Fréttablaðið - 16.03.2016, Side 2
Það má auðvitað
reikna með að
fórnarlömb vinnumansals
þurfi á atvinnu að halda og
ég get ímyndað mér að fyrir
konur í þessari stöðu hafi
verið erfitt að vera ekki í
atvinnu.
Sigþrúður Guð-
mundsdóttir,
framkvæmdastýra
Kvennaathvarfsins.
Veður
Í dag er útlit fyrir minnkandi sunnan
og suðaustanátt. Bjartviðri víða á
norðan- og austanverðu landinu
en skýjað og dálítil súld sunnan
og vestantil. Það er fremur hlýtt
á landinu, og hiti víða 5 til 12 stig,
hlýjast norðaustantil. Sjá Síðu 20
Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.
Færðu oft
harðsperrur
eða vöðvakrampa?
Prófaðu
MagnesiumOil Sport spreyið!
Spreyjað á húð - einfalt í notkun.
Eins og náttúran hafði í hyggju
Magnesium-Oil-Sport-spray-2x10-hlaupa copy.pdf 1 14/03/16 14:55
UNICEF á Íslandi stóð fyrir viðburðinum „Ekki fleiri börn í hafið“ við Sólfarið á Sæbraut í gær en þá voru liðin fimm ár frá því að stríðið í Sýrlandi
hófst. Þessi táknræni viðburður var til minningar um þau rúmlega fjögur hundruð börn sem hlotið hafa vota gröf á flótta yfir Miðjarðarhafið og var
því böngsum raðað meðfram strandlengjunni, einum fyrir hvert barn sem drukknað hefur frá því í haust. Fréttablaðið/anton brink
Við viljum og
þurfum þjóðfélags-
ins vegna og okkar sjálfra
vegna að vinna lengur. Hvað
á það að þýða að gefa 67 ára
starfsmönnum þá afmælis-
gjöf að vera sendir heim?
Helgi Pétursson,
einn talsmanna Gráa hersins
Ekki fleiri börn í hafið
Alþingi Alþingi samþykkti sam-
hljóða í atkvæðagreiðslu í gær
frumvarp um breytingu á lögum
um fæðingar- og foreldraorlof. Í
breytingunni felst að foreldrar sem
eignast andvana barn eftir tuttugu
og tveggja vikna meðgöngu fá nú
samtals sex mánuði í fæðingarorlof.
Áður en lögunum var breytt
fengu móðir og faðir sameiginlega
þrjá mánuði í fæðingarorlof en nú
getur hvort foreldri um sig fengið
þrjá mánuði.
Í upphaflega frumvarpinu var
lagt til að foreldrar gætu fengið níu
mánaða fæðingarorlof til þess að
miða að því að leggja rétt foreldra
sem eiga andvana barn eftir tutt-
ugu og tveggja vikna meðgöngu að
jöfnu við rétt foreldra sem missa
barn stuttu eftir fæðingu. - þv
Lenging orlofs
vegna andvana
fæðingar
MAnSAl Systurnar sem eru farnar af
landi brott og eru með stöðu þol-
enda mansals í Vík í Mýrdal gistu
aðeins fáeina daga í Kvennaathvarf-
inu. Þær fóru aftur til Víkur í Mýrdal
um nokkurra daga skeið og gistu hjá
eiginkonu meints geranda í málinu.
Þær sneru svo aftur í Kvennaathvarf-
ið nokkrum dögum áður en þær fóru
úr landi.
Framkvæmdastýra Kvennaat-
hvarfsins, Sigþrúður Guðmunds-
dóttir, segir ljóst að þolendur
vinnumansals séu í brýnni þörf fyrir
atvinnu. Slík úrræði myndu gagnast
þeim best.
„Ég er ekki tilbúin að tjá mig um
þetta mál, samningur okkar við vel-
ferðarráðuneytið er aðeins við kven-
kyns þolendur mansals. Þeim býðst
sama þjónusta og okkar konum. En
í þeim málum sem um er að ræða
fórnarlömb mansals þá eru boð-
leiðirnar styttri, við erum í betri
tengslum við yfirvöld og það eru
styttri spottar að kippa í,“ segir hún.
Sigþrúður ítrekar að hún tjái sig
ekki um einstaka mál. Það má auð-
vitað reikna með að fórnarlömb
vinnumansals þurfi á atvinnu að
halda og ég get ímyndað mér að
fyrir konur í þessari stöðu hafi verið
erfitt að vera ekki í atvinnu. Íslensk
lög og samningar gera ekki ráð fyrir
því að fólk í þessari stöðu fái leyfi til
atvinnu.“ – kbg
Úr athvarfi
aftur í Vík
SAMFÉlAg „Grái herinn er ekki
hópur sem ætlar að ryðjast fram
og bíta í skjaldarrendur eða
berja einhverjar pönnur niðri
við Alþingi en við höfum stofnað
Facebook-síðu. Við ætlum að fá
fram umræðu í þjóðfélaginu um
þann mannauð sem eldri borg-
arar eru.“ Þetta segir Helgi Péturs-
son, einn liðsmanna Gráa hersins,
baráttuhóps innan Félags eldri
borgara í Reykjavík og nágrenni.
Sjálfum finnst Helga, sem verður 67
ára í maí, hann alls ekki vera gamall
og hann leggur áherslu á að hann
sé enginn ellilífeyrisþegi. „Ég er
ekki að þiggja eitthvað. Ég er búinn
að leggja í þessa sjóði. Ég er eftir-
launamaður en enginn bótaþegi.“
Hann bendir á að eftirstríðsbarna-
sprengjan, eins og hann orðar það,
komi ekki inn í fullburða lífeyris-
sjóðskerfi eins og þeir geri sem komi
á eftir henni. „Þessi kynslóð býr
hins vegar við þá gleðilegu stað-
reynd að vera mjög frísk og
til í hvað sem er. Þetta er kyn-
slóð sem lifir að öllum líkindum
í 20 til 25 ár í viðbót og lifir
lengur en gert var ráð fyrir. Eldri
borgurum á eftir að fjölga mjög
hratt á næstu 15 árum. Þetta litla
þjóðfélag verður að nýta sér þessa
starfskrafta. Við viljum og þurfum
þjóðfélagsins vegna og okkar sjálfra
vegna að vinna lengur. Hvað á það
að þýða að gefa 67 ára starfsmönn-
um þá afmælisgjöf að vera sendir
heim? Það vantar vinnandi
hendur og það tapa allir á þessu.“
Það er mat Helga að mörg dæmi
séu um að fyrirtæki hafi lent í
vandræðum við það að ryðja burt
eldra fólki. „Þekking eldra fólks
er þá farin út úr kerfinu. Það er til
dæmis algjört mannréttindabrot
að segja upp 50 ára konu í banka af
því að hún er orðin „gömul kerling“.
Grái herinn vill sveigjanleg starfs-
lok. „Við þurfum að gera breyt-
ingar á kerfinu þannig að fólk geti
unnið án þess að lífeyrisréttindi
skerðist. Frítekjumarkið verður að
vera hærra,“ leggur Helgi áherslu á.
Helgi segir það mannréttindabrot
að skerða lífeyri aldraðra sem standi
misjafnlega vel að vígi fjárhagslega.
„Þegar skera þarf niður er tekið
af gamla fólkinu eins og það séu
ekki til neinir peningar á þessari
eyju.“ ibs@frettabladid.is
Grái herinn undirbýr
sókn á atvinnumarkað
Yngri félagarnir í Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hafa stofnað
baráttuhópinn Gráa herinn. Vilja og geta unnið lengur en til 67 ára aldurs. Segja
eldri borgurum eftir að fjölga og þjóðfélagið eigi að nýta þessa góðu starfskrafta.
„Við vorum að grínast með það að við þyrftum að stofna unglingadeild innan
Félags eldri borgara. Þegar talað er um eldri borgara sjá menn fyrir sér fólk með
göngugrind. Það eru hins vegar til yngri eldri borgarar og eldri eldri borgarar,“ segir
Helgi Pétursson. Fréttablaðið/StEFÁn
1 6 . M A r S 2 0 1 6 M i ð V i K u D A g u r2 F r É t t i r ∙ F r É t t A B l A ð i ð
1
6
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
C
7
-D
B
B
0
1
8
C
7
-D
A
7
4
1
8
C
7
-D
9
3
8
1
8
C
7
-D
7
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K