Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2016, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 16.03.2016, Qupperneq 15
Af umræðu sem birst hefur á vef- og prentmiðlum undan-farna daga má skilja að öll gögn sem Stofnun Árna Magnús- sonar í íslenskum fræðum (SÁM) býr yfir séu lokuð almenningi. Þetta er ekki rétt. Yfirlýst stefna SÁM er að aðgangur að gögnum stofnunarinnar sé almennt opinn. Undanfarin ár hefur aðgengi að ýmsum gögnum stofnunarinnar verið bætt og gagnapökkum frá stofnuninni dreift, m.a. á Málföng. is, með eins opnum notkunar- leyfum og kostur er. Beygingarlýsing íslensks nútíma- máls (BÍN) er sprottin upp úr tungutækniátaki stjórnvalda eftir aldamótin. Í því átaki var meðal annars sett það skilyrði að gögn sem yrðu til í átakinu yrðu öllum aðgengileg, en ekki ókeypis. Stjórn- völd vildu að gögnin stæðu undir viðhaldi með tíð og tíma. Þróun BÍN var haldið áfram á Orðabók Háskólans, síðar SÁM, og árið 2009 var horfið frá fyrri stefnu stjórn- valda og gjaldtöku hætt. Frá upphafi hafa öll beygingar- dæmi í BÍN verið öllum opin á vefsíðu stofnunarinnar og að sjálf- sögðu er heimilt að setja tengla í þau þar. Frumgögnin er hægt að sækja á vefsíðuna og þau má nota að vild nema til birtingar á beyg- ingardæmum, enda sé uppruna getið. Gögnin hafa verið nýtt á fjöl- breytilegan hátt, t.d. í leitarvélum á já.is, Vísindavef Háskólans, Snöru og íslensk-skandinavísku veforða- bókinni Islex, í leiðréttingarfor- ritum og við gerð tölvuleikja á borð við Netskrafl o.fl. Mállýsing en ekki forskrift Ástæðan fyrir því að birting beyg- ingardæma hefur ekki verið leyfð er sú að BÍN er mállýsing en ekki forskrift. Það þýðir að ýmislegt sem ekki er endilega „réttast og best“ birtist í BÍN, en þá jafnan með skýringum. Ef nota á BÍN sem grunn að leiðbeiningum eða kennsluefni þarf að taka úrtak úr gögnunum sem sérsniðið er að þeim þörfum. Ef gögnin úr BÍN eru notuð í núverandi mynd gæti nemandi haldið að „hendi“ sé gott og gilt í öllum föllum og í hvaða samhengi sem er þótt sú notkun sé í raun takmörkuð við merkinguna ’snerting við bolta‘ í íþróttamáli. Í BÍN eru líka eðli málsins sam- kvæmt stafsetningarafbrigði sem ekki eru í samræmi við núgildandi stafsetningarreglur. Almenningur gerir kröfu til þess að efni sem birt er í nafni Stofnun- ar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sé til fyrirmyndar, enda er hlutverk stofnunarinnar „að stuðla að aukinni þekkingu á íslenskri tungu … og veita ráðgjöf og leið- beiningar um málfarsleg efni á fræðilegum grundvelli“ (Lög nr. 40 12. júní 2006). Stofnunin getur ekki stuðlað að villandi framsetningu á gögnum sem verður til þegar beyg- ingarupplýsingar eru slitnar úr samhengi og þess vegna er birting beygingardæma úr BÍN óheimil. Rætt hefur verið innan stofn- unarinnar að búa til úrtak úr BÍN sem m.a. mætti nýta í kennslu- efni. Óskandi væri að hægt væri að hrinda því verkefni af stað sem fyrst. Enn fremur má vekja athygli á því að nýlega barst SÁM fjár- styrkur til að stórbæta þjónustu sína við almenning með uppsetn- ingu nýrrar vefgáttar, Málið.is. Þar verða öll gagnasöfn stofnunarinnar um íslenskt mál og málnotkun aðgengileg á einum stað og leitar- bær í einföldu viðmóti. Þar verður hægt að nálgast gríðarlegt magn upplýsinga. Stefnt er að opnun vef- gáttarinnar síðar á þessu ári. Orð um orð Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum Frá upphafi hafa öll beyg- ingardæmi í BÍN verið öllum opin á vefsíðu stofnunar- innar og að sjálfsögðu er heimilt að setja tengla í þau þar. Frumgögnin er hægt að sækja á vefsíðuna og þau má nota að vild nema til birting- ar á beygingardæmum, enda sé uppruna getið. Ég hafði gaman af að lesa svar-grein Skúla Ólafssonar, prests í Neskirkju, við bakþönkum Frosta Logasonar nýlega. Svar- greinin er skrifuð af ágætri þekk- ingu en lituð af kristnu viðhorfi. Það viðhorf litar svo söguskoðun- ina í greininni. Skúli reynir í grein sinni að hrekja þá fullyrðingu, sem frekar lá til grundvallar skrifum Frosta en að hann hafi mikið á það minnst í bakþönkunum, að kirkjan hafi barist gegn þekkingunni í gegn- um tíðina. Það er rétt hjá honum að klaustrin voru helstu fræða- setur miðaldar, en vegna einok- unarstöðu kirkjunnar þó, vel að merkja. Þegar hann rekur kirkjulegar rætur margra erlendra háskóla og hjálparstofnana skal þó minnast á að upplýsingabyltingin hafði frekar áhrif á stofnendurna heldur en öfugt, enda útilokar ekkert að kristnir menn hafi áhuga á vísind- um, en saga trúarbragðanna sýnir það samt að vindar samfélags- áhrifanna eru frekar aflvakar en afleiðingar þegar kemur að vís- indaframförum. Þekkt er andstaða kirkjunnar gegn sólmiðjukenning- unni, og ofsóknirnar gegn Brúnó, Galíleó og fleiri vísindamönnum. Ég er sammála Skúla undir lok greinarinnar þegar hann talar um að umhverfisverndin sé eitt brýnasta mál nútímans. Fram- farahyggjunni er þó tæpast um að kenna. Förum í upphaf Biblíunnar. Í Genesis er Adam og Evu skipað að uppfylla jörðina, og gera sér hana undirgefna. Þetta er einmitt vandamálið, en kynjafræði og femínismi hafa leitt okkur í allan sannleika um það hvernig þessi kristna afstaða er í raun sú afstaða til konunnar almennt sem berjast þarf gegn. Á móti kemur að hug- myndin í Ásatrú um Lífstréð, Ask Yggdrasils, byggir á hugmyndum um tengsl lífkerfisins og allra líf- vera, þar er á ferðinni algræn hug- mynd. Var kirkjan framfaraafl eða ekki? Ingólfur Sigurðsson tónlistarmaður Í Genesis er Adam og Evu skipað að uppfylla jörðina, og gera sér hana undirgefna. Þetta er einmitt vandamálið, en kynjafræði og femínismi hafa leitt okkur í allan sann- leika um það hvernig þessi kristna afstaða er í raun sú afstaða til konunnar al- mennt sem berjast þarf gegn. ASPECTS OF PROGRESS: WHAT WORKS AROUND THE WORLD WHAT WORKS? HARPA Conference Center, Reykjavik, Iceland 28 April 2016 - Registration at www.gekon.is Join Harvard Business School Professor Michael E. Porter and Prime Minister of Iceland Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for a meeting of social innovators from around the world to identify solutions to some of the world´s biggest problems. The conference will be a watershed discussion of how countries, cities and regions have achieved standout social progress results. Insight from the Social Progress Index will anchor these conversations. SESSION 1: BASIC HUMAN NEEDS Dr. Swarnim Wagle, Nepal Former Member, Nepal Planning Commission Rwandan Government representative (TBD) SESSION 2: FOUNDATIONS OF WELLBEING Dr. Guðný Björk Eydal, Iceland University of Iceland; Mr. Beto Verissimo, Brazil Co-founder, Imazon SESSION 3: OPPORTUNITY Dr. Girol Karacaoglu, New Zealand Chief Economist, New Zealand Treasury Basque Government representative (TBD) SESSION 4: SOCIAL PROGRESS IN AGGREGATE Victor Umana, Costa Rica Director CLACDS, INCAE Business School City of Medellin representative (TBD) Ms. Liv Bergþórsdóttir, CEO, NOVA Mr. Dagur B. Eggertsson, Mayor, City of Reykjavik Mr. Matthew Bishop, The Economist Dr. Jón Atli Benediktsson, President, University of Iceland Jonathan Tepperman, Managing Editor, Foreign Affairs Prof. Martha Minow, Dean, Harvard Law School Prof. Marc Fleurbaey, Chair, International Panel on Social Progress Ms. Mette Lindgaard, Partner, Deloitte Denmark David Erasmus & Louis Cole, founders of The Solvey Project MODERATOR: Michael Green, Executive Director of the Social Progress Imperative OTHER SPEAKERS: SOCIAL PROGRESS s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 15M i ð V i k u D A G u R 1 6 . M A R s 2 0 1 6 1 6 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 C 7 -F 4 6 0 1 8 C 7 -F 3 2 4 1 8 C 7 -F 1 E 8 1 8 C 7 -F 0 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.