Fréttablaðið - 16.03.2016, Page 22

Fréttablaðið - 16.03.2016, Page 22
Sannkölluð sprenging hefur orðið í innanhússhönnunarvöruverslunum frá hruni. Á fimm árum hafa fimmtán nýjar verslanir bæst í flóru verslan- anna í miðbænum, Kringlunni og Smáralind, samkvæmt talningu Mark- aðarins. Þær telja nú helming þeirra hönnunarvöruverslana sem starfa á svæðinu. Þá er ekki meðtalinn fjöldi „lundabúða“ sem hafa sprottið upp í miðbænum og selja hönnunarvörur, auk fjölmargra netverslana. Draga má þá ályktun að hönnunarvöruverslanir hafi aldrei verið fleiri. Svo virðist sem áhugi Íslendinga á hönnunarvöru hafi aldrei verið meiri. Hagnaður hönnunarfyrirtækja hefur farið vaxandi undanfarin árin. Árið 2014 tvöfaldaðist hagnaður Epal og nam 56 milljónum króna. Árið 2015 var svo það besta í fjörutíu ára sögu Epal að sögn forstjóra fyrirtækisins. Sömuleiðis var árið 2015 það besta hjá Hrími sem hóf starfsemi árið 2010 og rekur þrjár verslanir. Eigandi Hrím segir að þessi gríðar- lega aukning í fjölda hönnunarbúða styrki bara starfsemina. Í ljósi hennar sé mikilvægt að fara ótroðnar slóðir í vöruleit og sérhæfa sig betur. Íslendingar virðast kaupa hönn- unarvöru í auknum mæli í versl- unarmiðstöðvum og hafa verslanir á síðustu árum flutt sig þangað eða opnað aðra verslun þar til að anna eftirspurninni. Ferðamenn sækja hins vegar mikið í hönnunarverslanir í miðbænum og hefur Finnska búðin meðal annars breytt nafninu sínu niður í bæ og starfsemi sinni þar, með því að auka fókus á íslenska hönnun til að anna eftirspurn ferðamanna eftir henni. Íslendingar sækja mikið í íslenska hönnun en hafa einnig verið mjög duglegir að versla skandinavíska hönnun undanfarin misseri. Iittala-æði þjóðarinnar sem hefur sótt í sig veðrið á árunum eftir hrun heldur að sögn verslunarstjóra ótrautt áfram og var sér iittala verslun opnuð í Kringlunni í fyrra. Auk iittala-vara njóta Kahler-, og Marimekko-vörur áfram mikilla vinsælda. Georg Jensen og Royal Copenhagen eru sívinsæl. Sæunn Gísladóttir saeunn@frettabladid.is Árið 2015 var besta árið í fjörutíu ára rekstrarsögu Epal, að sögn Eyj- ólfs Pálssonar, forstjóra. Hann segir að það sé meira að seljast núna en fyrir hrun. Honum finnst aukin áhugi meðal Íslendinga á hönnun. „Mér finnst það og ég held að þeir beri traust til okkar því við erum þetta gamalt og öruggt fyrirtæki,“ segir Eyjólfur. Árið 2015 opnaði Epal verslun í Kringlunni. Eyjólfur sagði eina af ástæðunum fyrir því vera að hætt var að selja íslenska hönnun í flug- stöðinni. „Við sóttum bara um í Kringlunni og fengum þar inni og það var tiltölulega hagkvæmt að opna þar. Það styrkir okkur bara að vera með fleiri verslanir, Harpan gengur vel, Kringlan gegngur vel og Skeifan gengur mjög vel,“ segir Eyj- ólfur. Hann segir að það sé mest um ferðamenn í Hörpu en Íslendinga í Kringlunni. Árið 2015 var ekki einungis gjöf- ult fyrir Epal. Tinna Brá Baldvins- dóttir, eigandi Hríms, segir að árið hafi einnig verið það besta í sögu Hríms. „Það kom önnur búð inn og það fylgdi kostnaður við hana, og há leiga í Kringlunni, en þetta var besta árið okkar,“ segir Tinna. Besta ár Hríms fram til þess var árið 2013 þegar fyrirtækið hagnað- ist um 9,7 milljónir. Hagnaður Epal á árunum 2007 til 2014 var hæstur árið 2014 þegar hann tvöfaldaðist milli ára og nam þá 56 milljónum króna í tveim ur fé lög um, Epal hf. og Epal design ehf. Árið 2015 var það besta í fjörutíu ára sögu Epal Það styrkir okkur bara að vera með fleiri verslanir, Harpan gengur vel, Kringlan gengur vel og Skeifan gengur mjög vel. Eyjólfur Pálsson forstjóri Epal. 56 milljóna króna hagnaður var hjá Epal árið 2014 en það árið tvöfaldaðist hagnaður- inn milli ára. Hér má sjá brot þeirra verslana sem hafa verið opnaðar á síðustu fimm árum. Svokallaðar „lundabúðir” sem selja hönnun að mestu til ferðamanna eru ekki með í talningunni. Fréttablaðið/Pjetur Bæði íslensk og skandinavísk hönn- un nýtur sérstakra vinsælda í þeim hönnunarbúðum sem Markaðurinn ræddi við. Iittala-æði Íslendinga sem færðist í aukana eftir hrun virð- ist ekki vera á enda í þeim búðum sem selja vörumerkið. „Nei, ég held að það sé ekki búið, en auðvitað jafnar þetta sig að hluta. Þeir hjá iittala hafa staðið sig vel í að halda hlutunum spennandi, koma með nýjar vörur og svo framvegis. Þannig að iittala er enn þá mjög vin- sælt,“ segir Auður Jóhannesdóttir, verslunarstjóri Dúku í Kringlunni. Hún segir íslenskar vörur mjög vinsælar hjá versluninni. „Við selj- um mikið af íslenskri hönnunar- vöru, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir og Hekla Guðmundsdóttir hafa verið vinsælar. Babell-diskurinn er líka mjög vinsæll. Við seljum líka mjög mikið af teppum, við erum með mjög mörg íslensk teppi og svo Klippan-teppi frá Svíþjóð,“ segir Auður. Eyjólfur Páls- son, forstjóri Epal, segist finna fyrir auknum vinsældum hönnunar í búðinni. Hann segir að skandi- navískar og íslenskar vörur njóti mikilla vinsælda. Örn Svavarsson, eigandi Minju, segir að meðal annars HEICO-dýra- lamparnir og önnur lítil náttljós séu sívinsælar vörur, svo og Cubebot- róbótinn frá Areaware, hálsfestarn- ar frá Hlín Reykdal, og Pyropet-kert- in hennar Þórunnar Árnadóttur. Vinsælustu vörurnar hjá Kúní- gúnd eru danskar. „Georg Jensen er kóngurinn hérna. Royal Copen- hagen og Georg Jen sen eru lang- stærstu og flottustu merkin okkar. Georg Jensen Damask sem er alls óskylt Georg Jensen er líka mjög vinsælt og Rosen dahl og Villeroy & Boch,“ segir Jóhanna Ingi- mundardóttir sem starf- ar í versluninni. Satu Ramo, ein eig- enda Finnsku búðar- innar og Reykjavik’s Cutest segir lang- vinsælustu vörurnar í Finnsku búðinni vera Marimekko-fatnað og Moomin-vörur. Hún segir að áhuginn hafi ekki minnkað á þeim vörum. „Áhuginn hefur bara aukist á Marimekko. Það er hágæða fatnaður sem er ekki rándýr og passar vel Íslendingum,“ segir Satu. Iittala-æðið ekki búið Vinsælustu vörurnar í dag eru meðal annars iittala- vörur, Babell-diskurinn, og HEICO-dýralampar, auk íslensku Pyropet-kertanna og vara eftir Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur. Meiri sala á hönnun en fyrir hrun Áhugi Íslendinga á innanhússhönnunarvöru hefur sjaldan verið meiri. Á fimm árum hafa fimmtán innanhússhönnunarvöruversl- anir opnað í miðbænum og í Kringlunni og Smáralind. Árið 2015 var það besta í sögu Epal og Hríms Hönnunarhúss. 1 6 . m a r s 2 0 1 6 m I Ð V I K U D a G U r6 marKaðurInn 1 6 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 C 7 -F 4 6 0 1 8 C 7 -F 3 2 4 1 8 C 7 -F 1 E 8 1 8 C 7 -F 0 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.