Fréttablaðið - 16.03.2016, Blaðsíða 30
Risastór bátasýning í Hollandi
Guðlaugur Þór
Þórðarson
alþingismaður
Bankamál
Sumir fréttaskýrendur líta svo á
að fjármálamarkaðir séu drifnir
áfram af græðgi, ótta og rökleysu.
Ég, hins vegar, held að markaðir
almennt segi okkur mikið um það
við hverju megi búast af þjóðhag-
fræðilegri þróun í framtíðinni.
Með öðrum orðum þarf maður
að hafa nokkuð yfirdrifið sjálfsálit
til að halda að maður hafi betri
spádómsgáfu en „viska fjöldans“ í
formi fjármálamarkaðanna.
Og einmitt núna eru markað-
irnir – sérstaklega skuldabréfa-
markaðirnir – að segja okkur að
hafa meiri áhyggjur af hættunni á
samdrætti í bandaríska hagkerfinu
næsta árið.
Sögulega hefur munurinn á
ávöxtun skuldabréfa til 10 ára og
til tveggja ára – svokallaður ávöxt-
unarferill – verið mjög áreiðanleg
vísbending um hættuna á sam-
drætti í Bandaríkjunum.
Síðan 1980 hafa fimm efnahags-
lægðir gengið yfir í Bandaríkjunum
– 1980, 1981, 1990, 2001 og 2008 –
og í öll skiptin varaði ávöxtunarfer-
illinn við því sex til tólf mánuðum
fyrr að samdráttur væri á næsta
leiti. Síðan 1980 hefur í hvert skipti
sem tíu ára skuldabréfaávöxtun
hefur fallið niður fyrir tveggja ára
skuldabréfaávöxtun orðið sam-
dráttur innan árs eftir að markað-
irnir gáfu það til kynna.
Við erum enn nokkuð frá því að
hafa neikvæðan ávöxtunarferil í
Bandaríkjunum, en síðan Seðla-
banki Bandaríkjanna, undir for-
ystu Janet Yellen, byrjaði snemma
árs 2014 að ýja að vaxtahækkun-
um hefur tíu ára ávöxtun lækkað
miðað við tveggja ára ávöxtun.
Þetta er ekki enn orðið merki um
að það verði samdráttur, en þetta
er engu að síður merki um að
bandaríska hagkerfið sé að hægja
á sér, sem hugsanlega gæti leitt til
samdráttar.
Áhrifin af hertum peninga-
markaðsskilyrðum í Bandaríkj-
unum hafa einnig verið sýnileg
í því að verðbólguvæntingar
hafa lækkað mikið síðasta árið
eða svo, og að því gefnu að nafn-
virði launahækkana hefur verið
stöðugt sjáum við nú raungildi
launahækkana aukast. Þetta er
ekki merki um ofhitnun á banda-
rískum vinnumarkaði, heldur er
þetta afleiðing þess að „herskárri“
afstaða Seðlabankans hefur þrýst
verðbólguvæntingum niður, sem
eðli sínu samkvæmt veldur því að
rauntekjur aukast. Afleiðing þessa
er yfirleitt sú að atvinnuleysi í
Bandaríkjunum eykst.
Er þetta þá nóg til að álykta að
það stefni í efnahagssamdrátt í
Bandaríkjunum? Nei, ekki enn
– við verðum að muna að ávöxt-
unarferillinn er þrátt fyrir allt enn
jákvæður og að þótt rauntekjur
hafi hækkað er það varla afdrifa-
ríkt, en hins vegar væri heimsku-
legt að hunsa hættuna á að banda-
ríska hagkerfið hægi á sér.
Spurningin er hvort Janet Yellen
viðurkennir þessar hættur, eða
hvort hún heldur áfram að stað-
hæfa að aðalhættan sé að verð-
bólga í Bandaríkjunum aukist.
Það er því kannski tímabært að
minna okkur á orð þýsk-banda-
ríska hagfræðingsins Rüdigers
Dornbusch: „Enginn bati eftir stríð
hefur dáið á sóttarsæng úr elli –
Seðlabankinn hefur myrt þá alla.“
Samdráttur í Bandaríkjunum?
Lars Christensen
alþjóðahagfræðingur
Áskoranir atvinnulífsins í öryggis-
málum var yfirskrift forvarnaráð-
stefnu Vinnueftirlitsins og VÍS sem
ég sat fyrir skemmstu. Þegar ég leit
yfir troðfullan sal af stærri gerðinni,
fylltist ég öryggiskennd og hugsaði
með mér að nú væri þetta loksins
að koma. Margt hefur áunnist í
öryggismálum en þó virðist okkur
Íslendingum enn vera of tamt að
gefa afslátt af öryggisreglum, ekki síst
þegar mikið liggur við. Ástæður þess
eru rannsóknarefni, en mögulega
hefur baráttan við óblíð náttúruöfl í
landi elds og ísa mótað okkur. Hefðin
í samfélaginu er að bretta upp ermar
og redda hlutunum í snarhasti, hver
með sínu nefi. Kapp er kostur! Þetta
styðja niðurstöður rannsóknar um
orsakir vinnuslysa. Þar kom fram
að stjórnendur töldu helstu ástæður
vinnuslysa vera þær, að starfsmenn
væru að stytta sér leið, að ekki væri
farið eftir settum reglum og kæru-
leysi.
Tölur sýna að þegar hagsveiflan er
upp á við fjölgar vinnuslysum og eru
ástæður meðal annars aukið kapp
og fleira óþjálfað starfsfólk við störf.
Fátt er fyrirtækjum dýrara en einmitt
óunnir vinnudagar af völdum vinnu-
slysa sem hægt hefði verið að fyrir-
byggja með skýrum vinnuferlum og
öryggisþjálfun. Staðreyndin er nefni-
lega sú að slysin gera yfirleitt boð á
undan sér!
Það er mikilvægt að greina hættur í
umhverfinu til að fyrirbyggja óhöpp,
enda hefur það keðjuverkandi áhrif
ef rekstur stöðvast. Öryggismenn-
ing þarf að vera hluti af fyrirtækja-
menningunni og þurfa stjórnendur
að draga vagninn til að það takist.
Stefnur fyrirtækja um öryggi og
velferð eru nefnilega ekki settar til
skrauts heldur til að tryggja öryggi
starfsmanna og rekstur fyrirtækisins.
Það er bein fylgni á milli rekstrar-
árangurs og öryggis í vinnuumhverfi.
Beinn sparnaður felst meðal annars
í færri fjarvistardögum og minni
kostnaði vegna miska. Óbeinn ávinn-
ingur felst í aukinni framleiðni vegna
einfaldari og öruggari vinnuferla,
meiri starfsánægju og minni starfs-
mannaveltu.
Jákvæðu fréttirnar fyrir íslenskt
atvinnulíf eru þær að vaxandi vit-
und er meðal fyrirtækja og opin-
berra aðila á Íslandi um mikilvægi
öryggismála. Fleiri stjórnendur hafa
áttað sig á ábyrgð sinni og mikilvægi
þess að fá starfsmenn til liðs við sig
til að tryggja órofinn rekstur og að
allir skili sér heilir heim að vinnu-
degi loknum.
Afslættir veittir af öryggi starfsmanna á uppgangstíma í þjóðfélaginu
Herdís
Sigurjónsdóttir
framkvæmdastjóri
Viðbragð – ráðgjöf
og greining
Hin hliðin
Spurningin er hvort
Janet Yellen viður-
kennir þessar hættur, eða
hvort hún heldur áfram að
staðhæfa að aðalhættan sé að
verðbólga í Bandaríkjunum
aukist.
Lars Christensen alþjóðahagfræðingur
Bátasýningin í Amsterdam hefst í RAI ráðstefnuhöllinni í Amsterdam í dag. Á mánudag var unnið hörðum höndum við að undirbúa sýninguna.
Sýningin, sem er stærsta sýning fyrir vatnaíþróttir í Hollandi, stendur yfir frá 16. til 20. mars. Fréttablaðið/EPa
Það þarf ekki að fara mörgum orðum
um sölu Landsbankans – ríkisbank-
ans á Borgun. Bankinn ákvað að selja
hlut sinn í lokuðu ferli í stað opins
eins og eðlilegast hefði verið að gera.
Rök stjórnenda ríkisbankans fyrir
verklaginu eru ófullnægjandi að mati
Bankasýslunnar – halda ekki vatni
eins og einhver sagði.
Framganga ríkisbankans hefur
sannfært mig um nauðsyn þess að
setja í lög eða reglur að öll fyrirtæki,
allar eignir ríkisins, ríkisstofnana og
ríkisfyrirtækja skuli selja fyrir opnum
tjöldum þar sem allir standa jafnfætis.
Vissulega geta komið upp aðstæður
þar sem það er réttlætanlegt að beita
öðrum aðferðum, en það er undan-
tekning, ekki meginregla.
Fyrir undirritaðan er Borgunar-
salan því miður endurtekið efni – déjà
vu. Árið 2010 fór ríkisbankinn fram
með svipuðum hætti þegar hann seldi
Vestia-fyrirtækin.
Bankasýslan fer með eignarhlut
ríkisins í ríkisbankanum og í lögum
segir meðal annars: „Bankasýsla ríkis-
ins fer með eignarhluti ríkisins í fjár-
málafyrirtækjum, í samræmi við lög,
góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti
og eigendastefnu ríkisins á hverjum
tíma …“
Þar segir líka að tryggja beri
gagnsæi í allri ákvarðanatöku varð-
andi þátttöku ríkisins í fjármálastarf-
semi og að tryggja eigi virka upplýs-
ingamiðlun til almennings.
Bankasýslan á einnig að hafa eftirlit
með eigendastefnu. Í eigendastefnu
segir: „Fjármálafyrirtæki skulu koma
sér upp innri verkferlum um lykil-
þætti í starfsemi sinni, svo sem endur-
skipulagningu skuldsettra fyrirtækja,
úrlausn skuldavanda einstaklinga,
sölu eigna o.fl. Mikilvægt er að slíkir
ferlar séu skilvirkir og gagnsæir og
birtir á heimasíðum fyrirtækjanna.“
Skýrara verður það ekki en hvernig
er framkvæmdin á sölu fyrirtækja í
eigu bankans? Í bréfi Landsbankans
til Bankasýslunnar vegna Borgunar-
málsins er upplýst að opið söluferli
er ekki regla þegar fyrirtæki í eigu
bankans eru seld.
Spurningin sem kemur upp í
huga flestra er hvernig getur þetta
gerst? Hvar er eftirlitið? Svarið er
að við erum með mikið eftirlit og
í hlut á ríkis banki. Við erum með
eitt umfangsmesta fjármálaeftir-
lit á byggðu bóli, sérstaka stofnun
um eignarhlut ríkisins og markaða
eigendastefnu ríkisins. Strangar
reglur um fjármálafyrirtæki, sérstök
próf fyrir þá einstaklinga sem sitja í
bankaráðum, sérstök valnefnd velur
ráðsmenn þannig að stjórnmála-
menn koma hvergi nærri.
Og af hverju er þá svona erfitt að
fara eftir lögum og eðlilegum verk-
lagsreglum? Af hverju er ekki selt í
opnu ferli og tryggt að allir sitji við
sama borð?
Mér hefur gengið illa að fá svör við
þessum spurningum. Déjà vu!
Déjà vu
í ríkisbanka
1 6 . m a r s 2 0 1 6 m I Ð V I K U D a G U r10 markaðurinn
1
6
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
C
8
-0
D
1
0
1
8
C
8
-0
B
D
4
1
8
C
8
-0
A
9
8
1
8
C
8
-0
9
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K