Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2008, Blaðsíða 21
DV Umræða
ÞRIÐJUDAGUR 15.JANÚAR2008 21
Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri fær minusinn
fyrir að mæta ekki á sundmót
Iþróttasambands fatlaðra tilþess
að afhenda verðlaun elns og hann
hafði boðað. Foreldrar voru
grlðarlega vonsviknir og þurftu
margirað útskýra fjarveru
borgarstjórans fyrir ráðvilltum
börnum sinum.
SPURNINGIN
ERGOTTAÐSNÚA
AFTUR?
Já, það er mjög gott að snúa aftur. Ég
hef gaman af því sem ég er að gera og
það er gaman í vinnunnisegir
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks.
Þingmenn mæta afturtil starfa (dag
eftir mánaðarlangt jólafrí. Þá kemur
þing saman í fyrsta sinn eftir að því var
frestaö 14. desember síðastliðinn. Hafa
ber (huga að síðasta vika var svo
kölluö kjördæmavika er þingmönnum
gafst færi á á riða um héruð og kynna
kjósendum verk sín.
HM í vændum Hart var tekist á í leik Islands og Tékklands í Laugardalshöll á sunnudag og strákarnir okkar því
í feiknaformi fyrir leikinn á móti Sviþjóð í Evrópumeistaramótinu í handbolta á fimmtudag. DV-MYND Stefán
MYIVDIN
Afbrot og kynferði
Ein vísbending um að íslenskt sam-
félag sé að komast í „alþjóðlegt sam-
hengi" eru auknar ff éttir um að afbrot
hafi verið ffamin af hópi þriggja eða
fjögurra karlmanna og á meðal þeirra
hafi verið kona, sem er jaftian sleppt.
Slíkar fréttir eru tíðar í útlöndum
tengdar svonefndum hryðjuverka-
hópum eins og ETA. í þeim er yfirleitt
ein kona. Lauslega áætlað getur hún
stjórnað fimm eða sex körlum hvort
sem þeir eru hugsjónamenn, morð-
ingjar eða þjófar. Konan er ein um hit-
una vegna þess að hún þolir ekki nær-
veru kynsystra innan hópsins. Þannig
er eldhúslögmálið: hún vill vera ein
um eldavél og potta til að malla ofan
í karlana. Hér er svipað aðeins þekkt
hjáútigangsfólki: Einkonaábekkinn-
an um rónana sína. Yfirráðin byggj-
ast á því að konan „er mest í kjaftin-
um". Karlarnir hafa farið í hundana en
svipa „veika kynsins" rekur þá í ráns-
ham út úr roluskápnum. Sama hátt
er að finna í listahópum sem „brjóta"
gegn hefðinni: á meðal framúrstefnu-
málara er glaðbeitt kona. Það kynlega
við afbrotasamfélög er það að þótt
konan sýni vargalætin og hvetji karla
til dáða kemst hún lítið áfram. Hún
verður á vissan hátt undirlægja sig-
urs síns, vegna þess að þegar á hólm-
inn er komið halda rolurnar henni
niðri. Á meðal bófa fyrri tíðar þurfti
konan að klæðast sem karlmaður og
varð grimmust þeirra í átökum; hún
klæddi af sér kynfærin. Enginn þorði
því að leggja í hana til samfara, enda
allt óljóst vegna ytri búnings, en fé-
lagarnir þráðu karlkonuna. Um þetta
eru vinsælar bækur sem fara eins og
köttur í kringum heitan graut sann-
„Yfirráöin
byggjast á þvi
að konan„er
mest i kjaftinum“
GUÐBERGUR
BERGSSON
rithöfundur skrifar
leikans. Ef konur mynda samfélög, til
dæmis í framúrstefhulist, snúast hlut-
imir við, þær heilla mann á borð við
Rilke, kynleysingja, og kvenleiðtog-
anum tekst að eiga krakka en síðan er
honum útskúfað samkvæmt lögmáli
býflugnabúsins: drottningin fær sitt
og drepur síðan karlfluguna. í komm-
asellum var reglan þannig að konan
sá um kaffið og kleinurnar á með-
an karlarnir möluðu um Stalín, kófs-
veittír, en með nærveru hvatti hún þá
tíl hrifhingar á sovétkonum sem voru
orðnar frjálsar og dönsuðu í þjóðbún-
ingum og sveifluðu sverum fléttum í
hlíðum Pamírfjalla, vissar um kúgun
Sölku Völku í gegnum bækur Laxness,
albúnar að senda sellunni liðsauka og
súrmjólká Njálsgöm 41.
ÞEIR BIRTUST ijóðir í kinnum, ný-
komnir úr sjósundi með mandar-
ínur í poka. Á borðinu fyrir framan
veislugesti stóð púrt í sperrilegu
glasi, rjúkandi kaffifantur og rosa-
leg súkkulaðikaka en mandar-
ínustrákarnir afþökkuðu allar
trakteringar þar eð þeir sögðust
ætla að þreyja heilagan janúar,
svokallaðan. Það ættí svo sem ekki
að koma nein-
um á óvart að
heimsbyggðin
skuli samein-
ast í því að rísa
upp úr rjúk-
andi rústum
gamla ársins
og demba sér
í tímamóta-
hreinsun á öllum hugsanlegum
sviðum tilveru sinnar. Snúa baki
við hvers kyns svínaríi, sópa burt
gömlum sjúskuðum hugsunum og
berjasérábrjóst.
-
EN ÞflÐ ÞflRF greinilega ekki meira
til að koma mér á óvart en tveir
harðsvíraðir gleðimenn í kjöt- og
kaffistraffi, búnir að leggja sykri og
stuði og farnir að stunda laugam-
ar. Þetta þótti mér merkilegt. Sér-
staklega fyrir það hve harðir þessir
tilteknu rokkhundar eru í ásetn-
ingi sínum. Þeir sýna sjálfum sér
enga miskunn og standa saman í
hörkunni. Ef annar þeirra er farinn ^
að laga kaffi kemur hinn og hellir
því niður. Engin vægð.
MANDARfNUBRÆÐUR þóttust reynd-
ar nokkvissir um að þeir væru
löngu sprungnir ef þeir ættu ekla
hvor annan að og ekki veitír af
stuðningnum því þeir stefna á að
sleppa öllu svínaríi fram að næstu
áramótum.
Galdurinn við svona hetjulega
hreinsun er kannski að kunna
nógu andskotí mörg brögð sem
hjálpa mönnum að halda sér við
efnið. Því fátt er jú sorglegra en að
svíkja sjálfan sig og ef heilagur jan-
úar kostar andsetinn febrúar hafa
brögðin sennilega brugðist.
Það er ekkert mál að fara af stað
en að halda það út til lengri tíma
að forðast allt sem áður hresstí
hetjumar heilögu er ekkert grín.
Flinkir leikmenn tala tíl dæmis um
að skrípabúningar hjálpi til í að-
gerðum á borð við heilagan janúar.
Dyrabjallan hringir klukkan hálf-
sjö að morgni og fýrir utan stendur
trausmr vinur með afróhárkollu á
hausnum. Það er ekki hægt að vera
syfjuð, óhress hetja eftir hraustlegt
hlámrskast.
hvað er að frétta?