Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2008, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2Q08 Fréttir DV tiy M r DV IFRÉTTIR Afstýrðu miklu tjóni í veðurham Björgunarsveitín Þorbjöm afstýrði tugmilljóna tjóni í gær þegar meðlimir hennar börðust í gegnum ófærð með súrefnis- birgðir fyrir fiskeldið íslands- bleikju utan við Grindavík. Fréttavefur Víkurfrétta greindi ffá þessu í gær. f hádeginu vom súrefnisbirgðirnar nálægt því að klárast þegar björgunarsveitar- menn komu með súrefnisbirgð- ir. Súrefnið áttí að berast fyrir nokkmm dögum en afhending þess hafði tafist. Hefði súrefnið klárast hefði íslandsbleikja orðið fyrir tugmilljóna tjóni. Fyrr um daginn var skólahald fellt niður í gmnnskóla Grindavíkur. Rúðubrjótar áSuðurlandi Lögreglan á Selfossi hef- ur í tvígang á síðastliðinni viku fengið tilkynningar um skemmdarverk á bílum. f bæði skiptín var um að ræða rúðubrot en á mánudaginn í síðustu viku var brotín aftur- rúða í rauðri Opel Vectra-bif- reið. Eigandinn hafði skroppið inn í hús í nokkrar mínútur en þegar hann kom til baka var búið að brjóta rúðuna með gangstéttarhellu. Á laugardag- inn var önnur rúða brotin en í þetta skiptíð var um að ræða gráa Renault Megane-bifr eið í Hveragerði. Rúðan var brotin með grjótí en engu var stolið úr henni. Lögreglan biður þá sem vita hver var að verki að hafa samband í síma 480 1010. Svifryksmælir til Akureyrar Til stendur að kaupa nýjan svifryksmæli á Akureyri. For- stöðumaður umhverfismála og deildarstjóri framkvæmda- deildar ætla að skera upp herör gegn svifryk- inu og hyggjast koma mælinum í gagnið á fyrri hluta þessa árs. Framkvæmda- ráð Akureyrar fagnar því að fjár- veiting hafi fengist hjá ríkinu og vonast tíl þess að mælirinn muni nýtast tíl þess að betur megi skipuieggja markvissar aðgerðir gegn mengun af þessu tagi. Stórstjarnan og söngkonan Björk Guðmundsdóttir missti hiö viöfræga jafnaðargeð sitt þegar hún réðst á nýsjálenska ljósmyndarann Glenn Jeffrey og reif utan af honum bolinn. Þegar DV hafði samband við Glenn á Nýja-Sjálandi virtist hann þreyttur eftir átökin við söngkonuna. Glenn tilkynnti lögreglunni um málið. Björk hefur áður ráðist á blaðakonu og baðst þá afsökunar opinberlega. Björk Guðmundsdóttir Reif bol Glenns Jeffrey eftir að hann tók myndir af henni á flugvelli í Auckland á Nýja-Sjálandi. gætí ekki tjáð sig við aðra fjölmiðla um málið en staðfestí að hann hefði tílkynnt málið tíl lögreglunnar í Auckland á Nýja-Sjálandi þar sem árásin áttí sér stað. Bolur Glenns rifnaði við átökin og hlaut hann skrámur eftír árás söngkonunnar heimsfrægu sem er á tveggja ára tónleikaferðlagi. Tilefnislaus árás Það var á sunnudagsmorgn- inum, klukkan hálf átta að nýsjá- lenskum tíma, sem Björkkom tíl ai- þjóðaflugvallarins í Auckland. Hún hugðist syngja á tónleikahátíðinni Rifinn bolur Glenn Jeffrey, Ijósmyndara dagblaðsins Heralds á Nýja-Sjálandi, var verulega brugðið eftir árás Bjarkar sem hann segir með öllu tilefnislausa. Big Day Out on Friday. Glenn Jeffrey ætlaði að taka myndir af henni fyr- ir New Zealand Herald en aðstoð- armaður hennar bað hann um að gera það ekki. Eftir að hann tók þrjár til fjór- ar myndir af henni snerist hann á hæli og hugðist fara í burtu. Þá seg- ir hann að Björk hafi komið aftan að honum, rifið niður bolinn sem hann var í og féll hún við það tíl jarðar. Sjálfur segist Glenn, sam- kvæmt Herald, hafa heyrt aðstoð- armann hennar kalla: „Ekki gera þetta, B, ekki gera þetta." Allt kom fyrir ekkert því bolur- inn var rifinn og Björk lá í gólfinu. Óviðunandi árás Glenn segir í viðtali við Herald að hann hafi ekki snert Björk eftir árás- ina né sagt orð við hana á meðan á atvikinu stóð. Einnig varaði Björk ekki við atlögunni og sagði ekki orð á meðan hún á að hafa ráðist á ljós- myndarann sem hefur starfað sem Kemur ekki til vinnu Glenn verður frá vinnu í dag vegna árásarinnar en ritstjórn blaðsins var brugðið eftir atvikið þegar hringt var inn á blaðið í gær- morgun. Árásin á Glenn er í annað skipt- ið sem Björk skeytir skapi sínu á blaðamönnum og ljósmyndurum því árið 1996 réðst hún á fféttakonu á flugvelli í Taílandi. Þá virðist að- dragandinn hafa verið svipaður því Björk réðst án fyrirvara á blaðakon- una og hárreytti hana auk þess að slá hana. Þá var hún nýkominn úr löngu flugi. Árásin náðist á mynd- band og vaktí heimsathygli á sínum tíma. Fréttakonunni var verulega brugðið en kærði ekki árásina á sín- um tíma. Björk baðst í kjölfarið af- sökunar á athæfinu opinberlega. Ekki náðist í aðstoðamann Bjark- ar í gær og enga afsökunarbeiðni var að finna á opinberri heimasíðu hennar. V0. Línudansndmskeið 8 kvölda línudansnámskeið hefst miðvikudagskvöldið 16. janúar nk. kl. 20.00 Byrjendur kl. 20.45 Lengra komnir s (0 557 7703) DANSHOLLIN Drafnarfelli 2 111 Reykjavík kod@komidogdansid.is www.komidogdansid.is Næstum þrjátíu fangar á Litla-Hrauni eru í framhaldsskólanámi: Læra lífsleikni oq rafsuðu 29 fangar af Litla-Hrauni eru skráðir til náms í Fjölbrautaskóla Suðurlands á vorönn. Þessu til við- bótar stunda tveir fangar fjarnám við aðra skóla og tveir hafa sótt um leyfi til að stunda fjarnám við Fjöltækni- skóla íslands. Nokkrar skorður eru þó settar við fjarnámi þar sem sá tími sem fangar fá til að nota netið er tak- markaður auk þess sem notkunin er undir ströngu eftirliti kennslustjóra á Litla-Hrauni. Flestír nemendur leggja smnd á nám í íslensku og íþróttum. Alls eru 20 menn skráðir í hvora námsgrein- ina um sig. Fæstír eru hins vegar skráðir í nám náttúrufræði, aðeins tveir. Litlu fleiri leggja stund á nám í hlífðargassuðu og rafsuðu, fimm fangar ætla sér að læra slíka suðu. Fangarnir leggja stund á nám í Litla-Hraun Flestir læra íslensku og eru í íþróttum. Fæstir eru í náttúrufræði. fleiri greinum. Fimmtán leggja stund á fífsleikni og jafn margir á nám í ensku. Litlu færri, eða þrettán, læra dönsku og þrettán spænsku. Einn- ig er boðið upp á nám í grunnteikn- ingu, upplýsingatækni og fram- kvæmdum og vinnuvernd. Litlu máttí muna að rúmlega þrjátíu fang- ar á Litla-Hrauni stunduðu nám á vegum Fjölbrautaskóla Suðurlands á vorönn. 31 hafði skráð sig til náms en tveir hættu við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.