Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2008, Side 7
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 7
Æ fleiri hafa áhyggjur af vaxandi kynþáttafordómum hér á landi og vísa til neikvæðrar fjölmiðlaumræðu.
Þjóðernishópurinn ísland fyrir íslendinga hefur ýtt undir umræðuna. Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri
Reykjanesbæjar, segir uppalendur gegna mikilvægu hlutverki í því að upplýsa ungmenni.
RASISTAR TIL FRAMBÚÐAR
TRAUSTI HAFSTEINSSON
bladamaður skrifar: (rausd^dv.n
„Við erum að skoða hvernig við get-
um brugðist við fréttum af stofn-
un þjóðemishóps í bænum. Það er
náttúrulega mjög alvarlegt ef mál-
in þróast á þennan veg," segir Hjör-
dís Árnadóttir, félagsmálastjóri
Reykjanesbæjar, sem hefur áhyggj-
ur af vaxandi kynþáttafordómum
hér á landi. Hún segir fordómana að
mestu einskorðast við fáfróðan hóp
ungmenna. „Vissulega höfum við
áhyggjur af fordómum því þeir eru
tíl staðar. Engu að síður veit ég ekki
hvort þeir séu eins miklir og haldið
hefur verið fram. Því miður virðast
ungmennin vera illa upplýst og full
af fordómum. Kannski er'það okkar
stærsta vandmál," segir Hjördís.
DV hefur fjallað undanfarið um
vaxandi timræðu og að því er virð-
ist aukna fordóma í garð útlend-
inga sem hingað koma til lengri eða
skemmri tíma. í Reykjanesbæ hefur
hópur ungmenna stofnað þjóðern-
ishópinn island íyrir Islendinga, ÍFÍ,
og segja forsvarsmenn hópsins það
gert sökum þess að fjöldi útlendinga
hér á landi sé orðinn yfirgnæfandi.
Röng mynd
Einar Skúlason, framkvæmda-
stjóri Alþjóðahússins, tekur undir
áhyggjurnar af fordómum í garð út-
lendinga. „Auðvitað líst mér illa á
að hópar ungmenna séu að stofna
svona hópa. Ég hef óneitanlega
áhyggjur af vaxandi kynþáttahatri í
íslensku samfélagi," segir Einar.
Einar telur nauðsynlegt að fjöl-
miðlar breytí fréttaflutningi sínum
varðandi málefití útlendinga. „Því
miður verða fréttímar oft mik-
ið stærri ef útlendingar eiga
aðild að málum. Með því
að tönnlast sífellt á þjóð
erni brotamanna er ver-
ið að ýta undir hatur og
fordóma í garð útlend-
inga. Það er hættu-
legt að mínu matí.
Það fremur enginn ,
glæp af því að hann r t
er af tilteknu þjóð-
emi. Ég ímynda mér
að hið sama kæmi upp
ef starfstítill manna
væri ávallt tilgreindur.
Það gæti komið óorði
á ákveðnar stéttir ef
þannig væri
háttað,"seg-
ir Einar.
„Fólk fær þá mynd að allir
útlendingar séu óþjóðalýður."
í opna skjöldu
Hjördís telur mjög mikilvægt að
uppalendur og stjórnvöld upplýsi al-
menning því fræðslan sé tíl þess fall-
in að vinna á fordómunum. Hún er
sammála því að óþarfi sé að nefna
uppruna brotamanna í fjölmiðlum.
„Mér finnst algjör óþarfi að tílgreina
af hvaða þjóðerni einstaka brota-
menn em því þannig fféttaflumingur
hefur ýtt undir útlendingahat-
rið. Fólk fær þá mynd að
ailir útlendingar séu
óþjóðalýður. Það
vaxandi kynþattahatur „Eg
hef óneitanlega áhyggjur af
vaxandi kynþáttahatri í íslensku
samfélagi," segir Einar Skúlason,
framkvæmdastjóri Alþjóðahúss.
Ýtir undir hatur ,,Mér finnst algjör óþarfi að tilgreina
af hvaða þjóðerni einstaka brotamenn eru því þannig
frettaflutningur hefur ýtt undir útlendingahatrið," segir
Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar.
er skylda okkar
fullorðna fólks-
ins að upplýsa
ungmennin. Að
sjálfsögðu hef
ég áhyggjur af
því að ung-
mennin séu
að hópa sig
svona sam-
an og þetta
hefur komið
okkur algjörlega í opna skjöldu. Ég
vona að þessi hugsun sé bundin við
mjög þröngan hóp en við munum
auðvitað bregðast við með fræðslu,"
segir Hjördís.
„Fólk má ekki láta stýrast af til-
finningasemi án þess að skoða allar
hliðar málsins. Ef við náum að upp-
lýsa ungmennin betur geta þau síð-
an í kjölfarið tekið upplýsta ákvörðim
um það hvort þau vilji gerast rasistar
tíl frambúðar eða ekld."
Bylgja í samfélaginu
Hjördísi líst illa á kynþáttafor-
dóma gagnvart erlendum bömum
sem hafa komið upp undanfarið í
gmnnskólum. Hún segir stærstan
hluta útlendinga hér á landi fýrir-
myndarfólk. „Því miður höfum við
fengið tilvik undanfarið þar sem út-
lensk börn hafa orðið fyrir áreiti í
skólunum. Böm geta verið óvæg-
in en gleymum því ekki að þau læra
það sem fýrir þeim er haft. Hér eru
margir útlendingar og sem betur fer
hafa árekstrarnir ekki verið margir.
Það eru aðallega ungir og kraftmikl-
ir karlmenn sem hafa látíð fara mik-
ið fýrir sér. Ég er hins vegar sannfærð
um að 7.000 íslenskir karlmenn, full-
ir af hormónum og fjöri, myndu líka
setja sterkan svip á erlent þjóðfélag."
Aðspurður hefúr Einar einnig orð-
ið var við aðkast gmnnskólabarna.
Hann segir þá mynd sem dregin sé
upp ekki endurspegla samfélagið.
„Því miður birtast fordómarnir gagn-
vart börnunum Iíka. Vandamálið lýt-
ur að því að börnin læra fordómana
af okkur fullorðna fólkinu. Foreldr-
amir missa ýmislegt út úr sér heima
fýrir og börnin em fljót að taka þetta
upp. Undanfarið hefur verið bylgja í
fordómum og það er hugsanlegt að
það aukist ef til samdráttar á vinnu-
markaði kemur. Við þurfum öll að
koma okkur upp úr hjólfömnum og
halda okkur í réttínn farvegi því nei-
kvæðar fréttír af útlendingum gefa
ekki rétta mynd af veruleikanum,"
segir Einar.
Hörður Harðarson hefur fengið mikla athygli síðustu vikur:
Hyggur<
„Það hefur oft verið grín á milli
okkarvinanna enþeirgengusvolít-
ið langt í þetta skiptíð," segir Hörð-
ur Már Harðarson, fasteigna- og
bílasali. Lesendur áramótablaðs
DV sem kom út þann 28. desem-
ber hafa vafalaust tekið eftir heil-
síðuauglýsingu sem birtist á blað-
síðu 65. Þar var stór mynd af Herði
þar sem hann þakkar viðskiptin á
liðnu ári og óskar viðskiptavinum
gleðilegs nýs árs. Hörður kom hins
vegar hvergi nærri auglýsingunni,
heldur voru það óprúttnir félagar
hans sem stóðu fyrir henni.
„Þetta var mjög snyrtilega gert
hjá þeim og mjög margir sem
halda að ég hafi staðið fyrir aug-
lýsingunni," segir Hörður. Hann
segist hafa fengið fjölmargar fyr-
hefndir
irspurnir frá fólki og viðsldptavin-
um vegna auglýsingarinnar sem
vaktí töluverða athygli. „Það hafa
margir spurt mig mjög snyrtílega
hvemig mér hafi dottið þetta í
hug. Þegar ég segi þeim að þetta
hafi verið grín hjá félögum mín-
um segjast margir hafa haldið að
ég væri genginn af göflunum," seg-
ir Hörður og skellir upp úr. Félag-
ar hans starfa í sama viðskipta-
geira og hann en þeim var boðið
að kaupa auglýsingu í áramóta-
blaðið.
„Þeim fannst greinilega skyn-
samlegra að stríða mér heldur en
auglýsa sitt eigið fyrirtæki." Að-
spurður hvort félagar hans eigi
von á öðru eins frá honum seg-
ir Hörður að hann verði að gera
Spaugilegt Hörður stillir sér upp við
arininn heima hjá sér og þakkar
viðskiptin. Auglýsingin var hrekkur frá
félögum hans.
eitthvað. „Ég á að minnsta kosti til
myndir af þeim," segir hann.
einar@dv.is
Minnistöflur
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
FOSFOSER
MEMORY
Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Birkiaska
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
BETUSAN