Són - 01.01.2013, Qupperneq 36
34 Helgi Skúli kjArtAnSSon
Hendingin á að vera sér stuðluð eins og sam svarandi lína í öllum
versum sálmsins. Þetta er þá felu mynd: son guðs einn eingetinn – hvar
eru stuðlarnir tveir?
Hér eru fjögur mögu leg svör og þó öll vandkvæðum háð:
(a). Að hér vanti bara stuðlana.
(b). Að Guðs sé risatkvæði (ólíkt 1. og 3. línu) og stuðli við miðatkvæðið
í eingetinn – þó það sé greinilega létt atkvæði, skorðað milli tveggja
risatkvæða.
(c). Að eingetinn stuðli við einn – sem virðist ómögulegt því að stuðlar
eiga að standa í risatkvæðum og þau fara aldrei tvö saman í sömu
línu.4
(d). Að risin tvö í eingetinn stuðli saman, enda hefjast bæði á sérhljóði.
Út frá mínu eigin brageyra held ég síðasti kosturinn megi heita skástur.
Að minnsta kosti þykist ég vita að þannig hafi ég einhvern tíma skynjað
þessa línu. En brag eyrað er líkamshluti sem valt er að treysta, enda er
það víst engin venja að beygingar ending beri stuðul, jafnvel þó hún sé
nógu burðug til að fylla rímandi braglið.5
Miðum Hallgrím við Hallgrím
Og svo er hreint ekki víst að Hallgrímur hafi skynjað alla hluti eins og
við. Mögu leikana fjóra verður að meta út frá því sem hann tíðk aði, og
þá sér stak lega í sálma kveð skap.
Að Hall grímur hafi vilj andi sleppt ljóð stöfum, og það í kveð skap sem
hann vandaði til eins og Passíu sálmanna, þann mögu leika er auð velt að
af skrifa. En hina þrjá má alla styðja við ein hver for dæmi.
Um (d) má segja að Hall grímur líkist okkur í því að stuðla helst ekki
á endingar, hvorki í sálmum né t.d. í rímum. Ekki er hann þó með öllu
yfir slíkt hafinn. Hann virðist t.d. stuðla á loka atkvæði línunnar Jósef
af Arimathíá6 og í Sannindin elska ber er það reyndar við skeyti fremur
4 Ekki nema línan sé samsett, eins og Hvar er þín fornaldarfrægð, frelsið og mann dáðin best?
Þar er það höfuðstafur sem fylgir fast á eftir síðara stuðli en „braghvíld“ á milli sem gagn-
vart ljóðstöfum jafngildir hendingaskilum.
5 Eg hefi gigt í útlimunum, verður að segja, ekki *Ég hefi gigt í útlimunum; sömu leiðis Einatt
smalar auminginn, ekki *Tíðum smalar auminginn; hvað þá að *Hver mun gráta Íslending
geti gengið í stað Enginn grætur Íslending.
6 Að fremri stuðullinn sé raunar á af, það ætti, eftir því sem á greinina líður, að breytast
úr augljósri fjarstæðu í býsna lang sóttan möguleika.