Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 Umræða DV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: ReynirTraustason og Sigurjón M. Egilsson ébm. FULLTRÚIRITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viötöl blaösins eru hljóörituö. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSlMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40. SANDKORN ■ Spenna ríkir vegna óútkominnar lífssögu Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknar- flokksins, semvæntan- leg er á næstunni. Vonast er til að Guðni geri þar upp við Halldór Ásgríinsson fyrrverandi formann en samband þeirra var á köflum stormasamt. Einnig er þess vænst að Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Guðna, fái sinn skammt. En víst er að Guðni mun fara mjúkum höndum um Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, en þeirra á milli ríkir góður vinskapur. ■ Misjöfnviðbrögðhafa orðið við þjóðargjöf Björgólfs Guðmunds- sonar sem á móti Rík- isútvarp- inu hefur ákveðið að leggja fram krónu á móti krónu í leiknar kvikmyndir sem yrðu sýndar á RÚV. Andmælendur þessa fyrirkomulags benda á að þarna sé ríkisfyrirtæki í samkrulli við einkaaðila sem meðal annars stendur að rekstri Árvakurs, útgefanda Moggans og 24 stunda. Páll Magnússon útvarpsstjóri mætti í Kastíjós til að svara fyrir samninginn og það vakti mikla athygli hve óvæginn undirmaður hans Siginar Guðmundsson var í spurningum sínum. ■ Samningur Björgólfs Guðmunds- sonar færir Þórhalli Gunnars- syni dag- skrárstjóra meiri völd yfir íslenskri sjónvarps- myndagerð en áður hafa sést hér á landi. Víst er að Þórhallur þarf virkilega að taka á allri sinni sanngirni til að forðast þær gryfjur sem því fylgja að vera nánast einvaldur á þessu sviði. En það kann einnig að fara svo að samningurinn verði dæmdur ólögmætur og kaleikurinn tekinn frá dagskrárstjóranum. ■ Skartgripahönnuðurinn og fyrirsætan Brynja Sverris hefur ákveðið að fyrirgefa húð- flúraranum Fjölni Bragasyni og sjónvarpskokldnum Jóa Fel fyrir að hafa flúrað munstur af friðararmbandi sem hún hannaði á upphandlegg þess síðarnefnda. Frá þessu segir á mannlif.is. Brynja brást illa við því að hönnun hennar var færð á líkama kokksins og um tíma leit út fyrir að í hart stefndi. Brynja mun hafa komist að þeirri niðurstöðu að fyrirgefa eftir íhugun í Dómkirkjunni. Við biðjumst vægðar LEIÐARI SIGURJÓN M. EGILSSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Eigendur audsins og þjánarþeirra liafa gengid of langt. Hinn venjulegi fslendingur biðst vægðar. Ekki er lengur unandi við að skuldir heimilanna stórhækki við það eitt að olíuverð á heimsmarkaði stighækki. Ekki er lengur unandi við að skuldir okkar hækki vegna þess óróa sem er á fasteignamarkaði. Hér viðgengst svívirðileg tilfærsla á peningum, frá fólkinu til bankanna, með velþóknun stjórnvalda. Þetta hefur verið látið viðgangast allt of lengi. Nú er nóg komið. Við höfúm engin áhrif á heimsmarkaðsverð á olíu og það er ekki okkur að kenna hvað hefur gerst á fasteignamarkaði. Þið, stjórnmálamennirnir, berið ábyrgðina og það er ykkar að aflétta nauðunginni af okkur. Við biðjumst vægðar. ísland er meðal fárra þjóða innan OECD sem reiknar fasteignaverð í vísitöluna af svo miklu afli. Flestar þjóðir innan OECD miða við leiguverð til að meta fasteignaþáttinn í vísitöluna. Þeirra á meðal eru Bandaríkin, Danmörk og Noregur. Svo eru aðrar þjóðir sem styðjast ekkert við fasteignaverð. Það er til að mynda gert við útreikninga á samræmdri vísitölu Evrópusambandsins. Uppi er ákall til þeirra sem ráða um að leggja af fantaskapinn, líta niður til fólksins og reyna að skilja að það er komið nóg. Eigendur auðsins ogþjónarþeirrahafagengið oflangt. Þjóðin er upplýst oghún veit hvað býðst í öðrum löndum. Svo kann að fara að almenningur leiti til annarra landa með viðskipti sín verði ekki gerð breyting. Gengisáhætta kann að vera nokkur, en hún verður sennilega aldrei meiri en sú þröng sem við búum við hér. Við íslendingar erum leiðir á okrinu, við erum leiðir á að vera þrælar ráðamanna og peningamanna. Okkur er gert að borga heimsins hæstu vexti, borga hæsta matarverðið. Allt vegna þess að hagsmunir fárra eru teknir fram yflr hagsmuni fjöldans. Víðsýni fólks eykst og nú er svo komið að við getum fylgst með því sem er að gerast í öðrum löndum. Með kjörum fólks og afkomu. Það er komið nóg af ofbeldi. Rökin um að afnám eða breyting á verðtryggingunni leiki lífeyrissjóðina illa eru haldlítil. Hlutir þeirra í verðtryggðum údánum er ekki mikill og til að halda þeim lánum með bæði háum vöxtum og verðtryggingu er fórnarkostnaðurinn bara allt of hár. Það er ekki sama hvernig við tryggjum okkur ágætan lífeyri að loknum vinnudegi. Með verðtryggingunni borgum við húsnæðislánin okkar margfalt til baka, og mun oftar en fólk gerir í öðrum löndum. Það eru meiri hagsmunir fyrir minni að afnema eða breyta verðtryggingunni og færa nær því sem annað fólk þarf að þola. Við biðjumst vægðar. GUÐÍB0ÐIBANKANS SVARTHÖFÐI Svarthöfði er þeirrar skoðunar að ekki megi múlbinda sig á eina stefnu í pólitík. Sveigjan- leikinn verður að vera til staðar án þess þó að einkaframtakið og hið opinbera beinlínis fallist í faðma. Þannig skilur Svarthöfði ekki al- mennilega sjálfstæðismennina í borgarstjórn sem vita ekki að það getur myndast mjög skemmtilegur efnasamruni þegar samstarf einka- aðila og opinberra verður. Skvettu- gangurinn út af Orkuveitunni og Geysi græna var óskiljanlegur þegar til þess er litið að þarna voru millj- arðar innan seilingar. ___ Auðjöfurinn Björgólfur Guð- mundsson er sjálfstæð- ismaður sömu gerðar og Svarthöfði. Hann er með það á hreinu að með því að leggja gullið sitt við það gull sem þjóðin á í Ríkisútvarp- inu myndast orkusveipur sem getur þeytt á loft grettistök- um. Þegar krónur hans og Ríkisút- varpsins mætast tii að styrkja íslenska kvikmyndagerð má búast við sprengingu. Vorið í íslenskri kvikmyndagerð er innan sjóndeildarhrings. Það er hreint aukaatriði að Ríkisútvarpið er á framfæri almennings og á sama tíma í samkeppnisrekstri. Menn verða að sjá skóginn fyrir trjánum og átta sig á því að það þarf að færa fórnir fyrir listina. Afturhaldsseggir sem hanga í lagakrókum hvað varðar eðli Ríkisútvarpsins ættu að skammast sín til að sjá ljósið. Ekk- ert á að vera heilagt þegar kemur að samvinnu einkaaðila og opin- berra, ja, nema kannski embætti ríkisskattstjóra. Kirkjan gætí til dæmis tekið sér þetta fyrirkomulag tíl fyr- irmyndar og heimilað veð- setningu guðshúsa og einkavæð- ingu þeirra. Það er ekki fráleitt að Landsbankinn gæti styrkt einstak- ar guðþjónustur með fjárframlagi gegn því að lógó bankans yrði sett á krossinn og prestur viðkom- andi guðþjónustu léti þess getíð að þessi guðþjónusta væri í boði Landsbankans. Þá mætti selja Kaupþingi örlítíð pláss á forsíðum sálmabóka fyrir einkenn- ismerki bankans. Jafnvel mættí hugsa sér að Þjóðkirkj- an gerði stóran samning um að tíl dæmis Landsbankinn fengi merki sitt ffaman á allar Biblíur. Það gætí verið límmiði. Jón Ásgeir, Hann- es Smárason eða Björgólfur væru hugsanlega tíl í slíkan risasamning sem myndi gjörsamlega bjarga fjár- hag kirkjunnar um langa fram- tíð. Svarthöfði sér fyrir sér Icelandair-merkið framan á Biblíunni. Svo gæti bisk- upinn gefið út tílskipun um að allar messur í land- inu hæfust á frasa á borð við: Guð er í boði Björgólfs. Þá loksins væri orðinn fullur samruni einkaframtaks, hins opin- bera og æðstu máttarvalda. „Það þarf að gera eitthvað og sérstaklega þurfum við að gripa til aðgerða á lánamarkaði." Sigurbjörg Pálsdóttir, 23 ára, háskólanemi „Sannarlega, verðið er allt of hátt og vextirnir eru allt of háir." Anna Víglundsdóttir, 79 ára, húsmóðir „Já, það þarf að gera það, ég tel að það verði hægt að lækka fasteignaverð." Hjálmar Stefánsson, 81 árs, húsasmiður „Ég myndi segja að það þyrfti að grípa til aðgerða og það er vel hægt að ná árangri ef við gerum eitthvað í þessum lánamálum." Bjarni Benediktsson, 23 ára, háskólanemi DÓMSTÓLL GÖTUIVNAR ÞARF AÐ GRÍPA TIL AÐGERÐA Á HÚSNÆÐISMARKAÐI?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.