Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2008, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 Fókus DV - 250 ljóð bárust Dómnefnd ljóðasamkeppni lista- og menningarráðs Kópavogs, Ljóðstafur Jóns úr Vör, hefur farið yfir rúmlega 250 ljóð sem bárust samkeppninni í ár og lagt á þau ~ mat. Greint verður frá niðurstöð- unum og veitt verðlaun næst- komandi mánudag í Salnum í Kópavogi. í dómnefnd að þessu sinni eru Þórarinn Eldjám skáld, Sigþrúður Gunnarsdóttir bók- menntafræðingur og Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur sem jafnframt er formaður nefndar- innar. Þetta er í sjöunda sinn sem , lista- og menningarráð Kópavogs \stendur fyrir slíkri samkeppni. Syndaílóð Fyrsti hádegisfundur Sagnfræð- ingafélags Islands á nýju ári fer k fram í dag. Venju samkvæmt verður hann klukkan 12.05 í fyr- irlestrasal Þjóminjasafns íslands og er aðgangur öllum heimill. Fyrirlesari að þessu sinni er Hrafn Sveinbjamarson sagnfræðingur og mun hann ræða um varðveislu íslenskra skjalasafna. Erindi hans ber heitið „Syndaflóðið kemur eftir vom dag". Frekari upplýsingar um fyrirlesturinn, sem og kom- andi fyrirlestra, má finna á sagn- ^fraedingafelag.net.___ ítalska 'fyriralla Kennslubókin ítalska fyrir alla eftir Paolo Turchi er komin út hjá Bjarti. Lengi hefurverið þörf á íslenskri kennslubókí ítölsku og á síð- ustu árum hef- ur fjöldi þeirra sem stunda ítölskunám af einhverju tagi vaxiðhratt Bóldn er samin jafnt fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin í ítölsku- náminu og þá sem em lengra komnir. í bókinni er að finna mál- fræðiskýringar, æfingar og lestexta af ýmsu tagi. Þá er í bókarlok yfirlit yfir ítalska málfræði og ítalsk-ís- k lenskur orðalisti. RÉTTLÆTING PYNTINGA Réttlæting á pyntingum í nafni stríðs gegn hryðjuverkum er umfjöllunarefni fyrirlesturs UNOU BJARKAR GUÐRÚNARDÓTTUR, MA í alþjóðalögfræði, sem hún flytur í Háskólanum á Akureyri í hádeginu í dag. Fyrirlesturinn verður á ensku og hefst klukkan 12 í stofu 201 í Sólborg. Samanlagður gestafjöldi á leiksyningum stóru atvinnuleikfélaganna þriggja sveiílaðist til á milli áranna 2003 til 2006. Einungis aðsókn LA jókst ár frá ári. Tölur Hagstofunnar fyrir síðasta leikár hafa ekki verið gerðar opinberar. Borgarleikhúsið Aðsókn i húsið hefur aukist ár frá ári undanfarin ár, en aðsókn að sýningum LR rokkað. Samanlögð aðsókn að sýning- um þriggja stærstu atvinnuleikfélaga landsins, Þjóðleikhússins, Leikfélags Reykjavíkur og Leikfélags Akureyr- ar, hefur rokkað undanfarin ár, sam- kvæmt tölum á vef Hagstofu íslands. Þá er horft til leikáranna 2003 til 2004, 2004 til 2005 og 2005 til 2006 en Hag- stofan hefur ekki gert opinberar að- sóknartölur atvinnuleikhópanna á síð- asta leikári sökum þess að eftir er að vinna úr síðustu gögnum sem bámst fyrir stuttu. Aðsókn að Þjóðleikhúsinu dalaði Leikárið 2003-4 var samanlögð aðsókn að sýningum leikfélaganna tæplega 195 þúsund gestir, árið eftir minnkaði hún niður í ríflega 182 þús- und en leikárið 2005-6 rauk hún upp í 223 þúsund gesti. Spilaði aukning gesta hjá LR þar stærsta rullu, mikil fjölgun varð einnig hjá LA en gestafjöldi Þjóð- leikhússins minnkaði hins vegar þama á milli ára. Leikhúsgestir Þjóðleikhússins leik- árið 2003-4 vom rúmlega 73 þúsund talsins, árið eftir vom þeir ríflega 69 þúsund og leikárið 2005-6 mættu 66 þúsund gestir og fjögur hundmð bet- ur. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur mættu tæplega 117 þúsund gestir á sýningar þess leikárið 2003-4, töluvert færri vet- urinn eftir, eða rétt undir 90 þúsund- um, en mun fleiri 2005-6, tæplega 112 þúsund gestir. Leikfélag Akureyrar hefur sótt mjög í sig veðrið undanfarin ár og er það að mestu þakkað ráðningu Magnúsar Geirs Þórðarsonar sem leikhússtjóra fyrir fjómm árum. Veturinn 2003- 4 vom sýningargestir tæplega fimm þúsund, árið eftir tók aðsóknin mikið stökk upp á við og var að vori komin upp í nimlega 23 þúsund gesti og leik- árið 2005-6 hækkaði hún enn, eða upp í tæplega 45 þúsund gesti. Það er mesta aðsókn að sýningum LA frá upphafi. Nær ekki yfir tónleika og skólasamkomur Miðað við þessar tölur hefur ein- ungis aðsókn að leiksýningum LA auk- ist á þeim leikárum sem hér em lögð til gmndvallar. Samkvæmt sundurlið- uðum aðsóknartölum sem DV fékk frá Borgarleikhúsinu hefur hins vegar samanlögð aðsókn að öllum viðburð- um í húsinu aukist ár frá ári, allt frá leikárinu 2003 til 2004 til dagsins í dag. Inni í þeim tölum em hins vegar við- burðir sem Hagstofan tekur út í hausa- talningunni, svo sem tónleikar, nám- skeið og skólasamkomur. I tölum Hagstofunnar er mið- að við föst leiksvið. Sýningargestir á gestaleikjum og samstarfssýningum em taldir með og eru gestaleikir og samstarfsverkefrii á milli tiltekinna leikhúsa því tvítalin 1 gögnum Hag- stofunnar. Gestir á uppfærslum leik- húsanna erlendis eru ekki inni í sam- antektinni. Þess skal getið að sætaframboð Þjóðleikhússins var 730 sæti öll þrjú leikárin, 1.020 hjá LR á sama tímabili en hjá LA var sætaframboðið 210 sæti árin 2003 til 2005 en 334 leikárið 2005 til 2006. Þá ber að nefna að umfangs- miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Þjóðleikhúsinu undanfarin misseri sem mögulega hefur áhrif á aðsókn. Ekki liggur fyrir hvenær Hagstof- an getur gert opinberar aðsóknartölur fyrir síðastliðið leikár. kristjanh@dv.is Absalút gestir Fjölmargir lögðu leið sína í Gallerí Ágúst að Baldursgötu 12 á laugardaginn þ;ir sem Davíð Örn I lalldórsson opnaði myndlistarsýningu sína Absa- lút gatnall kastale. Ljósmyndari DV leit við. Helgi Þorgils Friðjónsson og Kristinn Már voru reffilegir. , Rósa Sigrún Jónsdóttir, Sævar Karl Olason og Erla Þórarinsdóttir voru á meðal þeirra fjölmörgu sem létu sjá sig á Baldursgötunni á laugardaginn. 5 Auður Jónasardóttir og Ásdís Sif enrefflS"ÍrV°rUkannSkÍmei-brosmildar Listaútteki Rakel Gunnarsdóttir og Jakob Þór Einarsson tóku út verk Daviðs með bros á vör.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.