Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 Fréttir DV Meiri áhersla á menntamál Meðal sex samstarfslanda Þróunarstoftiunar Islands eru 4 Afríkuríki; Malaví, Mósambík, Namibía og Úganda. Þar að auki veita íslendingar Mið-Ameríku- ríkinu Níkaragva og Suður-Asíu- þjóðinni Srí Lanka aðstoð. Á síðustu árum hefur meg- ináherslan færst frá sjávarút- vegi yfir í félagsleg verkefni, til dæmis menntamál sem fá nærri fjórðung þess fjármagns sem stofnunin ver til aðstoðar. Nærri fimmtungi er áfram varið til fiski- mála. Allt í allt veita fslendingar 1,4 milljörðum króna til þróun- araðstoðar sem er þriðjungur af opinberu fé sem varið er til þró- unarmála. Lenti næstum í sjónum Bílvelta varð skammt frá Skarfaskeri á Vestfjörðum um hádegisbilið í gær. Einn maður var í bílnum og slapp hann ómeiddur. Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum endaði bíllinn á hvolfi og lék sjórinn um hann án þess þó að hann færi í kaf. Ökumað- urinn komst af sjálfsdáðum út úr bílnum, en vegfarandi sem átti leið hjá tilkynnti Neyð- arlínunni um slysið. Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum hefði hæglega getað farið verr. Fjögur umferðaróhöpp voru túkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í síðustu viku. Öll voru þau minniháttar og sluppu ökumenn án meiðsla. Kona kýldi strætóbílstjóra 28 ára kona var á föstudaginn dæmd tii að greiða 30 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að gefa strætisvagnabílstjóra kjaftshögg. Atvikið átti sér stað þann 19. janúar í fyrra en konan brást ókvæða við þegar stræt- óbílstjórinn virtist keyra í veg fyrir bíl hennar. Strætisvagninn stoppaði við verslunarmið- stöðina Fjörð og konan fór inn í vagninn. j‘ Þarjóshúnúr skálumreiði sinnar yfir bíl- stjórann. Bílstjórinn reyndi þá að koma konunni út úr vagninum en hún brást við með því að gefa bflstjóranum hnefa- högg í andlitið. Bflstjórinn hlaut eymsli við nef, mar á kinn og kinnbeini. Brenndist við flugeldafikt Fimmtán ára drengur brenndist í andliti er hann bar eld að púðri sem hann hafði tekið úr flugeldum. Slysið átti sér stað í Hafnarfirði um helg- ina en hann kom púðrinu fyrir í dós og bar eld að með þeim afleiðingum að blossinn náði f andlit hans. Pilturinn hlaut fyrsta og annars stigs bruna á andliti en hann brenndist einnig á hálsi og fódeggjum. Lögreglan vill koma þeim skilaboðum á framfæri að foreldrar fylgist með því að börn þeirra rífi ekki í sundur flugelda. Kauphöliin Síðasta vika var svört í Kauphöllinni. Stór fjámálafyrirtæki hafa fallið í verði um fjórðung. *£SS& Stór íjárfestingafélög hafa falliö um fjórðung í veröi á fyrstu tveimur vikum ársins. Rússíbanareiöinni er ekki lokið, aö mati Boila Héðinssonar hagfræðings, en likast til muni nýtt jafnvægi nást á fyrri hluta ársins. Edda Rós Karlsdóttir hjá Landsbankan- um segir að óþarfi sé aö örvænta. SVEIFLURNAR HALDA AFRAM SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON ) blaðamaður skrifar: sigtryggur^dv.is Hlutabréf í FL Group og Exista hafa lækkað um fjórðung á fyrstu tveim- ur vikum ársins. Fast á hæla þeim koma Icelandic Group hf. og Kaup- þing. Icelandic Group og FL Group lækkuðu hvort um sig um fimm og hálft prósent í verði í gær. „Það lítur út fyrir að hlutabréfa- markaðurinn hafi enn ekki náð jafnvægi og við gætum séð eitthvað af hreyfingum bæði upp og niður á næstunni," segir Bolli Héðinsson hagfræðingur. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um hvenær jafnvægi náist en telur að það verði þó ekki fyrr en að tveimur til þremur mán- uðum liðnum. „Það styttist í það að þessari rússfbanareið linni," segir hann. Batinn verður hægur Bolli telur ólíklegt að nýtt jafit- vægi á fjármálamarkaði verði í sömu hæðum og á sfðasta ári. „Kosturinn í stöðunni er sá að meðal fyrirtækjanna sem hafa ver- ið að lækka eru mörg traust og vel rekin fyrirtæki sem eiga eftir að ná sér á strik, jafnvel þótt batinn verði hægur," segir BoUi og bendir á að í þessu tilliti sé sígandi lukka sennilega best. Edda Rós Karlsdóttir, for- stöðumaður greiningar- deildar Landsbankans, tek- ur undir með BoUa og telur fulla ástæðu til þess að hafa trú á íslenskum fyrirtækj- um á hlutabréfamarkaði. „Staðan er hins vegar sú að íslensku bankamir gh'ma við óspennandi fjármögnunarkjör sem hafa töluverð áhrif á þessa þróun," segir hún. „Að einhverju leyti er þetta 1 leiðrétting á markaðnum. Fyrirtækin eru náttúrulega verðmetin út frá arðsemi og vaxtarmöguleikum." Seðlabankinn grípur inn í Seðlabanki Islands ákvað í gær að rýmka reglur um veðhæf verðbréf í viðskipt- um fjármálafyrirtækja við bankann. I tillcynningu segir að með þessu sé samkeppn- isstaða íslenskra banka gerð áþekk því sem gerist í nágranna- löndunum. „Ýmsir seðlabankar hafa rýmkað mögulega lausafjár- fyrirgreiðslu sína undanfarnar vik- ur og mánuði," segir í tilkynningu frá bankanum. BoUi telur líklegt að Seðlabankinn sé með þessu að reyna að liðka til í þeirri fjármála- kreppu sem nú dynur á. „Hann lætur í það skína að bankar og fjár- málafyrirtæki eigi góðan bakhjarl sem standi með þeim," seg- ir BoUi. Hann telur þó að þessi að gerðSeðla- bank- OV 11.JANÚAR IDV á föstudag var greint (tarlega frá hremmingum eigenda fjárfestinga- félagsins Gnúps. Komið var í veg fyrir gjaldþrotfélagins sem tapaði miklu fé á hlutabréfum í Kaupþingi og FL Group. ans sé aðeins fyrirbyggjandi og muni ekki hafa bein áhrif á fjár- málamarkaðinn í and- ránni. Peningar og sálfræði „Hins vegar snýst þessi markaður að miklu leyti um sálfræðina. Þegar bjart- sýni ríkir og allir eru í góðu skapi tekur fólk frekar lán og fer í framkvæmdir," held- ur BoUi áfram. Hann telur að jafnvel þótt nú sé erfið- ur tími í fjármálaviðskiptum sé í rauninni ekki ástæða til svartsýni. Edda Rós segir að jafnvel þótt hin sálarlega hlið á fjármálaviðskiptum sé mikilvæg verði peningar ekid búnir til aðeins með því að brosa. Markaðurinn er hins vegar við- kvæmur í andránni og þolir ekki mikil áföll. „Það er til að mynda alls ekki æskilegt ef krónan tekur upp á því að falla á meðan ástandið er svona," segir Edda Rós. - -—f r ^ * ’ ' L \—r~ — ^ \ ■ 3 Aldraðir fengu ekki að segja álit sitt á nýrri reglugerð um málefni aldraðra: Oldungar hundsaðir „Mér finnst vanta mikið inn í þetta en reglugerðin kom því miður aldrei til umsagnar hjá okkur," segir Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara, um nýja reglugerð heflbrigð- isráðuneytisins sem hefur í för með sér að vistunarmat vegna hjúkrunar- rýma færist frá sveitarfélögum til sér- stakra vistunarmatsnefnda. Reglu- gerðin var heldur ekki borin undir fulltrúa Landssambands eldri borg- ara á meðan hún var í vinnslu. „Mér hefði þótt eðlilegt að hún hefði verið send til umsagnar hjá þessum félög- um sem vinna að hagsmunagæslu aldraðra," segir Margrét. Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneyt- isstjóri heilbrigðisráðuneytisins, segir að þar sem aðeins sé um formbreyt- ingu á reglugerðinni að ræða en ekki breytingar á innihaldi hennar hafi ekki verið talin þörf á umsögn hags- munafélaganna. Almenna reglan sé hins vegar að óska eftir áliti. Samkvæmt reglugerðinni flyst gerð vistunarmats vegna hjúkrunar- rýma frá þjónustuhópum aldraðra, sem störfuðu á vegum sveitarfélaga, til sérstakra vistunarmatsnefnda sem heilbrigðisráðherra skipar og gegna því hlutverki eingöngu að meta þörf fólks fyrir vistun í hjúkrunarrými, óháð aldri. Þjónustuhópamir eru um 40 talsins víðs vegar um landið. Vist- unarmatsnefndimar verða hins veg- ar mun færri, eða sjö talsins, og falla starfssvæði þeirra að heilbrigðisum- dæmum landsins. „Þetta em gríð- arlegar breytingar," segir Margrét og bendir á að matsferlinu fylgi gríðar- legt skriffæði. „Ég veit ekki hversu þjált þetta verður þegar umdæmin em orðin þetta stór" segir hún. Berglind segir að þessi breyting sé í samræmi við nýlega lagabreytingu í málefnum aldraðra. Henni sé ætlað að auka samhæfingu og hámarka fag- mennsku. Sem fyrr munu stjómir stofnana taka ákvörðun um hverjir vistaðir em í hjúkrunarrýmum á viðkomandi stofnun, en ákvörðunarvald þeirra er þrengt frá því sem áður var þegar rfldð greiðir fyrir rýmin. „Við erum að reyna að draga fram þá sem em í al- mestri neyð," segir Berglind. erla@dv.is Breytt vistunarmat Frá áramótum sjá sjö vistunarmatsnefndir um vistunarmat í stað fjörutíu þjónustuhópa áður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.