Gerðir kirkjuþings - 2003, Blaðsíða 35
styður nefndin þá fyrirætlun að haldin verði málþing um málefni Skálholtsstaðar,
annars vegar um stefnumótun Skálholtsstaðar og hins vegar um menningartengda
ferðaþjónustu á staðnum.
Viðamikið starf hefur farið fram á vegum Helgisiðastofu - rannsóknarstofnunar um
helgisiðafræði í Skálholti. Verkefnið býr yfir miklum möguleikum á sviði rannsókna á
trúarlegum og tónlistarlegum arfi þjóðarinnar og því ber að fagna. Kirkjuráð hefur
farið fram á að formlega verði gengið frá skipulagi og reikningshaldi Helgisiðastofu
og styður nefhdin það.
ICirkjuþing 2002 fól biskupafundi að leggja fyrir Kirkjuþing 2003 tillögu að
endurskoðaðri prestakallaskipan Þjóðkirkjunnar. Allsherjamefnd lýsir miklum
vonbrigðum með að slík tillaga skuli ekki hafa verið lögð fyrir þingið og brýnir fyrir
biskupafundi að undirbúa tillögu að skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma á öllu
landinu. Tillagan verði kynnt heima í hémðum með nægum fyrirvara og lögð fyrir
Kirkjuþing 2004.
Kirkjuþing 2002 mæltist til þess að Kirkjuráð fylgdi eftir samþykkt Prestastefnu 2002
varðandi.endurskoðun skipulagsskrár Sólheima í Grímsnesi. Því erindi Kirkjuráðs var
ekki svarað af stjóm Sólheima. Nefndin beinir því til Kirkjuráðs að ítreka þetta erindi
við stjómina.
í ljósi þeirra umræðna sem urðu um Tónskóla Þjóðkirkjunnar í kjölfar skýrslu
Kirkjuráðs fékk nefndin Kristin Öm Kristinsson, skólastjóra Tónskólans, á sinn fund
og ræddi við hann þá hugmynd hvort gerlegt væri að organistanám fari fram við
hefðbundna tónskóla. í svari Kristins kom ffarn að menntun organista (kantors) er
mjög yfirgripsmikið nám og aðeins hluti þess er á háskólastigi. Það væri því flókið
ferli að koma því fyrir í öðmm tónlistarskólum, bæði á ffamhaldsskólastigi og
háskólastigi, svo vel færi. Tónskólinn sinnir einnig þörfúm landsbyggðarinnar og má í
því sambandi nefna svokallað "Námshreiður" á Egilsstöðum sem er þáttur í fjamámi í
vissum greinum námsefnisins. Það er álit nefndarinnar að ekki sé rétt að leggja
Tónskólann niður þar sem ekki er hægt að tryggja fullnægjandi
kirkjutónlistarmenntun með öðmm hætti. Mikilvægt er að hlúa að íslenskri
kirkj utónlistarhefð.
Fyrir liggur áfangaskýrsla starfshóps í öldmnarmálum og hvetur nefndin til
áffamhaldandi vinnu er miði að því að lögð verði fram stefnumótandi tillaga þar að
lútandi á Kirkjuþingi 2004. Einnig væntir nefndin stefnumarkandi tillagna sem ffestað
hefur verið um tíma varðandi samstarf kirkju og skóla.
Sérþjónustuprestur í vímuvamarmálum hefur verið skipaður að fmmkvæði
ríkisstjómar íslands. Af því tilefhi minnir Allsherjamefnd á samþykkta
vímuvamarstefnu Þjóðkirkjunnar. í umræðu um skýrslu Kirkjuráðs var minnt á
nauðsyn þess að auka eftirfylgd við geðfatlaða utan stofnana og aðstandendur þeirra
og tekur Allsherjamefnd undir það.
Kirkjudagar 2001 þóttu takast með miklum ágætum. Nefndin fagnar áformum um að
halda Kirkjudaga árið 2005.
33