Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 Fréttir DV DV I FRÉTTIR Díana íhugaði brúðkaup Paul Burrell, sem var bryti Díönu prinsessu, segir hana hafa hugsað um að ganga upp að altarinu með hjartaskurð- lækninum Hasnat Khan. Þetta sagði hann við réttarrannsókn á dauða Díönu prinsessu og föru- neyti hennar í París árið 1997. Burrell vann fyrir Díönu í meira en tíu ár. Hann segir Khan hafa talað við prest um hvernig brúð- kaup kristinnar konu og mús- líma myndi fara fram. Burrell segir Díönu hafa sagt við sig að hún væri ástfangnari af Khan en nokkrum öðrum manni. Hann segir Díönu ekki hafa lýst Dodi A1 Fayed, sem lést með henni í bílslysinu í París árið 1997, sem hinum eina sanna. FLÓTTAMENNIRNIR Trufla Japani við hvalveiðar Talsmenn Grænfriðunga segjast hafa höggvið skarð í hvalveiðar Japana úti fyrir Suð- urskautslandinu. Grænfrið- ungar hafa að undanförnu ver- ið með skip á svæðinu í þeim tilgangi að hrekja Japani burt frá því. Grænfriðungar segja sex skipa flota Japana hafa tvístrast og hörfað vegna að- gerða þeirra síðastliðinn laug- ardag. Þeir segja Japani hafa gert þetta þegar Esperanza, fley Grænfriðunga, sást koma að þeim á mikilli siglingu. Gegn tóbaks- fyrirtækjum Stjórnvöld í Nígeríu krefjast þess að þrjú alþjóðleg tóbaksfyr- irtæki borgi þeim jafnvirði 2.800 milljarða króna í skaðabætur. Vilja þau meina að fyrirtækin hafi orðið völd að reykingum barna þar í landi. Þetta er fyrsta dómsmál sinnar tegundar í þró- unarlöndunum. Talsmenn ríkisstjórnarinnar í Nígeríu segja tóbaksfyrirtækin hafa sett óeðlilegan þrýsting á heilbrigðiskerfi landsins og að markaðssetning þeirra beinist að æ yngra fólki. Segja þeir þetta vera tilraun fyrirtækjanna til að bæta upp fyrir þá sem hafa hætt að reykja í Evrópu og Bandaríkj- unum. Vandi vegna líf- ræns eidsneytis Stavros Dimas, umhverf- isstjóri Evrópusambandssins, segir framleiðslu lífræns elds- neytis vissulega hafa ókosti f för með sér. Hann segist ekki hafa séð fyrir hvaða afleiðing- ar aukin áhersla á framleiðsl- una myndi hafa í för með sér. Nýlegar skýrslur hafa sýnt fram á að hækkun á matvæla- verði og eyðileggingu regn- skóga megi rekja til fram- leiðslunnar. FYLGJA FISKNUM Ásælni í fiskistofna við strendur Vestur- Afríku veldur því að æ fLeiri leita örþrifa- ráða í leit að betra lífi. Flóttamönnum sem horfa hýru auga til Evrópuríkja Qölgar og dæmi eru um að fólk leggi aleiguna að veði fyrir farseðil þangað. Evrópusambandið, Kína og Rússland eru sögð eiga stóran þátt í vandamálinu vegna þess að útgerðir það- an hafa sótt í auknum mæli til Afríku. Afli fiskimannsins Ale Nodye síð- ustu sex árin var rétt nægilegur til að hann ætti fyrir eldsneyti á bátinn sinn. Nodye bjó í þorpi í norðan- verðu Senegal og vegna þessa leit- aði hann að undankomu frá þess- um aðstæðum. Hann bauð sig fram sem leiðsögumaður í flótta 87 Afr- íkubúa til Kanaríeyja. Lagt var upp í förina árið 2006 og endaði hún illa. Hann var handtekinn og vís- að úr landi ásamt farþegum sínum. Frændi hans lést í svipaðri feigðar- för skömmu síðar. Nodye er einn af mörgum íbú- um Afríku sem gera allt fyrir vonina um betra líf. í viðtali við New York Times segir Nodye að hann hafi leit- að til Kanaríeyja þar sem engir fiskar væru eftir í sjónum við Senegal leng- ur. Hann hafi aftur á móti séð mögu- leika á lffi sem fiskimaður á Kanarí- eyjum. 31 þúsund til Kanaríeyja Vísindamenn hafa sýnt fram á að fiskistofnar við strendur Afrílcu séu að hruni komnir. Vegna versnandi lífsskilyrða hafa æ fleiri horft til ör- þrifaráða líkt og að fara á bátum yfir til ríkja Evrópu. Talið er að 31 þúsund íbúar Afríku hafi reynt að komast yfir til Kanaríeyja með ólöglegum hætti á síðasta ári, samkvæmt tölum Sam- einuðu þjóðanna. Um 6.000 manns eru horfnir eða látnir. Talið er að ásælni útgerðarmanna frá Evrópusambandinu, Kína og Rússlandi eigi stóran þátt í því að ganga á auðlindir hafsins við Afríku. „Önnurhliðin hefur mikinn áhuga á að selja, hin hefur mikinn áhuga á að kaupa" Stjórnvöld Afríkuríkjanna eiga hluta af sökinni, en þau Iáta undan freist- ingum vegna þeirra peninga sem er- lendir fiskiflotar hafa undir höndum. Ólöglegar veiðar eru orðnar afar al- gengar við strendur Afríku og úrræði til að stjórna fiskveiðunum eru lítil sem engin. f augum íbúa í Vestur-Afríku hirða Evrópubúar af þeim fiskinn. „Þegar Evrópa reyndi að ná stjórn á fiskveiðum sínum og takmarka þær fluttust vandamál tengd ofveiði yfir á annan stað," segir Steve Trent, fram- kvæmdastjóri Evrópsku réttsýnis- stofnunarinnar, í samtali við New York Times. Evrópusambandið blóraböggull Evrópusambandið heldur því fram að sambandið sé notað sem blóraböggull yfir slæmar ákvarðan- ir afrískra stjórnvalda. Sambandið heldur því fram að veiðileyfi séu seld í of miklu upplagi og að afrískstjórn- völd gefi sj óræningjaskipum tækifæri á að ganga inn á fiskimiðin. „Önnur hliðin hefur mikinn áhuga á að selja, hin hefur mildnn áhuga á að kaupa. Viðræðurnar eru byggðar á því hvað fólk vill heyra, ekki raunveruleikan- um," segir Pierre Chavance, vísinda- Erfiðleikar fiskimanna Ofveiði er mikil undan ströndum Vestur-Afríku. Dæmi eru um að fiskistofnar séu fjórðungur af því sem þeir voru fyrir 25 árum. maður hjá Rannsóknar- og þróunar- stofhun Frakklands. Ofveiði ríkjandi Ofveiði takmarkast þrátt fýrir þetta engan veginn við fiskimið Afr- íku. Talið er að um 75 prósent af fiski- miðum í heiminum séu ofveidd. Fyr- ir fátæk svæði geta þessar aðstæður verið bagalegar fyrir almenn lífsskil- yrði. Fiskur er meginuppistaða prót- eins í fæðu Afríku, en íbúar margra svæðanna eru það fátækir að þeir eiga ekki lengur fyrir honum. Rann- sóknir sýna fram á að magn bolfisks á einstaka svæðum sé einungis fjórð- ungur af því sem það var fyrir 25 árum. Vísindamenn segja vistræði- legt jafnvægi vera úr skorðum. „Verið er að tæma hafið," seg- ir Moctar Ba, ráðgjafi sem starfaði við rannsóknarverkefni við strend- ur Vestur-Affíku. Nokkur ár eru síð- an allur humar var hirtur undan ströndum Máritaníu. Þá hefur veru- lega verið gengið á kolkrabba und- an ströndum landsins, en það er nú verðmætasti fiskurinn við Márit- aníu. Árið 2002 sýndu niðurstöður skýrslu á vegum Evrópuráðsins ffarn á að stofnar söluvænstu fiska und- an ströndum Senegals voru að hruni komnir. Aleigan að veði Á svæði þar sem að minnsta kosti 200 þúsund manns treysta á auð- lindir hafsins hafa æ fleiri orðið fyrir fjárhagslegum skakkaföllum. í Gín- eu-Bissá hafa fiskimenn sem keyptu bát til veiðanna fyrir um áratug ekki ráðið við greiðslur vegna þeirra og leita nú að leiðum út. Margir horfa þá til Evrópu og kaupa farmiða þangað dýrum dómum, jafnvel fyr- ir aleigu sína. Þær ferðir enda oft og tíðum með því að þeim er vísað burt og standa þeir því slippir og snauðir þegar þeir koma aftur til Afríku. Fjöldi afrískra fiskimanna er nú á þeirri skoðun að þeir eigi að hafa forgang að fiskimiðum við heims- álfuna. Þeir segjast ekki hafa burði til þess að keppa við Evrópusam- bandið um aðgang að fiskimiðun- um. „Ríkisstjórnin hefði átt að halda þessum miðum út af fyrir íbúa Már- itaníu," segir Ahmed Cherif, eigandi fiskútflutningsaðilans PCA í Mári- taníu. roberthb@idv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.