Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2008, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 Slðast en ekki slst DV Tímamót Enn einn dagur, enn einn slagur. Við komum til Nýja-Sjálands í gær og það er ekki næstum því eins flott og það leit út fyrir að vera í Hringadróttinssögu. Svo náði ég ekkert að sofa í vélinni, þannig að ég varð bara hreinlega að hamra þennan gæja í trýnið þegar ég lenti. Sorrí með það, en * við skulum ekki vera að gera úlf- alda úr mýflugu. Ég er pínulít- ill hobbiti frá Islandi og fílefldur orki frá Nýja-Sjálandi ætti ekki að gráta þótt hann fái einn suðaust- an í gagnaugað. Annars er þetta flott, nú kannski fer fólk að bera einhverja virðingu * fyrir mér í stað þess að skrifa ein- hverjar innantómar lygar um að ég þambi einn slakan af vodka á dag og hafi hringt í Britney Spears til að peppa hana upp. Hvaða þvæla er það eiginlega, ég myndi aldrei hringja í Britney Spears, ekki nema bara til þess að segja Er Bolli heima, og svo bara steinþeg- iðu, fulli og dópaði sóðinn þinn. Nú er komin ný Björk, ég nenni ekki lengur að vera stamandi ullarhulsa með krúttkynslóðina í bandi. Núna skal fólk bara fara * kalla mig Björk Grensás og ann- ars bara einn gú'moren. Timba- land, sá sem ég vann með á Volta, myndi skilja mig. Hann hefúr drepið mann eða eitthvað álíka. Ég er búin að leggja niður lögmál- ið. Wonderbrass stelpurnar fatta út á hvað dæmið snýst, ég sagði þeim h'ka að ef einhver myndi svíkja mig, myndi ég blása í bab- arinn á þeim eins og básúnu. Það er eins gott að landsliðið í handbolta standi sig eða ég rúlla á þá eins og Clint Eastwood í ká- bojjamynd. Og, já, Lars Von Trier, þú átt ekki von á góðu, pungurinn þinn. Ég ætia að kaupa mér byssu. Bless og takk og ekkert froðusnakk. SEÐMEÐAUGUM ÆTLAR AÐ NJÓTA LÍFSINS í ÁSTRALÍU Hver er fyrirmynd þín? „Ég hef í rauninni enga fyrirmynd. Að minnsta kosti get ég ekki nefnt neina í fljótu bragði." Karl Garðarsson er einn reyndasti fjölmiölamaður ís- lands. Hann stendur á tímamót- um þessa dagana því hann flytur til Ástralíu á morgun. Karl fer með eiginkonu sinni og tveimur börnum til Sydney í sex mánuði. Hver er maðurinn? „Karl Garðarsson, fjölmiðlamaður til 22 ára." Hvaðan ertu? „Ég er fæddur og uppalinn í Kópa- vogi en er búsettur í Hafnarfirði núna." Hvað drífur þig áfram? „Ég held að það sé aðallega metn- aður og mikill vilji til þess að koma hlutum í verk." Hver eru þín helstu áhuga- mál? „Ég hef mikinn áhuga á íþróttum og þá fyrst og fremst knattspyrnu. Ég er svo ógæfusamur að fylgja allt- af liðum sem gengur illa. Annars vegar er það Breiðablik á íslandi og Leeds á Englandi. Ég hef fulla trú á að Leeds nái að rífa sig upp." Hvenær byrjaðir þú að vinna við fjölmiðla? „Ég byrjaði að vinna við fjölmiðla daginn sem Bylgjan var stofnuð árið 1986. Ég vann þar í tvö ár áður en ég fór yfir á Stöð 2 þar s.em ég var í sautján ár." Af hverju Ástralía? „Þetta er eiginlega gamall draumur hjá fjölskyldunni, að prófa eitthvað alveg nýtt. Þetta er nánast eins langt og hægt er að komast fyrst ekki er boðið upp á ferð til tunglsins. Ég ætla að reyna að slaka á og njóta þess að vera til þessa sex mánuði. Konan og börnin fara í skóla en ég mun hugsa um heimilið á meðan." Hver er besti maturinn sem þú færð? „Þetta er erfið spurning. Ætíi ég segi ekki bara góð nautasteik sem er erf- itt að fá hérna heima á íslandi." Stundar þú Ifkamsrækt? „Já, ég geri það á hverjum degi enda nauðsynlegt fyrir mann sem er kominn á þennan aldur." Hver er uppáhaldshljómsveit- in þín? „Bruce Springsteen hefur lengi ver- ið í gríðarlegu uppáhaldi hjá mér." Hver er uppáhaldsbókin þín? „Ég get ekki sagt að ég eigi mér neina uppáhaldsbók. Eg er hins vegar mikill aðdáandi færeyska skáldsins Williams Heinesen sem hefur gefið út ófá meistarastykkin." Hver hefur verið besti samstarfs- maður þinn? „Ég á erfitt með að gera upp á milli þriggja manna sem ég hef unnið með í gegnum árin. Það eru þeir Sigurður G. Guðjónsson, Steinn Kári Ragnarsson og Kristján Már Unnarsson af Stöð 2." SANDKORN ■ Óhætt er að segja að Valur sé eitt öflugasta félag á f slandi í dag. Valsmenn eru núverandi íslandsmeistarar í knattspymu, kvenna og karla, auk þess sem þeir eru ríkj- andi íslands- meistarar í handknatt- leikkarla. Þeir hafa um árabil verið duglegir að framleiða at- vinnumenn í handbolta og munu vafalítið njóta þess á komandi árum. Heyrst hefúr að tíðinda sé að vænta á þeim bænum því tröllið Sigfús Sigurðsson sé á heim- leið. Sigfús, sem er Valsari í húð og hár, vili víst ljúka ferlinum hér heima en stærri liðin bítast nú sem aldrei fyrr um krafta línu- mannsins ógurlega. ■ Líklega velta sumir fyrir sér þessa dagana líkindum hinna ýmsu karaktera í íslensku sjón- varpsþáttaröðinni Pressu með fólki í raunveruleikanum. Persón- an sem Þorsteinn Bachmann leikur, fréttastjórinn Gestur, á að minnsta kosti eitt sameiginlegt með Eiríki Jónssyni, ritstjóra Séð og heyrt. Það er að sjúga plaststaut í tíma og ótíma. Þor- steinn reyndi víst að hætta að reykja á meðan tök- um þáttanna stóð, með aðstoð slíkra plast- stauta, og var ákveðið að hann héldi tottinu bara áfram eftir að myndavélamar voru famar í gang. ■ Ófáir hafa vafalaust skoðun á því að Björk skyldi tuska ný- sjálenskan ljósmyndara tíl um nýliðna helgi. Ólína Þorvarðar- dóttir þjóðfræðingur veltir mál- inu fyrir sér á bloggsíðu sinni. Finnst Ólínu raunar kominn tími til að eitthvað verði gert í því hversu langt fjölmiðlar ganga í samskiptum sínumvið stjömum- ar. „Ég stend með Björk - og held að alþjóðasam- tök blaða- mannaættu að fara að setja alþjóðlegar siðareglur um samskiptí fréttamanna og ljós- myndara við frægt fólk. Að öðr- um kostí er kannski tímabært að fræga fólkiði bindist samtökum um að fá einhverskonar alþjóð- lega lagavemd gegn ásóknum af þessu tagi," segir Ólína. NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DVÁDV.IS DVer aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr.á mánuði A MORGUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.