Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Qupperneq 9
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 9 Finnski moröinginn í sambandi við nema í Bandaríkjunum: Columbine sameig- inlegt áhugamál í ljós hefur komið að Finninn Pekka-Eric Auvinen, sem framdi fjöldamorðin í Jokela-skólanum í Tuusulu í Finnlandi í síðustu viku, hafði verið í sambandi við nemanda í Bandaríkjunum sem hafði skipu- lagt svipað ódæði í Fíladelfíu í síð- asta mánuði. Lögfræðingur banda- ríska drengsins staðfesti þetta síðastliðinn mánudag. Rannsóknarlögreglan í Finnlandi sá fljótlega líkindin milli myndskeiðsins sem Auvinen hafði sett á vefsíðu YouTube fyrir fjöldamorðin og þess sem Cho Seung-hui, fjöldamorðinginn í tækniháskólanum í Virginíu, hafði tekið upp. Pekka-Eric Auvinen og bandaríski nemandinn, Dillon Cossey, 14 ára, höfðu spjallað á netinu og eitt af umræðuefnunum var hin alræmdu fjöldamorð í Columbine-skólanum í Kólóradó árið 1999, en þá féllu þrettán nemendur fyrir hendi tveggja nemenda. Þessar upplýsingar hafa vakið spurningu um hvort banda- ríska lögreglan hefði getað varað finnska starfsbræður sína við um yfirvofandi ódæði Pekka, því Cossey var handtekinn í október. Reyndi að ráða félaga Dillon Cossey ætlaði sér að fremja fjöldamorð í Plymouth Whitemarsh- skólanum í Pennsylvaníu, en upp Perttu-skólinn íTuusula í Finnlandi fjöldamorð í gær. komst um áform hans þegar drengur sem hann reyndi að fá til félags við sig, sagði til hans. Á heimili Cossey fundust vopn og myndbönd um Columbine-fjöldamorðin. Lögfræð- ingur Cosseys, David Farrell, sagði að Cossey og Auvinen hefðu rætt tölvuleiki og deilt myndböndum af þeim sjálfum, en augljóst hafi verið Lögreglumenn á vakt í kjölfar hótunar um að Columbine hafi verið helsta sameiginlega áhugamálið. Móðir Cosseys, Michele, hefur einnig verið ákærð. Hún er sökuð um að hafa hjálpað honum að koma sér upp vopnasafni og ákærð fyrir að hafa keypt með ólöglegum hætti riffil með leysisjónauka og .22 kalíbera skammbyssu fyrir son sinn. Flóð og aurskriður ekki það eina sem hrjáir íbúa flóðasvæða: Herinn eltistvið krókódíla Flóð og hvirfilbyljir hafa herjað á norður- og miðhluta Víetnam síðan snemma í október og kostað tvö hundruð og ellefu manns lífið. Þorpsbúar á flóðasvæðunum þurfa ekki aðeins að glíma við flóð og aurskriður af völdum úrhellisrigninga. Að þeim steðjar ný og ólík hætta því allt að fimm þúsund krókódílar flýðu af býli um helgina og leika nú lausum hala á svæðinu. Vatnsflaumurinn reif með sér girðingar á krókódílabýlinu með þeim afleiðingum að krókódílarnir gám hindrunarlítið dreift sér um nágrennið sem er meira og minna undir vami. Vo Lam Phi, ríkisstjóri í Khanh Hoa-héraði, sendi út viðvörun til þorpsbúa þar sem þeir voru hvattir Flóðin í Víetnam Krókódlll fangaður til að verða skilað til síns heima. til að vera á varðbergi og tilkynna yfirvöldum tafarlaust ef vart yrði ferða krókódílanna. Herinn settur í málið Yfirvöld hafa enn ekki getað staðfest hve margir krókódílar af býlinu hafa flúið, en þau taka enga áhættu. Hermenn, þjóðvarðlið og skógarverðir voru kallaðir út til höfuðs skriðdýrunum og leita þeirra nú vopnaðir hríðskotarifflum. Að sögn talsmanns hersins hafði hon- um tekist að koma fyrir kattarnef ellefu dýrum þar sem þeir stefndu ótrauðir að nálægum þorpum eftir að hafa skriðið upp árbakka. En betur má ef duga skal því margir krókódílar frá þessu rílds- rekna býli leika enn lausum haia, því þeim tókst að komast að nálægri á sem rennur í gegnum nokkur þorp. Krókódílar eru ræktaðir vegna húðarinnar og magurs kjöts sem á miklum vinsældum að fagna í veitingahúsum í Hanoi. Níutíu sjálfsmorð á dag Japönsk stjómvöld hvetja nú þjóðina til að endurskoða viðhorf til sjálfs- morða í viðleitni til að uppræta alda- langa hefð og samfélagslegan þrýsting vegna þeirra. Að mati stjórnvalda er kominn tími til að hætta að upphefja sjálfsmorð sem „virðingarverða leið út". Um m'utíu manns fremja sjálfsmorð á dag í Japan og yfirvöld telja að þau beri að skoða sem afleiðingu örvinglunar og jafnvel eitthvað sem hægt væri að koma í veg fýrir. Þvingaðar til sjálfsmorðs Sjálfsmorðum tyrkneskra kvenna hefur fjölgað gífurlega síðan yfirvöld þar í land hertu refsingar vegna heiðursdrápa. Talið er fullvíst að ungar konur séu nú þvingaðar til sjálfsmorðs til að koma í veg fyrir að hægt sé að sækja einhvern til saka. Ástandið er sérstaklega slæmt í suðausturhluta landsins og hafa kvennastofnanir tilkynnt um hundruð sjálfsmorða þar um slóðir. Þó er talið að fjöldinn sé mun meiri, en þeir sem hlut eigi að máli haldi hlífiskildi hver yfir öðrum. Birkiaska Umboðs- og söluaöili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.