Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2008, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2008, Blaðsíða 19
18 ÞRIÐJUÐAGUR 15.JANÚAR2008 Sport PV Ll FAÐ OG H RÆRST IKORFUBOLTA ALLT OF LENGI mörk fyrir Colts sem leiddi í hálfleik, 10-7. Liðin voru duglegri við að skora í seinni hálfleik en það voru San Di- ego-menn sem skoruðu einu snerti- marki meira og báru vægast sagt óvæntan sigur úr býtum, 28-24. Patriots komst einnig í úrslit Am- eríkudeildar með þægilegum 31- 20 sigri á Jacksonville Jaguars. Með Dallas og Indianapolis úr leik er Patriots líldegt sem aldrei fyrr til sig- urs í NFL en það er augljóst að hin liðin eru til alls líkleg ef marka má úrslit helgarinnar. tomas&dv.ís HVER ERTEITUR ÖRLYGSSON? „Teitur er fæddur og uppalinn Njarðvíkingur sem festist í íþróttum ungur að aldri. Upp úr 15-16 ára aldri lagði ég körfuboltann fyrir mig og hef hrærst í honum allt of lengi. Var leikmaður til 35 ára aldurs og er kominn inn í þetta aftur núna sem þjálfari." Att þú þér Ahugamál utan íþróttanna? „Ég hef ofboðslega gaman af stangveiði. Hana stunda ég alveg grimmt á sumrin." MANST ÞÚ EFTIR ÞÍNU VANDRÆÐALEGASTA ATVIKIINNAN VALLAR? „Þau voru kannski mörg." MANST ÞÚ EFTIR ÞÍNU VANDRÆÐALEGASTA ATVIKI UTAN VALLAR? „Það atvik tengist nú körfunni. Ég spilaði alltaf með linsur því ég sé ekki neitt. Svo missti ég linsurnar rétt fyrir hálfleik og áttaði mig á því að ég var ekki með aukapar í íþrótta- töskunni. Sem betur fer áttí ég heima fyrir aftan íþróttahúsið í Njarðvík þá og ákvað að hlaupa heim á stuttbuxunum í hálfleik. Þegar ég kem svo út stendur þar allt reykingafólkið að reykja og ég ákveð að bregða á leik og spyr einhvern þarna hvort hann eigi sígarettu handa mér og hljóp svo bara áfram. Eftír þetta fór ég að heyra kjaftasögur út í bæ af mér að ég hefði verið útí að reykja í hálfleik í úrvalsdeildarleik." uppAhaldsbíómynd? „Ég er einn af þeim sem geta ekki á sömu bíómyndina tvisvar þannig að ég er alltaf að finna fleiri og fleiri góðar myndir. Shawshanks Redemption er frábær og Sideways líka. Svo sá ég Am- erican Gangster um daginn og fannst hún frábær. Mér finnst rosalega gaman að horfa á góðar bíómyndir en jafn- leiðinlegt að horfa á lélegar myndir." uppAhaldsleikari? „Nei, það er enginn sem ég verð eitt- hvað að sjá frekar en annan." síðustu tveimur mínútunum en margir Njarðvíkingar voru búnir að yfirgefa Laugardalshöllina því þeir héldu að þetta væri gjörsamlega búið. Við kom- um leiknum í framlengingu með þriggja stiga körfu frá Hermanni Hauks- syni sem lék með okkur þá, það var rosalegur leikur. Hitt eftírminnilegasta er þegar Manchester United vann þrennuna á Camp Nou. Það var einmitt sama ár.“ EFTIRMINNILEGASTA STUND í EINKALÍFINU? „Það er erfitt að gera upp á milli í því. Auðvitað er það margt sem tengist fjölskyldunni og svona fleiri klisjukennd svör." _ , _____A ÞÝÐINGU HEFUR BIKARSIGURINN A mmS. KR FYRIR NJARÐVÍK? „Margir spyrja mig hvort þetta sé einhver áminning frá okkur en ég er alveg mót- fallinn svoleiðis löguðu. Við látum verk- in tala og það hefur verið mikil stígandi í leik okkar. Það kom smá bakslag hjá okkur gegn Snæfelli fyrir vestan en við vorum fljótir að átta okkur á því hvað gerðist þar. Við stukkum bara aftur á beinu brautina og ætlum okkur einung- is að verða betri." uppAhaldshljómsveit? „í gegnum tíðina hef ég verið mikill REM-aðdáandi. Annars hef ég ekki mikinn tíma til að hlusta á tónlist þessa dagana." FYLGIST ÞÚ MEÐ EINHVERJUM ÖÐRUM (ÞRÓTTUM EN KÖRFU- BOLTA? „Ég er algjör fótboltasjúklingur og horfi grimmt á enska boltann." J HVAR SLAKARÞÚ A? „Það geri ég heima hjá mér. Ég slaka mest á yfir fótbolta svo framarlega að Manchester United sé ekki að keppa. Þá eru of miklar tilfinningar í i gangi til að slaka á." ^ EFTIRMINNILEGASTA STUND A (ÞRÓTTAFERLINUM? „Ætli það sé ekJd bikarmeistaratítil- inn 1999 þegar við lögðum Keflavík. Við snerum þar töpuðum leik í unninn á Teitur Örlygsson ej. -ÍæsSS’ h'karrium um helm Te't Örlygsso 9‘na gerir HVERVAR MUNURINN A LEIK YKKAR í STÓRSIGRUNUM GEGN GRINDAVfK, KR OG ÞÓR A. OG SVO TAPINU GEGN SNÆFELLI? „f Snæfellsleiknum fannst mér menn vera allt of yfirspenntír og ekki jafnandlega tílbúnir og við höfðum verið. Það sást greinilega gegn Snæfelli og strákarnir gerðu sér algjörlega grein fyrir því. Þegar ég kom inn í klefa eftír leik sagði ég strax við liðið að velta sér ekki upp úr leiknum því það vissu allir inni í klefanum hvað hefði gerst. Ég var algjörlega áhyggjulaus eftír þennan leik enda sást það strax á næstu æfingu að menn ætluðu ekki að láta þetta á sig fá." HVERNIG FINNUR ÞÚ ÞIG SEM ÞJALFARI? „Þetta er mun erfiðara en ég hélt en gríðarlega skemmtílegt og gefandi, sérstaklega þegar vel gengur eins og núna. Hugurinn í hópnum er alveg frábær og þetta er ofboðslega skemmtilegt." MYNDIR ÞÚ FREKAR VILJA SPILA EN ÞJALFA? „Ef ég hefði líkamann í það myndi ég frekar vilja spila. Að þjálfa er samt gríðarlega gefandi þegar maður æfir og æfir eitthvert leikkerfi og sér þau svo virka í leik og enginn getur stöðvað okkur, það er frábært að horfa á.“ ER ERFITT AÐ ÞJÁLFA NJARÐVÍK? „Já, ég hugsa að það sé erfiðast að þjálfa Njarðvík af öllum liðum á landinu. Pressan í bænum er rosalega mikil og við erum aldir upp við árang- ur. Það er ofí gert grín að því hjá Njarðvík að það sé andspyrnuhreyf- ing í stúkunni. Það skiptí engu máli hverjir spili eða þjálfi, það er alltaf pressa. Þótt það sé einhver and- spyrnuhreyfing eiga allir það sam- eiginlegt að halda með Njarðvík. Þótt það sé oft mikfl gagnrýni er mikilvægt að taka það jákvæða úr henni og það er það sem ég geri. Ég er það nýr í starfi að ég tek allri gagnrýni opnum örmum og hef fengið reynda leikmenn og þjálfara til að hjálpa mér í ár." tomas@dv.is Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum. 18:30 COCA COLA MÖRKIN Farið yfir óll mörkin og helstu atvikin í leikjum síðustu umferðar í Coca Cola deildlnni. 19:00 SUNDERLAND - PORTSMOUTH 20:40 BOLTON - BLACKBURN Ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik umferðarinnar eru sýnd. ^ % .* ÍÞRÓTTAM0LAR DRAUMABYRJUN HJA PATO Undrabarnið Alexandro Pato hjá AC Milan lék um helgina sinn fyrsta leikfyrir liðið. Mikil eftirvænting var fyrir fyrsta leik stráksins sem brást engum og skoraði strax í þessum fyrsta leik. Hann skoraði fimmta markMilan!5-2 sigri á Napoli og vonast nú Milan- menn til að þetta sé það sem koma skal enda þarf liðið á fleiri sigrum að halda ætli það sér eitthvað á leiktíðinni. Pato lék viö hlið átrúnaðargoðs sins, Ronaldos, sem skoraði tvö mörk ( leiknum.„Ég vil tileinka þetta mark fjölskyldu minni og kærustu. Það var æðislegt að skora en Ronaldo er enn bestur. Hann var átrúnaðargoð mitt þegar ég var lítill og það var stórkost- legt að fá að spila með honum," sagði Pato. LYKILMENN VANTAR IbikarslaginnAspAni Afríkukeppnin mun hafa áhrif á bikarmeistara Sevilla fyrir seinni leikþeirra! 16 liða úrslitum konungsbikarsins gegn Barcelona. Framherjarnir Freddy Kanoute og Arouna Kone eru farnir á mótið ásamt miðjumann- inum Seydou Keita. Barcelona verður án Samuels Eto'o og YaYaToure af sömu ástæðum og því skörð höggvin (bæði lið næstu vikur. Sevilla getur þó annars stillt up sínu sterkasta liði en hjá Barcelona vantar ennþá Ronaldinho og Leo Messi. Þó gæti verið að Deco komi aftur og þá er spurning hvort Frank Riikjard taki jafngáfulega ákvörðun og ( El Classico um daginn þegar hann lét Eið byrja á bekknum en Eiður skoraði I síðasta leik. Leikurinn er á miðvikudag- inn og staöan er 1-1 eftirfyrri leikinn. Meistarar Indianapolis Colts og meistaraefni Dallas Cowboys eru úr leik: Óvænt úrslit í NFL Það er óhætt að segja að óvænt úr- slit hafi litið dagsins ljós (undanúrslit- um Ameríku- og Þjóðardeildar NFL um helgina. San Diego Chargers tókst það ómögulega og lagði Indianapolis Colts á útívelli og þá sigraði New York Giants Dallas Cowboys á Dallas-vell- inum. New England Patriots og Green Bay Packers unnu bæði sína leiki ör- ugglega. Fyrri leikur Þjóðardeildar var leik- inn á Lambeau-vellinum. Heimamenn í Green Bay Packers tóku þá á móti Seattle Seahawks. Fyrir leikinn var spáð snjókomu og var örlítil úrkoma þegar leikurinn hófst en völlurinn þó iðjagrænn. Það er alltaf búist við mis- tökum í snjókomu en án nokkurs snjós voru það heimamenn í Green Bay sem gerðu mistökin í upphafi leiks. Green Bay-menn byrjuðu með boltann og missm hann strax í fyrstu sókn nánast upp við sitt eigið mark. Seattle lét ekki bjóða sér það tvisvar og tók 7-0 forystu strax í leiknum. í næstu sókn Green Bay misstí liðið aftur boltann á fyrsta keifi upp við markið og eftirleikurinn jafiiauðveldur fyrir Seattle sem skor- aði og var komið með 14-0 forystu eftír fimm mínútur. Þá vaknaði Green Bay tfl lífsins og tók leikinn gjörsamlega í sínar hend- ur. Það skoraði úr næstu fjórum sókn- um sínum og leiddi í hálfleik, 28-10. Seinni hálfleikurinn var gjörsamlega eign heimamanna sem skemmtu sér konunglega í snjókomunni sem var byijuð að falla. Það sást ekki grænn blettur á vellinum og þá líður Pack- ers alltaf hvað best. A meðan bömin bjuggu til snjóengla raðaði Packers inn stígunum og komst í úrslit Þjóðar- deildar með auðveldum 42-20 sigri. HinnleikurÞjóðardeildarkom öllu meira á óvart. Dallas Cowboys, mættí þá New York Giants en gengi þeirra hefur verið upp og ofan. Það voru þó gestimir frá New York sem tóku for- ystuna strax í fyrsm sókn, 7-0, og virt- ust ekkert ætla að gefa eftír á Dallas- vellinum. Fyrsta sókn Dallas endaði með því að það þurftí að sparka frá sér en eftir það vaknaði liðið tfl lífsins og skoraði úr tveimur næstu. Seinni sóknin sem leiddi til þess að liðið komstyfir, 14-7, var met á árinu í NFL. Það lék tuttugu kerfi á leið sinni í markið og át upp tíu mínútur af klukk- unni. Það skfldi því aðeins eftír fimm- tíu og þrjár sekúndur fyrir Eli Mann- ing að vinna með. Eli, sem sannar sig þessa dagana sem leikstjómandi sem getur klárað stóra leiki, náði á þessari Farinn í frí Manning ogfélagarí Colts verja ekki titilinn íár. tæpu mínútu með smá hjálp frá Dallas að komast alla leið í maridð og staðan 14-14 í hálfleik. f seinni hálfleik skor- aði Dallas einungis eitt vallarmark sem þykir ekki tfl eftirbreytni en New York skoraði snertimarkið sem það þurftí og er komið í úrslitaleik Þjóðar- deildar en Tony Romo og félagar em komnir í frí. önnur virkilega óvænt úrslit voru í Indianapolis þar sem heimamenn, meistararnir í Colts, voru slegnir úr keppni af San Diego Chargers. Phill- ip Rivers, leikstjórnandi San Diego, þurfti heldur betur á stórleik að halda og hann skilaði sínu. Metrarn- ir vom ekki margir, 264 kastmetrar samtals, en hann kastaði fyrir þrem- ur snertimörkum. Hinn magnaði Peyton Manning kastaði fyrir 402 metrum og setti einnig þrjú snerti- DV Árbæjarsafn ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 19 Heimilispannan Þessi hefur vafalaust steikt ofan í margan gestinn á sínum tíma. ^ ' 1 ■■ ^ Þröngtá þingi Eins og sjá má var hvorki sérlega hátt til lofts né vítt til veggja á venjulegum heimilum fyrr á tímum. Fjósið Safnið fær jafnan eina kú að láni yfir sumartímann. Hún dvelur stundum hér. Hlóðir (gamla bænum var mjög gestkvæmt Inni í kirkjunni Kirkjan var um tima sóknarkirkja Árbæjarhverfisins, allt þar til | núverandi sóknarkirkja var vígð um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. í kirkjunni Hún var gefin Árbæjarsafninu árið 1959. Safnaðarkirkja úr Skagafirði Kirkjan varfyrst reist á Silfrastöðum (Skagafirði árið 1842. Árið 1896fannst söfnuðinum hún orðin lítil og léleg, enda var hún torfkirkja. Því var ákveðið að taka hana niður og byggja nýja. Bóndinn sem átti jörðina sem kirkjan var á ákvað að reisa kirkjuna sem baðstofu við húsið sitt og varðveittist hún þannig. Framhaldá næstusíðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.