Gerðir kirkjuþings - 2003, Blaðsíða 16
kristna samfélags til að hjálpa til að losna undan oki geðraskana, örvæntingar og
annarra skaðlegra afleiðinga sívaxandi neyslu vímugjafanna. Við þurfurn að halda í
heiðri og sýna í verki kærleiksboðskapinn innan þölskyldunnar, sem er homsteinn
samfélagsins, í stað upplausnar og sundrungar, sem blasa alltof oft við á þeim
vettvangi eins og annars staðar í samfélaginu.
Þannig væri lengi hægt að halda áfram að benda á, hvemig heilræði kristinnar
kenningar em besti vegvísirinn fyrir okkur öll á ævigöngunni, bæði til að draga úr
hættu á, að það sígi á ógæfuhliðina og ekki síður að auka bjartsýni og trú á að margt
megi með þeim hætti færa til betri vegar, þar sem okkur hefur borið af réttri leið.
Athyglisverð og árangursrík reynsla af nýjungum í starfi hjá mörgum söfnuðum,
einkum hinum stærri, á síðustu árum, hefur verið mikils virði við undirbúning
tillögunnar, sú fyrirmynd, ásamt hinni almennu þátttöku sóknamefiida og starfsfólks
kirkjunnar við vinnuna að gerð tillögunnar síðasta árið, hlýtur að verða fyrirmynd og
hvatning til miklu fleiri að veita henni öflugt brautargengi.
Kirkjuþing mun því ganga með bjartsýni og tilhlökkun til þess verks að afgreiða
tillöguna um stefiiumótun Þjóðkirkjunnar með þeim hætti, að hún verði söfnuðum og
starfsliði Þjóðkirkjunnar kærkomið viðfangsefni. Það er áreiðanlega besta veganestið,
sem við getum gefíð komandi kynslóð.
14