endurmenntunarnámskeið fyrir framhalds- og grunnskóla- kennara í grafík. Erlendir listamenn sækja mjög í að vinna á verkstæði félagsins. Vinna þessara erlendu gesta á verkstæðinu er mikilvægur þáttur í starfseminni og hefur menningar- og fræðslugildi. Þetta eru upp til hópa vel menntaðir og reynsluríkir einstaklingar sem miðla okkur af listsköpun sinni, halda kynningar og örnámskeið og hafa komið á kynnum varðandi vinnustofudvalir erlendis, sýningarverkefni o.fl. Á verkstæðinu vinnur einn starfs- maður einu sinni í viku, hann sér um að allt í kringum verkstæðið sé í góðu lagi og einnig er hann leigjendum til aðstoðar ef einhverju er ábótavant. Íslensk grafík er í samstarfi við önnur verkstæði erlendis, þ.á.m. eru Boston Printmakers, Hot Bed Press í Manchester Englandi og sýninga- skipti og vinnustofudvöl hjá Manhattan Graphics í New York. Grafíkfélögin á hinum Norðurlönd- unum eru í góðu samstarfi við ÍG og má nefna sem dæmi að GraN, nýr Grafíktriennal Norðurlandanna, er nú sýndur í Listasafninu á Akureyri og mun GraN hafa það hlutverk meðal annars að upphefja grafík- listina. Starfsemi félagsins hefur farið vaxandi síðustu árin með fjölbreytt- um uppákomum og skemmtilegu sýningarhaldi. Félagið tekur inn nýja félaga á hverjum stjórnarfundi og er fjöldi félagsmanna að aukast með vaxandi áhuga á grafíklist- inni og endalausum nýjum aðferð- um og úrlausnum í listinni. Ljósmy nd Vic tor Rodr ig ues Ljósmy nd Laura Valent ino Ljósmy nd D av id Bar rero

x

STARA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.