Fréttablaðið - 16.03.2016, Qupperneq 24
Árlegir stórtónleikar Skonrokks
hópsins verða haldnir á föstudag
í Austurbæ í Reykjavík og í Hofi
á Akureyri degi síðar. Hópurinn
samanstendur af súpergrúppunni
Tyrkja Guddu en með sveitinni
syngja nokkrir af bestu rokksöngv
urum Íslands í dag. Lagaúrvalið er
ekkert slor; brot af bestu rokklög
um áttunda og níunda áratugar
ins ásamt nokkrum nýrri og eldri
lögum og lofar skipuleggjandi
tónleikanna, Bjarni Ólafur Guð
mundsson, svakalegri stemningu.
„Þetta verður í fjórða skipti sem
sveitin tekur þennan rúnt og það
hefur alltaf verið frábær aðsókn og
það sem meira er, frábær stemn
ing enda eru tónleikarnir mögnuð
skemmtun í alla staði.“
Söngvararnir eru ekki af verri
endanum, þeir Stebbi Jak úr
Dimmu, Eyþór Ingi, Pétur Jesú,
Magni og Biggi úr Gildrunni.
„Þeir skipta á milli sín mörgum
af stærstu númerum rokksögunar
en á efnisskránni eru t.d. lög með
AC/DC, Kiss, Deep Purple, Metall
ica, Whitesnake, Guns ’N’ Roses og
fleiri rokkböndum.“
Hljómsveitina Tyrkja Guddu
skipa þeir Sigurgeir Sigmunds
son, Einar Þór Jóhannsson, Biggi
Nielsen, Stefán íkorni Gunnlaugs
son og Ingimundur Benjamín auk
þess sem Marshallundrið Ragnar
Már Gunnarsson frá Flateyri verð
ur sérstakur gestur eins og á fyrri
tónleikum.
Mikill kraftur
Upphaf Skonrokkstónleikanna má
rekja til ársins 2010 þegar Biggi
Nielsen hélt tónleika til heiðurs
sjómönnum í Vestmannaeyjum og
setti saman mikla súpergrúppu að
sögn Bjarna. „Hann hefur stýrt
sveitinni allt frá byrjun og gerir
enn, eins og sannur herforingi.
Sveitin var nefnd Tyrkja Gudda
og á næstu árum stækkuðu tón
leikarnir og lagt var meira í þá.“
Rokktónlist þessa tímabils er
heillandi að sögn Birgis þótt lögin
eldist misvel eins og önnur tónlist.
„Hins vegar var mjög mikil gerjun
í rokkinu á þessum tíma og þessar
hljómsveitir komu með hvern stór
smellinn á fætur öðrum. Fólk sem
ólst upp við þessa tónlist þreytist
ekki á að hlusta á hana og njóta
hennar. Það sem heillar mest eru
bara sterk lög og svo þessi mikli
kraftur og flotta sviðsframkoma
sem margar af þessum hljómsveit
um notuðu hreinlega sem sín vöru
merki.“
Hörku sleggjur
Lagavalið byggist því fyrst og
fremst á rokki af öllum toga að
sögn Birgis og verður boðið upp
á margar sleggjur. „Þar má nefna
lög eins og She’s Gone með Steel
heart í flutningi Eyþórs sem hefur
slegið í gegn og svo lög eins og
Enter Sandman með Metallica í
flutningi Magna. Guns ’N’ Roses
pakkinn kom svo sterkur inn með
Stebba Jak í fyrra og Whitesnake
syrpa Péturs Jesú fær fólk í saln
um alltaf til að standa upp og jafn
vel rífa sig úr bolnum. Síðast en
ekki síst er algjörlega nauðsyn
legt að vera með einn orginal ís
lenskan rokkhund í Bigga Gildru
sem á það til að rifja upp Gildru
lögin við ótrúlegar undirtektir sal
arins. Það er alveg möguleiki á að
eitthvað af þessum lögum heyr
ist um helgina, en líka miklu fleiri
og nokkur ný og alveg hrikalega
spennandi númer sem við viljum
ekki endilega ljóstra upp um.“
Tónleikarnir verða í Austurbæ
á föstudag kl. 20 og í Hofi á Akur
eyri degi síðar kl. 20. Miðasalan
fer fram á midi.is og mak.is.
göMlu rokkperlurnar lifa
Gæðarokk frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar verður í forgrunni á tónleikunum Skonrokki sem haldnir verða í
Reykjavík og á Akureyri um helgina. Nokkrir af bestu rokksöngvurum þjóðarinnar mæta til leiks ásamt Tyrkja Guddu.
Það myndast alltaf frábær stemning á tónleikum Skonrokks. MYND/GUNN-
LAUGUR RÖGNVALDSSON
Perlur með Kiss, AC/DC, Deep Purple, Guns ’N’ Roses og Whitesnake munu m.a. hljóma um helgina. MYND/GUNNAR INGI
Íslensk framleiðsla
Framleiðandi sæbjúgna er
Arctic Star ehf. Allar nánari
upplýsingar fást á arcticstar.is
Arctic Star sæbjúgnahylki fást
í flestum apótekum og heilsu
búðum og í Hagkaupi.
Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem
heilsubótarfæði og notuð til
bóta við hinum ýmsu meinum.
Kínverjar kalla sæbjúgu gjarn
an „ginseng hafsins“ og til eru
sagnir um notkun sæbjúgna
þar fyrir meira en
þúsund árum.
Arctic Star sæ
bjúgnahylkin inni
halda yfir fimmtíu
tegundir af nær
ingarefnum sem
geta haft já
kvæð áhrif á
lífeðlisfræði
lega starfsemi
mannslíkam
ans, til dæmis
er mikið kolla
gen í þei m
en það er eitt
hel s t a upp
byggingarpró
tein líkamans.
finnur
Mikinn Mun
á sér
Á síðust u
á r um hefur
A rct ic Sta r
sérhæft sig í
þróun á fæðu
bótarefnum, svo sem fram
leiðslu, markaðssetningu og
sölu á hágæða sæbjúgnahylkjum.
Hylkin eru framleidd úr íslensk
um, hágæða, villtum sæbjúgum
sem eru veidd í Atlants
hafinu við strend
ur Íslands. Magn
ús Friðbergsson,
verkefnastjóri
hjá Landspítala,
hefur tekið sæ
bjúgnahylk
in frá Arc
tic Star und
anfarin tvö
á r. „Vi nu r
minn kynnti
mig fyrir sæ
bjúgnahylkj
u n u m o g
þar sem ég
hafði lengi
verið slæm
ur í hnjám,
með liðverki
og lítið getað
b e i t t m é r
ákvað ég að
prófa. Tveim
ur til þremur
vikum seinna
fann ég mik
inn mun. Nú
hef ég tekið sæbjúgnahylkin í
tvö ár og fer allra minna ferða án
óþæginda. Það er algjör bylting
frá því sem áður var. Nú get ég
gert hluti eins og að fara í lang
ar gönguferðir, sem ég gat varla
gert áður. Að minnsta kosti gerði
ég það ekki með bros á vör og
það tók mig langan tíma að jafna
mig eftir álag,“ útskýrir Magnús.
Magnús, sem er 65 ára gamall
í dag, hafði fengið að heyra frá
lækni að mikið slit væri í hnjám
hans og ekki væri von á að það
gengi til baka. „Hann sagði mér
að kíkja á fæðingardaginn minn
og að ég gæti ekki búist við að
fara aftur í tíma. Mér fannst
vont að heyra þetta og var því til
búinn að prófa ýmislegt sem gæti
mögulega lagað þetta. Sæbjúgna
hylkin frá Arctic Star virka mjög
vel á mig og ég mæli með að fólk
prófi þau.
sæbjúgnaHylkin eru bylting
ARCTIC STAR KYNNIR Magnús Friðbergsson mælir heilshugar með sæbjúgnahylkjum frá Arctic Star en hann finnur
mikinn mun á sér eftir að hann fór að nota þau. Sæbjúgu innihalda fimmtíu tegundir af næringarefnum.
sæbjúgu eru Þekkt fyrir
l Hátt próteininnihald og
lágt fituinnihald
l Að minnka verki í liðum og liða
mótum
l Að byggja upp brjósk og draga
úr tíðni liðskemmda
l Að bæta ónæmiskerfið
l Að auka blóðflæði
l Að koma í veg fyrir æðakölkun
l Að auka orku líkamans, stuðla
að myndun húðpróteins og
insúlíns
HEILSUBÓT Í Kína eru sæbjúgu
þekkt sem heilsubótarfæði og notuð
til bóta við hinum ýmsu meinum.
Fólk sem ólst upp
við þessa tónlist
þreytist ekki á að hlusta á
hana og njóta hennar. Það
sem heillar mest eru bara
sterk lög og svo þessi
mikli kraftur og flotta
sviðsframkoma sem
margar af þessum hljóm-
sveitum notuðu hreinlega
sem sín vörumerki.
Bjarni Ólafur Guðmundsson
Það er algjör
bylting frá því sem
áður var. Nú get ég gert
hluti eins og að fara í
langar gönguferðir, sem
ég gat varla gert áður.
Magnús Friðbergsson
MIKLU BETRI Magnús er betri í hnjám
og finnur minna fyrir liðverkjum eftir
að hann fór að taka sæbjúgna hylkin.
MYND/GVA
1 6 . m a r s 2 0 1 6 m I Ð V I K U D a G U r2 F ó l K ∙ K y n n I n G a r b l a Ð ∙ V I Ð b U r Ð I r
1
6
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
C
7
-E
0
A
0
1
8
C
7
-D
F
6
4
1
8
C
7
-D
E
2
8
1
8
C
7
-D
C
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K