Gerðir kirkjuþings - 2003, Blaðsíða 69
Óskað var eftir tilboðum í byggmgu prestsbústaðar að Glaumbæ í Skagafirði í júní
2002 og bárust fímm tilboð frá þremur aðilum. Bygging þessa prestsseturs hefur lengi
verið á loforðalista stjómar Prestssetrasjóðs en aldrei orðið úr af ýmsum ástæðum.
Búnaðarbankinn á Sauðárkróki leggur til ijármagn á góðum kjörum og jafnframt er
stefnt að því að nota andvirði af sölu gamla hússins í Glaumbæ og prestssetursins að
Hólxrni í Hjaltadal, eins og áður er getið. Vinna er hafm við byggingu hússins og er
stefnt að því að ljúka því á þessu ári.
Stefht er að því að gamla prestssetrið á Melstað verði í eigu og umsjón
sóknamefndar á staðnum og hafa verið gerðir samningar þ.a.l., sem væntanlega verða
imdirritaðir bráðlega.
Prestssetrasjóður hefur gert lóðarsamning við ffiðarsetrið að Holti í Önundarfirði
sem væntanlega verður undirritaður á næsta starfsári. Skólinn við Holt í Önundarfirði
hefur fengið nýtt hlutverk sem friðarsetur, kirkju-, félags- og menningarmiðstöð. Að
ffiðarsetrinu standa Isafjarðarprófastsdæmi og kirkjusóknir í Önundarfirði.
Friðarsetrið í Holti verður ffamvegis safhaðar- og félagsheimili í Önundarfirði en það
verður einnig nýtt sem sameiginlegur fundar- og ráðstefnustaður fyrir prófastsdæmið
og landið allt eftir þörfum.
Þann 7. maí 2003 var kveðinn upp úrskurður í gerðardómsmáli
Menntamálaráðuneytisins gegn Prestssetrasjóði varðandi jarðhitaréttindi á
prestssetrinu að Syðra-Laugalandi. Gerðardómur kvað upp þau úrskurð að
viðurkennt væri að lands- og jarðhitaréttindi að Syðra-Laugalandi, Öngulstaðahreppi
væra í umsjá og yfirstjóm Prestssetrasjóðs. Prestssetrasjóður hafi fullt forræði yfir
þeim jarðhitaréttindum og sjóðnum væri heimilt að gera samninga varðandi réttindi
þessi. Magnús Thoroddsen, hrl., flutti málið í gerðardómnum fýrir hönd
Prestssetrasjóðs, fulltrúi Prestssetrasjóðs í gerðadómnum var Þorsteinn Júlíusson, hrl.,
eru þeim þökkuð vel unnin störf.
Prestssetur í eigu prests
Stefha stjómarinnar er að leysa mál nokkurra staða þar sem prestssetur á að vera skv.
starfsreglum, en Prestssetrasjóður hefur ekki yfir húsnæði að ráða, með því að taka á
leigu húsnæði prestsins á sömu kjörum og prestar leigja af sjóðnum. Samningar um
það hafa verið gerðir við presta, sem þannig er háttað um.
Óvissa í landamerkjum prestssetursjarða virðist, því miður, vera víða og eru sum
ágreiningsmálin áratuga eða nær 100 ára gömul. Framkvæmdastjóri sjóðsins hefur
verið að vinna í nokkrum þeirra á árinu. Má þar nefna staði eins og Holt í
Önundarfírði, Asa í Skaftártungum, Valþjófsstað, Eiðar, Holt undir Eyjafjöllum og
Odda á Rangárvöllum. I þessum efhum er það þannig að oft er deilt um hluti sem í
raun skipta litlu sem engu máli fýrir aðila. Engu að síður er nauðsynlegt að hafa skýr
landamörk prestssetursjarða. Einnig kemur til að misræmi er í landamerkjalýsingum
og afsölum viðkomandi jarða. Vonir standa til að sættir muni takast í nokkrum þessara
langdregnu mála á næsta starfsári.
Sala og útleiga prestssetra
Prestssetrin að Bergþórshvoli, Vatnsfirði, Ásum í Skaftártungu, Prestbakka, Bíldudal
og Grindavík eru í útleigu. Stjóm sjóðsins hefur til þessa ekki fengið heimild
Kirkjuþings til að selja eignir þrátt fýrir að hún hafi lagí til við kirkjuþing nokkur
undanfarin ár að slík heimild fengist.
67