Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2008, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2008, Blaðsíða 15
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 15.JANÚAR2008 15 sport@dv.is 1 Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari var sáttur við sigrana á Tékkum en ósáttur við öll meiðslin og veikindin: VERÐUM AÐ SPILA BETUR GEGN SVÍUM „Ég var sáttari við hlutina í þess- um leik en í þeim fyrri. Við spiluð- rnn jafriari leik, góðan vamarleik og markverðimir vörðu vel þannig það var margt mjög jákvætt," sagði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari eftir leik ís- lands og Tékklands sem ísland vann 33-28. Hann var þó ósáttur við byrjunina en illa gekk að finna netmöskvana í upphafi leiks. „Við byrjuðum illa og nýttum færin illa eins og í fyrri leikn- um. Garcia byrjaði illa og Alexand- er líka. Fyrsta korterið fóm þeir með einhver þrjú eða fjögur færi. En við þurftum á þeim að halda og þeir urðu að spila áff am og komast inn í leikinn. Garcia kom síðan betur inn í leikinn síðar meir." Alffeð var sáttur við ff amlag Hann- esar Jóns Jónssonar sem skoraði sjö mörk í gær í öllum regnbogans litum. Hannes hefur verið að koma sterk- ur inn í landsliðið og hver veit nema hann láti ljós sitt skína á EM og verði ásinn sem Alffeð geymir uppi í erm- inni. f ljósi þess að Amór Atlason fer ekki á EM vegna meiðsla var Al- freð sáttur með Hannes. „Hann kom mjög sterkur í hominu eða hvar sem hann var. Garcia kom síðan líka upp og Logi kom inn í þetta líka." Alffeð var ekki jafii kátur þegar blaðamaður spurði hann út í meiðslin og veikind- in í hópnum. „Ég er ekkert sáttur, við erum búnir að lenda í helvíti leiðinlegum meiðsl- um og veikindum og það er ekki hægt að segja að ég sé sáttur þegar fyrir viku vom allir heilir. En þetta er vandamál sem kemur upp hjá mörgum liðum, ekki bara hjá okkur. Ég vona bara að það komi ekkert meira." Aðspurður hvort ísland muni vinna Svíþjóð, svaraði Alffeð: „Við þurfum að bæta okkur og spila betur en í þessum leik." benni@dv.is Koma svo! Alfreð Gislason brýnir fyrir mönnum hlutverk sín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.