Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007
Sport
ÍÞRÓTTAMOLAR
SCHUMACHER HEFUR ÞAÐ ENN
Michael Schumacher, sjöfaldur
heimsmeistari í Formúlu 1, gerði sér lítið
fyrir og náði besta
tímanum á æfingu
Ferrari-liðsins í
Barcelona í gær.
Schumacherer38
ára og hefur engar
fyriráætlanir um að
snúa aftur í
Formúlu l,ensagði
að hann hefði tekið
þátt í æfingunni að
hluta til vegna ánægjunnar og að hluta
til vegna tæknilegra ástæðna. Einn
þeirra sem viðstaddur voru æfinguna
var David Coulthard, ökumaður Red Bull
og elsti ökumaður Formúlu 1, og hann
sló á létta strengi.„Það lítur út fyrir að
hann sé hæfileikaríkur. Hann mun
komast í Formúlu 1," sagði Coulthard.
BUTTON HÓTAR AÐ HÆTTA
Breski ökuþórinn Jenson Button hefur
hótað að hætta hjá Honda á næsta ári
eftirað liðið náði
aðeins í sex stig á
síðastliðnu tímabili.
Button vann í
ungverska
kaþpakstrinum í
fyrra en síðan þá
hefur leið Honda
legiðniðurá við.
Button endaði með
sex stig á síðasta
tímabili og Rubens Barrichello, félagi
hans hjá Honda, fékk ekkert stig.„Bíllinn
var hræðilegur og ég hef einfaldlega
ekki áhuga á að keppa á þessum bfl
lengur. Ég man að eftir ungverska
kappaksturinn á þessu ári langaði mig
að lemja einhvern. Ég hafði unnið þann
kappakstur tólf mánuðum áður og að
þessu sinni sat ég f einhverju sem var
gjörsamlega óökuhæft," sagði Button.
ÚRSLITÍGÆR
EIMSKIPS-BIKAR KVENNA
Valur - Fram 29-23
MörkVals (víti): Eva Barna 9 (1),
Kristín Guðmundsdóttir 5, Dagný
Skúladóttir 4, Guðrún Drffa Hólm-
geirsdóttir 4, Katrín Andrésdóttir
3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Anna
Guðmundsdóttir 1, Nora Valovics 1.
Varin skot (víti): Berglind Hansdóttir
27 (2).
Mörk Fram (víti): Ásta Birna Gun-
narsdóttir 5, Sara Sigurðardóttir
4, Pavla Nevarilova 4, Anett Köbli
3, Stella Sigurðsdóttir 3, Sigurb-
jörg Jóhannsdóttir 2, Þórey Rósa
Stefánsdóttir 1, Guðrún Þóra
Hálfdánsdóttir 1.
Varin skot (víti): Kristina Kvedariene
19(2).
SPÆNSKI BIKARINN
Alcoyano - Barcelona 0-3
- Eiður Smári Guðjohnsen lék allan
leikinn í liði Barcelona og skoraði
annað mark liðsins úr vftaspyrnu á
89. mínútu.
ÍDAG
Enska úrvalsdeildin
Heimur úrvalsdeildarinnar
Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin
er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum.
Farið yfir öll mörkin og helstu atvikin í
leikjum siðustu umferðar í Coca Cola
deildinni.
Ensku mörkin
Ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla
þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik
umferðarinnar eru sýnd frá öllum
mögulegum sjónarhornum.
20:30 4 42
Þáttur sem er ekkert minna en bylting i
umfjöllun um enska boltann á islandi.
Enska úrvalsdeildin
daginn. Eva Barna fór mikinn í liði
þeirra og skoraði 9 mörk auk þess
sem Berglind Hansdóttir varði alls 27
skot. Kollegi hennar í Frammarkinu,
Kristina Kvedariene, stóð sig einnig
mjög vel og varði 19 bolta.
Ætlum okkur í Höllina
Ágúst Þór Jóhannesson var að
vonum sáttur við spilamennsku
sinna stúlkna í leikslok. „Við vorum
með frumkvæðið allan tímann og við
spiluðum mjög vel. Bæði 3-2-1 vörnin
og 6-0 vömin var góð og það gaf okkur
mikið. Eins fannst mér við vera með
fínar lausnir sóknarlega og við vorum
ekki í jafnmiklum vandræðum með
þær þar eins og í síðasta leik gegn
þeim í deildinni. Sá leikur sat í okkur
og við ætluðum að sjálfsögðu að bæta
íyrir þá frammistöðu. Það gerðum við
svo sannarlega og nú við ætlum okkur
að sjálfsögðu í Höllina," sagði Ágúst
Þór Jóhannesson að leik loknum.
Einar Jónsson, þjálfari Fram, taldi
sigurinn sanngjaman. „Þettavarmjög
erfitt og við eltum allan leikinn. Við
gerðum endalaust af tæknifeilum og
hentum boltanum of oft frá okkur. Svo
skipti miklu að þær gerðu 12-15 mörk
úr hraðaupphlaupum á meðan við
gerðum kannski 3. Við töpum þessu á
okkar eigin mistökum og okkur gekk
illa að finna lausnir á vamarleik í fyrri
hálfleik því fór sem fór," sagði Einar
Jónsson, þjálfari Fram.
VIÐAR GUÐJONSSON
blaðamaður skrifar: viclamciv.is
Valsstúlkur komust í undanúrslit
Eimskipsbikars kvenna með góðum
29-23 sigri á Fram. Berglind Hans-
dóttir markvörður Vals fór hamfömm
í leiknum og varði 27 skot sem eru
um 53 prósent skota sem komu á
markið. Góður leikur hennar auk
sterkrar varnar og hraðaupphlaupa
lagði grunninn að sigrinum.
Framstúlkur byrjuðu ákveðnar og
komust tveimur mörkum yfir strax í
upphafi en næsta mark þeirra kom
ekki fyrr en á 12. mínútu en þá voru
Valsstúlkur búnar að gera 4 mörk.
Góður varnarleikur Valsstúlkna
gerði Fram erfitt fyrir megnið af fyrri
hálfleik. í markinu stóð Berglind
Hansdóttir og varði hvert skotið á
fætur öðm. í fyrri hálfleik varði hún
alls 15 skot og þar af tvö vítaköst.
Eva Barna fór mikinn framan af leik
og skoraði 4 mörk í fyrri hálfleik og
athyglisvert var að Valur gerði 5 mörk
í fyrri hálfleik úr hraðaupphlaupum
en Fram gerði ekkert. Framstúlkur
leituðu mikið eftir Pövlu Nevarilovu
á línunni en Valsstúlkur voru þéttar á
miðjunni og lokuðu fyrir allt línuspil.
Sóknarleikur Vals var betri þó heilt
yfir hafi leikur liðanna einkennst af
mistökum í sókninni. í hálfleik leiddi
Valur með fjórum mörkum, 12-8.
Strax í upphafi síðari hálfleiks var
ljóst að Valsstúlkur ætluðu ekki að
láta deigan síga og komust í 6 marka
forystu.
Sjö sóknarmenn Fram
Hraðinn jókst eftir það og
Framstúlkur reyndu að hleypa
leiknum örlítið upp í von um að fá
fleiri opin færi þar sem lítið gekk
hjá þeim að komast í gegnum
sterka vörn Vals. Munurinn hélst
óbreyttur fram eftir hálfleiknum og
nokkrum sinnum náðu Framstúlkur
að minnka muninn niður í fjögur
mörk en þá tóku Valsstúlkur kipp
og náðu sex marka mun að nýju.
Þegar 6 mínútur lifðu leiks greip
Einar Jónsson, þjálfari Fram, til þess
bragðs að hafa 7 sóknarmenn gegn
6 varnarmönnum Vals auk mark-
varðar. Þetta herbragð virtist ætla að
virka í fyrstu og Framstúlkur náðu
að minnka muninn niður í 3 mörk
25-22. Þá var nóg komið að mati
Valsstúlkna. Þær kláruðu leikinn
með stæl og í lokin var munurinn sex
mörk 29-23.
Frá upphafi var ljóst að
Valsstúlkur ætluðu sér að hefna
ófaranna síðan úr Safamýrinni um
Leikmenn gagnrýna harðlega ítölsk stjórnvöld og forráðamenn knattspyrnunnar:
S0RGARDA6UR í ÍTALSKRI KNATTSPYRNU
Enn frekari vandræði Hætta þurfti leik Atalanta og Milan eftir átta mínútur eftir að
upp komst um fyrirhuguð ólæti meðal stuðningsmanna.
ítölsk knattspyma er í lamasessi
eftir dauða áhanganda í átökum sem
sköpuðust á milli stuðningsmanna
Lazio og Juventus fyrir leik liðanna
á sunnudag. í kjölfarið hefur verið
ákveðið að fresta öllum leikjum sem
áttu að fara ffarn um næstu helgi á
meðan tekið er á málunum.
Leikmenn hafa hver á fætur öðrum
lýst yfir áhyggjum af gangi mála. Marg-
ir hafa komið fram og þeir hafa opin-
berlega gagnrýnt stjómvöld á ítah'u og
forráðamenn ítalskrar knattspymu.
Kaka, leikmaður Milan, telur að
slík átök sem áttu sér stað á sunnudag
séu allt of algeng og ítölsk knattspyma
muni skaðast því leikmenn hugsi sig
tvisvar um áður en þeir fari þangað.
„ftölsk knattspyma er að tapa öllum
trúverðugleika. Það er mikilvægt að
grípa til aðgerða sem fyrst tfi þess að
spoma við þessari þróun. Lefiönenn í
heimsklassa viljaspila á Ítalíu en öllum
skandölunum, dauði lögreglumanns
og nú síðast stuðningsmanns, verður
að ljúka nú þegar, annars fara allir
bestu leikmennimir annað," sagði
Kaka.
Alberto Gillardino og Andrea Pirlo,
leikmenn Mfian, taka í sama streng en
leik þeirra við Atalanta var hætt eftir
8 mínútur um síðustu helgi eftir að
áhorfendur höfðu hótað uppþotum.
Þeir spyija sig hvort þessir hlutir
eigi aldrei eftir að breytast í ítalskri
knattspymu.
„Við erum gjörsamlega komnir að
endastöð. Við erum að niðurlotum
komnirogennánýemöUíþróttaleggildi
fokin út í veður og vind. Sömu aðstæður
koma upp aftur og aftur án þess að
komið sé í veg fýrir endurtekningu. Að
þurfa að yfirgefa völlinn á þennan hátt
er afar niðurdrepandi. Því lengri tími
sem h'ður án þess að eitthvað sé aðhafst
því verri verður fótboltinn," sögðu þeir
Gillardino og Pirlo.
Fyrrverandi forsætisráðherra og
eigandi AC Mfian, Sfivio Berlusconi,
var dapur í bragði aðspurður um máhð.
„Þetta var hræðfiegur dagur og kannski
hefði verið betra að hætta öllum
leikjum," sagði Berlusconi, en aðrir
leildr sem fóm fram á sunnudag vom
spfiaðir þrátt fyrir harmleikinn.
vidar@dv.is