Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2016, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 16.03.2016, Qupperneq 24
Árlegir stórtónleikar Skonrokks­ hópsins verða haldnir á föstudag í Austurbæ í Reykjavík og í Hofi á Akureyri degi síðar. Hópurinn samanstendur af súpergrúppunni Tyrkja Guddu en með sveitinni syngja nokkrir af bestu rokksöngv­ urum Íslands í dag. Lagaúrvalið er ekkert slor; brot af bestu rokklög­ um áttunda og níunda áratugar­ ins ásamt nokkrum nýrri og eldri lögum og lofar skipuleggjandi tónleikanna, Bjarni Ólafur Guð­ mundsson, svakalegri stemningu. „Þetta verður í fjórða skipti sem sveitin tekur þennan rúnt og það hefur alltaf verið frábær aðsókn og það sem meira er, frábær stemn­ ing enda eru tónleikarnir mögnuð skemmtun í alla staði.“ Söngvararnir eru ekki af verri endanum, þeir Stebbi Jak úr Dimmu, Eyþór Ingi, Pétur Jesú, Magni og Biggi úr Gildrunni. „Þeir skipta á milli sín mörgum af stærstu númerum rokksögunar en á efnisskránni eru t.d. lög með AC/DC, Kiss, Deep Purple, Metall­ ica, Whitesnake, Guns ’N’ Roses og fleiri rokkböndum.“ Hljómsveitina Tyrkja Guddu skipa þeir Sigurgeir Sigmunds­ son, Einar Þór Jóhannsson, Biggi Nielsen, Stefán íkorni Gunnlaugs­ son og Ingimundur Benjamín auk þess sem Marshall­undrið Ragnar Már Gunnarsson frá Flateyri verð­ ur sérstakur gestur eins og á fyrri tónleikum. Mikill kraftur Upphaf Skonrokkstónleikanna má rekja til ársins 2010 þegar Biggi Nielsen hélt tónleika til heiðurs sjómönnum í Vestmannaeyjum og setti saman mikla súpergrúppu að sögn Bjarna. „Hann hefur stýrt sveitinni allt frá byrjun og gerir enn, eins og sannur herforingi. Sveitin var nefnd Tyrkja Gudda og á næstu árum stækkuðu tón­ leikarnir og lagt var meira í þá.“ Rokktónlist þessa tímabils er heillandi að sögn Birgis þótt lögin eldist misvel eins og önnur tónlist. „Hins vegar var mjög mikil gerjun í rokkinu á þessum tíma og þessar hljómsveitir komu með hvern stór­ smellinn á fætur öðrum. Fólk sem ólst upp við þessa tónlist þreytist ekki á að hlusta á hana og njóta hennar. Það sem heillar mest eru bara sterk lög og svo þessi mikli kraftur og flotta sviðsframkoma sem margar af þessum hljómsveit­ um notuðu hreinlega sem sín vöru­ merki.“ Hörku sleggjur Lagavalið byggist því fyrst og fremst á rokki af öllum toga að sögn Birgis og verður boðið upp á margar sleggjur. „Þar má nefna lög eins og She’s Gone með Steel­ heart í flutningi Eyþórs sem hefur slegið í gegn og svo lög eins og Enter Sandman með Metallica í flutningi Magna. Guns ’N’ Roses­ pakkinn kom svo sterkur inn með Stebba Jak í fyrra og Whitesnake­ syrpa Péturs Jesú fær fólk í saln­ um alltaf til að standa upp og jafn­ vel rífa sig úr bolnum. Síðast en ekki síst er algjörlega nauðsyn­ legt að vera með einn orginal ís­ lenskan rokkhund í Bigga Gildru sem á það til að rifja upp Gildru­ lögin við ótrúlegar undirtektir sal­ arins. Það er alveg möguleiki á að eitthvað af þessum lögum heyr­ ist um helgina, en líka miklu fleiri og nokkur ný og alveg hrikalega spennandi númer sem við viljum ekki endilega ljóstra upp um.“ Tónleikarnir verða í Austurbæ á föstudag kl. 20 og í Hofi á Akur­ eyri degi síðar kl. 20. Miðasalan fer fram á midi.is og mak.is. göMlu rokkperlurnar lifa Gæðarokk frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar verður í forgrunni á tónleikunum Skonrokki sem haldnir verða í Reykjavík og á Akureyri um helgina. Nokkrir af bestu rokksöngvurum þjóðarinnar mæta til leiks ásamt Tyrkja Guddu. Það myndast alltaf frábær stemning á tónleikum Skonrokks. MYND/GUNN- LAUGUR RÖGNVALDSSON Perlur með Kiss, AC/DC, Deep Purple, Guns ’N’ Roses og Whitesnake munu m.a. hljóma um helgina. MYND/GUNNAR INGI Íslensk framleiðsla Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsu­ búðum og í Hagkaupi. Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsubótarfæði og notuð til bóta við hinum ýmsu meinum. Kínverjar kalla sæbjúgu gjarn­ an „ginseng hafsins“ og til eru sagnir um notkun sæbjúgna þar fyrir meira en þúsund árum. Arctic Star sæ­ bjúgnahylkin inni­ halda yfir fimmtíu tegundir af nær­ ingarefnum sem geta haft já­ kvæð áhrif á lífeðlisfræði­ lega starfsemi mannslíkam­ ans, til dæmis er mikið kolla­ gen í þei m en það er eitt hel s t a upp ­ byggingarpró­ tein líkamans. finnur Mikinn Mun á sér Á síðust u á r um hefur A rct ic Sta r sérhæft sig í þróun á fæðu­ bótarefnum, svo sem fram­ leiðslu, markaðssetningu og sölu á hágæða sæbjúgnahylkjum. Hylkin eru framleidd úr íslensk­ um, hágæða, villtum sæbjúgum sem eru veidd í Atlants­ hafinu við strend­ ur Íslands. Magn­ ús Friðbergsson, verkefnastjóri hjá Landspítala, hefur tekið sæ­ bjúgnahylk­ in frá Arc­ tic Star und­ anfarin tvö á r. „Vi nu r minn kynnti mig fyrir sæ­ bjúgnahylkj­ u n u m o g þar sem ég hafði lengi verið slæm­ ur í hnjám, með liðverki og lítið getað b e i t t m é r ákvað ég að prófa. Tveim­ ur til þremur vikum seinna fann ég mik­ inn mun. Nú hef ég tekið sæbjúgnahylkin í tvö ár og fer allra minna ferða án óþæginda. Það er algjör bylting frá því sem áður var. Nú get ég gert hluti eins og að fara í lang­ ar gönguferðir, sem ég gat varla gert áður. Að minnsta kosti gerði ég það ekki með bros á vör og það tók mig langan tíma að jafna mig eftir álag,“ útskýrir Magnús. Magnús, sem er 65 ára gamall í dag, hafði fengið að heyra frá lækni að mikið slit væri í hnjám hans og ekki væri von á að það gengi til baka. „Hann sagði mér að kíkja á fæðingardaginn minn og að ég gæti ekki búist við að fara aftur í tíma. Mér fannst vont að heyra þetta og var því til­ búinn að prófa ýmislegt sem gæti mögulega lagað þetta. Sæbjúgna­ hylkin frá Arctic Star virka mjög vel á mig og ég mæli með að fólk prófi þau. sæbjúgnaHylkin eru bylting ARCTIC STAR KYNNIR Magnús Friðbergsson mælir heilshugar með sæbjúgnahylkjum frá Arctic Star en hann finnur mikinn mun á sér eftir að hann fór að nota þau. Sæbjúgu innihalda fimmtíu tegundir af næringarefnum. sæbjúgu eru Þekkt fyrir l Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald l Að minnka verki í liðum og liða­ mótum l Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda l Að bæta ónæmiskerfið l Að auka blóðflæði l Að koma í veg fyrir æðakölkun l Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlíns HEILSUBÓT Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsubótarfæði og notuð til bóta við hinum ýmsu meinum. Fólk sem ólst upp við þessa tónlist þreytist ekki á að hlusta á hana og njóta hennar. Það sem heillar mest eru bara sterk lög og svo þessi mikli kraftur og flotta sviðsframkoma sem margar af þessum hljóm- sveitum notuðu hreinlega sem sín vörumerki. Bjarni Ólafur Guðmundsson Það er algjör bylting frá því sem áður var. Nú get ég gert hluti eins og að fara í langar gönguferðir, sem ég gat varla gert áður. Magnús Friðbergsson MIKLU BETRI Magnús er betri í hnjám og finnur minna fyrir liðverkjum eftir að hann fór að taka sæbjúgna hylkin. MYND/GVA 1 6 . m a r s 2 0 1 6 m I Ð V I K U D a G U r2 F ó l K ∙ K y n n I n G a r b l a Ð ∙ V I Ð b U r Ð I r 1 6 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 C 7 -E 0 A 0 1 8 C 7 -D F 6 4 1 8 C 7 -D E 2 8 1 8 C 7 -D C E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.