Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2008, Blaðsíða 32
Þrjú vinnuslys
samtímis
Þijú vinnuslys urðu á sama hálf-
tímanum í gærkvöldi, frá klukkan tíu
mínútur yfir sex tfi tuttugu mínútur í
sjö, Maður slasaðist alvarlega þegar
hann féll á milli hæða í nýbyggingu við
'tk Klettagarða. Hann liggur á sjúkrahúsi
og er ekki vitað nánar um líðan hans.
Þá féll maður úr hárri tröppu við Fáfn-
isnes á Seltjamamesi. Við Sóltún féll
svo maður af vinnupalli.
Þeir tveir síðarnefndu vom ekki
alvarlega slasaðir en fóm báðir á
slysadefid. Varðstjóri hjá lögreglu segir
þetta óvenjulegt því ekkert í veðurlagi
;V eða aðstæðum hafi kallað á slíkt.
Áfram ólykt
á Akranesi
Fiskvinnslan Laugafiskur fékk
endurnýjað starfsleyfi hjá bæjar-
stjórn Álaaness en í fundargerð
bæjarins segjastyfirvöld skilja
áhyggjur nágranna og bæjarbúa
vegna ólyktar sem berst frá fýr-
irtækinu. DV fjallaði um mál-
ið á síðasta ári en þá gagnrýndu
nágrannar harðlega fýluna sem
^ frá fyrirtækinu kemur. Þó er bent
á að fyrirtækið skapi þijátíu störf
og er litið tfi þess þegar því er
gefið áframhaldandi rekstrarleyfi.
Einnig er því gert að hlíta ströng-
ustu skilyrðum varðandi hreins-
un á úrgangi sem frá vinnslunni
kemur. Bæjarráð samþykkti málið
með sjö atlcvæðum og sat einn
bæjarfulltrúi hjá.
Forræðismál
Veru tekið fyrir
Forræðisdeila Veru Pálsdóttur
ljósmyndara við ffanskan barns-
föður hennar verður tekin fyrir hjá
dómara í París 11. febrúar næst-
komandi. „Þá líða tvær til þrjár vikur
áður en niðurstaða fæst í málið, að
því gefnu að ekki verði meiri seink-
anir," segir Vera.
* Dóttir Vem, Sóley, heimsótti föð-
ur sinn í Frakklandi í nóvember en
hefur ekki fengið að koma aftur til
íslands. Vera kveðst bjartsýn á að fá
dóttur sína til baka með aðstoð lög-
fræðinga sem íslenska sendiráðið í
París kom henni í samband við.
Er borgin farin að rukka
fólk um lausnargjald?
FRÉTTASKOT
51 2 70 70
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta.
Fyrir fréttaskot sem verðuraðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur.
Alls eru greiddar 100.000 krónurfyrir besta fréttaskot hvers mánaðar.
ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 ■ DAGBLAÐIÐ ViSIR STOFNAÐ 1910
Tveir af mönnunum fimm sem réðust á lögreglu störfuðu hjá JB byggingarfélagi:
RAK ÞA SEM REÐUST
w • •
A LOGREGLUMENNINA
SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON
bladamadur skrifar: sigtryggumdv.is
„Við munum aldrei líða það að
starfsmenn á okkar vegum leggi stund
á ofbeldi af nokkru tagi," segir Engil-
bert Runólfsson, forstjóri JB bygging-
arfélags. Tveir mannanna fimm sem
gengu í skrokk á óeinkennisklædd-
um lögregluþjónum á Laugaveginum,
aðfaranótt föstudagsins, störfuðu hjá
Engilbert.
„Það var umsvifalaust tekin ákvörð-
un um að segja þessum mönnum upp
störfum. Þetta er hræðilegt mál og til
þess fallið að koma óorði á aðra starfs-
menn okkar. Við því verðum við að
bregðast," segir Engilbert. Mennirnir
tveir sem störfuðu fyrir Engilbert voru
báðir handlangarar í múrverki.
Tökum á málum „Ráðningarreglurnar
verða endurskoðaðar," segir Engilbert
Runólfsson.
Eyðileggja fyrir hinum
Engilbert ítrekar að hann hafi mjög
góða reynslu af erlendu starfsfólki.
Starfsmennirnir tveir sem réðust á
lögreglumennina eru báðir ffá Lithá-
en. Engfibert segir það svíða mest að
örfáir einstaklingar geti eyðilagt íyrir
heildinni með þessum hætti. „Það er
hins vegar alveg ljóst að við þurfum
að fara í saumana á ráðningarferlinu
hjá okkur til þess að reyna að koma í
veg fyrir að við ráðum tfi okkar saka-
menn eða hættulegt fólk án þess að
vita af því," segir hann.
Hjá JB byggingarfélagi starfa um
þijú hundruð manns, meirihlutinn
af erlendu bergi brotinn. „Það verð-
ur tekið á þessum málum í hvelli. Það
er ekki hægt að reyna að bera ábyrgð
á þrjú hundruð manns þannig að við
þurfum bara að herða hjá okkur ráðn-
ingarreglurnar."
„Þetta er hræðilegt
mál og tilþess fallið
að koma óorði á aðra
starfsmenn okkar."
Lausir í dag
Lögreglumennirnir voru við
fíkniefnaeftirlit þegar þeir urðu fýr-
ir árásinni. Fjórir lögreglumannanna
þurftu á aðhlynningu að halda og
voru tveir þeirra fluttir með sjúkrabíl
á slysadeild. Árásarmennirnir fimm
eru á aldrinum 19 til 25 ára gamlir.
Þrír voru handteknir á staðnum og
tveir til viðbótar voru handteknir á
heimili sínu á laugardag.
Mennirnir voru aliir úrskurðaðir
í gæsluvarðhald sem rennur út í dag.
Það kemur því fljótlega á daginn hvort
gefnar verða út ákærur eða hvort lög-
regla þarfnast meiri tíma til rannókn-
arinnar. Lögreglan telur að árásin hafi
verið tilefnislaus og mennimir hafi
ekld tengst fíkniefnaeftirlitinu með
beinum hætti.
Skautað á Tjörninni Kalda veðrið hefur gert það að verkum að hægt er að leika sér á skautum á Tjörninni í Reykjavík.
Það tækifæri nýtti þessi stúlka sér í gær og sveif eftir ísilagðri Tjörninni.
DV MYND ÁSGEIR
Hlynur Michelsen er ósáttur við borgaryfirvöld eftir hundsrán:
Þarf að borga fyrir hund sem var rænt
„Ég er mjög ósáttur við að sonur
minn þurfi að borga rúmlega 40 þús-
und krónur til að fá hundinn í hend-
umar aftur," segir Hlynur Michel-
sen. Marvin, sonur hans, á hundinn
Mjölni sem rænt var í síðustu viku.
Hundurinn Mjölnir er óskráður
og því þarf hvort tveggja að greiða
skráningar- og föngunargjald áður
en hann fæst afhentur. Þetta er Hlyn-
ur ósáttur við.
Mjölni var rænt fyrir utan Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti á með-
an Marvin skrapp þar inn. Mikil leit
hófst en bar engan árangur í fýrstu.
Þegar myndir úr eftirlitsvélum vom
skoðaðar sást hvar honum var rænt.
„Það sést hvar strákur kemur, bíð-
ur eftir að fólk í kring fer, tekur hund-
inn og gengur í burtu," segir Hlyn-
Marvin og Mjölnir Hundinum Mjölni
var rænt (síðustu viku. Nú þarf að borga
tugi þúsunda til að leysa hann út.
ur. Hann fékk síðan upphringingu
frá konu eftir að sonur hennar kom
heim með Mjölni, hundinn hafði
hann fundið í nágrenninu.
Marvin var ekki búinn að skrá
hundinn eins og gera þarf innan við
mánuði eftir að hundur fer inn á nýtt
heimili. Mjölnir er orðinn sjö mán-
aða og á því að vera skráður.
„Það er skiljanlegt að hann þurfi
að borga skráningargjaldið áður en
hann fær hundinn aftur en að borga
hinu opinbera rúmlega 40 þúsund
krónur fyrir að fá hann heim er al-
gjörlega óskiljanlegt, sérstaklega þar
sem honum var rænt," segir Hlynur.
Þær upplýsingar fengust hjá Dýra-
eftirliti Reykjavíkurborgar að farið sé
með ómerkta hunda á hundahótel. Ef
í ljós kemur að hundurinn er óskráð-
ur þarf að skrá hundinn og það kostar
15.400 krónur. Föngunargjald bætist
ofan á það sem er 21.500 krónur. Mar-
vin og Hlynur vilja þakka öllum þeim
sem hjálpuðu tfi við leitina.
Fasteignakaup
æsa verðbólguna
Kostnaður vegna eigin hús-
næðis og verð á nokkmm mat-
vöruflokkum, einna helst ávöxtum,
grænmeti, brauði og komvömm,
vom helstu áhrifaþættir í hækkun
vísitölu neysluverðs nú í byrjun
janúar. Verðbólga mælist nú 5,9
prósent.
Vísitalan hækkaði um 1,3 pró-
sent vegna eigin húsnæðis. Einnig
hækkaði verð á bensíni og olíu
nokkuð. Hækkaði vísitalan um
0,28 prósent frá fýrri mánuði. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Hagstofú
íslands, lækkaði þó verð á fötum
og skóm um 10,1 prósent, en vetr-
arútsölur em nú víða hafnar.
Ætla að mótmæla
við Alþingishúsið
Ungliðahreyfing Hjálparstarfs
kirkjunnar sem kallar sig Breytendur
hafa boðað mótmæli við Alþingis-
húsið klukkan 12.45 í dag. Hreyfing-
in vill vekja athygli á hlýnun jarðar
og hvaða afleiðingar hún hefiir fyrir
fátæk ríki á suðurhveli jarðar. Auk
þess vilja meðlimir hreyfingarinnar
viðra hugmyndir sínar til úrbóta. Al-
þingi kemur saman í dag eftir jólafrí.
Þingsetningin verður klukkan 13.30
og ætlar hreyfingin að afhenda þing-
mönnum bækling um hlýnun jarðar.
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
Litlar santlokur 399 kr.
+ litid gosglas 100 kr.
= 499