Fréttablaðið - 16.03.2016, Síða 34
„Ég er spenntur fyrir þessu nýja starfi en
aðallega þó upp með mér yfir að UNICEF
skyldi hafa samband við mig“ segir Ævar
Þór Benediktsson,“ vel þekktur sem Ævar
vísindamaður sem verður talsmaður
UNICEF-hreyfingarinnar í ár. Hann
ætlar að hjálpa til við að fræða börn um
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og
auka skilning þeirra á því hvernig réttindi
barna hafa tengingu við daglegt líf þeirra.
Ævar kveðst ekkert endilega hafa verið
á lausu en ákveðið að búa til tíma fyrir
þetta verkefni. „Ég er aðallega að skrifa
bækur og gera útvarps- og sjónvarpsþætti
og finn bara auka klukkutíma til að geta
lagt þessu málefni lið. UNICEF-hreyfing-
in skiptir miklu máli og þá bara forgangs-
raðar maður,“ segir hann ákveðinn. „Ég
er búinn að vera á nokkrum undirbún-
ingsfundum með starfsfólki UNICEF. Við
erum með alls konar hugmyndir í gangi
til að finna út hvernig ég nýtist sem best
og svo fer boltinn hratt af stað þegar við
byrjum.“
Í ár verður sérstök áhersla lögð á Sýr-
land og Ævar ætlar að miðla til barnanna
ýmsum staðreyndum um Sýrland, stríðið
og áhrif þess á börn. Þegar hann hefst
handa kveðst hann nálgast verkefnið
eins og þegar hann er að vinna þættina
sína. „Ég byrja á að safna upplýsingum
og skoða hvað skiptir máli, hvað verður
að koma fram og hvernig ég get matreitt
það þannig að það veki athygli og skilji
eitthvað eftir í huga fólks.“
En ætlar hann að fara út á mörkina
eða bara nota miðlana? „Ég mun nýta
allt sem ég get og örugglega leika mér
eitthvað með miðlana, þannig náum
við flestum.“ Spurður hvort hann verði
nokkuð sendur til Sýrlands svarar Ævar:
„Sú hugmynd hefur ekki komið upp. En
það fylgir þessu verkefni að kafa ofan í
málefni þess heimshluta því ef ég ætla að
fræða fólk verð ég að vita eitthvað sjálfur
og mér er ljúft og skylt að gera mitt besta
í þeim efnum.“ gun@frettabladid.is
Verð að vita eitthvað sjálfur
Ævar Þór Benediktsson vísindamaður er vel þekktur fyrir að geta miðlað flóknum hlut-
um til barna á upplýsandi hátt. Hann verður fyrsti talsmaður UNICEF-hreyfingarinnar.
„Ég byrja á að safna upplýsingum og skoða
hvað skiptir máli, hvað verður að koma
fram og hvernig ég get matreitt það þannig
að það veki athygli og skilji eitthvað eftir í
huga fólks,“ segir Ævar Þór.
FrÉttablaðið/SteFán
Vegna stærðar blaðsins á morgun, fimmtudag,
verður Fréttablaðið prentað í tvennu lagi.
Frestur til að skila inn dánarauglýsingum í
fimmtudagsblaðið færist því fram til kl. 13.30.
Elskulegi faðir okkar,
tengdapabbi, afi og langafi,
Valentínus Guðmundsson
Hrafnistu, Boðaþingi 5-7,
Kópavogi,
sem lést þriðjudaginn 1. mars, verður
jarðsunginn frá Digraneskirkju föstudaginn
18. mars kl. 13.00. Innilegar þakkir til starfsfólks Hrafnistu
í Boðaþingi fyrir einstaka alúð og umönnun.
Katrín Valentínusdóttir Ólafur Magnússon
Hrönn Valentínusdóttir Guðjón Ágústsson
Ingibjörg Valentínusd. Darrel John Brittain
Hafþór Valentínusson Jude Respondo Valentinusson
Valþór Valentínusson Aðalheiður Björgvinsdóttir
Garðar Valentínusson Sarah Valentinusson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sigríður Karlsdóttir
áður Sunnubraut 3, Vík í Mýrdal,
lést á hjúkrunarheimilinu Hjallatúni,
Vík í Mýrdal, mánudaginn 14. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Oddný Runólfsdóttir
Karl Runólfsson Lára Jóna Jónasdóttir
Sæmundur Runólfsson Kristín Svavarsdóttir
Runólfur Þór Runólfsson Guðjóna Eygló Friðriksdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Þökkum auðsýnda samúð og hlýju við
andlát og útför móður okkar,
Ástríðar Ingvarsdóttur
Brúnavegi 9,
áður Ásholti 2, Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
deildar H1 Hrafnistu Reykjavík fyrir
einstaklega góða umönnun.
Ingibjörg og Ragnheiður Kristjánsdætur
og fjölskyldur.
Ástkær frænka okkar,
Ása Sigurðardóttir
frá Hjalla í Ölfusi,
áður til heimilis að Háteigsvegi 40,
Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum 11. mars
síðastliðinn. Hún verður jarðsungin
frá Háteigskirkju föstudaginn 18. mars kl. 13.00.
Systkinabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Erla Gestsdóttir
lést þann 5. mars síðastliðinn.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Skarphéðinn Njálsson
Gestur Skarphéðinsson Fanney Ásgeirsdóttir
Guðrún Signý Gestsdóttir Guðjón Máni Ívarsson
Erla Gestsdóttir Helga Magnea Gestsdóttir
Hjartans þakkir til allra þeirra
sem sýndu okkur hlýhug, vináttu
og samúð við andlát og útför okkar
ástkæru móður, tengdamóður, ömmu
og systur,
Pálínu Ernu Ólafsdóttur
Munum þá sem gleyma.
Halla Dröfn Þorsteinsdóttir Sigurjón Þ. Guðmundsson
Ásta Ingibjörg Þorsteinsdóttir Róbert Grímur Grímsson
Sigurður Óli Þorsteinsson Monika Radowska
Erna, Grímur, Grettir, Ísak, Nína, Hilmir, Huginn
og systkini hinnar látnu.
Laufey Heiðbjört
Helgadóttir
frá Grímsstöðum við Mývatn
andaðist í Brákarhlíð í Borgarnesi
föstudaginn 11. mars. Útförin fer fram
frá Borgarneskirkju miðvikudaginn
23. mars kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Ella og Dísa Steingrímsdætur
og Kristinn Eldjárnsson
Herborg Aðalbjörg
Herbjörnsdóttir
( Ebba)
Vættagili 11, Akureyri,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð 11. mars sl.
Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju
föstudaginn 18. mars kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir. Látum minninguna lifa
hjá líknarfélögum.
Jakob Kárason
Björn Halldór Sveinsson Kristín Hrönn Hafþórsdóttir
Birgir Örn Sveinsson Svala Jóhannsdóttir
og ömmubörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Margrét Jónsdóttir
Gullengi 5,
lést á líknardeild Landspítalans
í Kópavogi 8. mars. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir
til starfsfólks lungnadeildar A6 á Borgarspítala og
líknardeildarinnar í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og
alúð. Samheldinni fjölskyldu er þakkað fyrir ómetanlega
aðstoð á erfiðum tíma.
Sigurjón Einarsson
Jóna Björk Sigurjónsdóttir Kristín Jóhanna Úlfarsdóttir
Einar Sigurjónsson Halldóra Inga Ingileifsdóttir
Linda Sigurjónsdóttir Heiðar Örn Kristjánsson
barnabörn, barnabarnabarn og aðrir ættingjar.
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir og vinur,
Gunnar Magnússon
skipstjóri,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir
sunnudaginn 13. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Baldur Gunnarsson Edda Karen Haraldsd.
Guðrún S. Gunnarsdóttir Hilmar Sigvaldason
Gunnhildur Ó. Gunnarsdóttir Guðmundur Arnaldsson
Magnús B. Gunnarsson
Stefanía S. Gunnarsdóttir Kristján J. Ágústsson
Gunnar M. Gunnarsson Guðrún H. Eiríksdóttir
Marta K. Halldórsdóttir
Pétur S. Gunnarsson Aðalheiður Pálmadóttir
Svanhildur Snæbjörnsdóttir
og fjölskyldur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðrún Helga
Sigurðardóttir
áður húsmóðir að Foss-seli,
Hrútafirði og Hlíðarvegi 17,
Hvammstanga,
andaðist laugardaginn 5. mars á hjúkrunarheimilinu
Sóltúni í Reykjavík. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 18. mars kl. 13.00.
Ragnheiður E. Jónsdóttir Þorvaldur Örn Árnason
Kristrún Ólöf Þorsteinsdóttir
barnabörn og fjölskyldur.
Okkar ástkæra
Fanney Halldórsdóttir
frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi
lést þann 8. mars á hjúkrunar-
heimilinu Eir. Útför hennar fer fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
miðvikudaginn 16. mars, kl. 11.00.
Ísleifur Vilhjálmsson
Elsa Dóra Grétarsdóttir Birgir Ottósson
Sigþór Grétarsson Anita Henriksen
Jón Þór Grímsson Sigurlaug Guðmundsdóttir
Inga Lára Ísleifsdóttir Karl V. Brandsson
Bjarney Katrín Ísleifsdóttir Halldór Guðmundsson
Ágústa Karla Ísleifsdóttir
Ægir Ísleifsson Sara Heimisdóttir
Jökull Ísleifsson
barnabörn og barnabarnabörn.
1 6 . m a r s 2 0 1 6 m I Ð V I K U D a G U r18 t í m a m ó t ∙ F r É t t a B L a Ð I Ð
tímamót
1
6
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
C
7
-F
4
6
0
1
8
C
7
-F
3
2
4
1
8
C
7
-F
1
E
8
1
8
C
7
-F
0
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K