Gerðir kirkjuþings - 2003, Blaðsíða 9
Við viljum standa vörð um þau kristnu grundvallargildi sem menning okkar og siður
heíur byggt á um aldir. Við viljum vissulega að þau sem hingað koma frá framandi
menningarheimum finni sig velkomin hér og líði vel. Okkur ber að standa vörð um
trúfrelsi og jafiirétti. Ég tel víst að meirihluti íslensku þjóðarinnar vilji að hér verði
áfram unnið að því að móta og byggja upp menningu og samfélag sem byggir á þeim
grundvallargildum sem kristin kirkja hefur rækt með þjóðinni í aldanna rás. Ég sé fá
teikn á lofti um að sá vilji sé á undanhaldi þegar allt kemur til alls.
Lifum við tímaskeið “eftir kristni”?
Þetta eru spennandi og kreíjandi tímar að vera kirkja. Nú er ekkert sjálfsagt lengur, og
þeim mun meiri ábyrgð okkar að bera Jesú Kristi vitni. Ef við gerum það ekki, þú og
ég, hver þá? Svo lengi sem þú og ég játum trú á Jesú Krist og leitumst við að láta líf
hans og orð leiða okkur, þá er kristnin við lýði.
Trúin er hér til staðar. Trúrækni og tryggð. Hana er ekki aðeins að fmna á
kirkjubekkjunum á sunnudegi. Hana er að fmna í alls konar samhengi á vettvangi
samfélagsins. Og gefum þar gaum að hinum hversdagslegu, umbreytandi
súrdeigsáhrifum - bæninni við rúm bamsins, sögunni góðu sem leggur til
merkingarmynstrið holla og heila, athafnir og orð sem efla lífið og beina för til heilla,
veginn heim. Margt af því sem við munum fjalla um hér á kirkjuþingi að þessu sinni,
mun greiða því veg, styðja, efla.
Evangelísk lúthersk Þjóðkirkja lifir og starfar af því að Jesús Kristur kallar hana
saman og sendir út. Hún er það sem gerist þegar kall Jesú heyrist og er hlýtt. Hún lifir
á meðan Jesús ICristur er á ferð meðal fólks, bænin er beðin í nafni hans í kirkjum og á
heimilum, fagnaðarerindi hans er boðað, trúin er iðkuð og kærleikurinn í verki.
Meðan mæður og feður og kennarar og uppalendur og leiðtogar gefa þeim ungu í
veganesti trúna á Krist, sem vekur von og þrótt andspænis allri ógn og vá. Meðan fólk
tekur mið af boðskap lausnarans í viðleitni sinni að lifa sem góðar manneskjur öðmm
til góðs, gagns og gleði. Á meðan Kristur er og lifir, og manns sál svarar orði hans og
hlýðir, þá lifir kirkjan, og þá er kristni við lýði í landi hér.
7