Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 Helgarblað PV álit mannréttindanefndarinnar er einmitt það; álit en ekki dómur. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur einnig haldið því sjónarmiði á loft. Þeir sem styðja kvótakerfið hafa vak- ið athygli hinna á að við fslending- ar höfum ekki framselt dómsvald- ið til mannréttindanefndarinnar þó við heyrum í raun undir hennar lög- sögu. Þannig sé það Hæstiréttur sem hafi lokaatkvæðið. Kanarí skárri kostur Á fslandi hafa nokkrir dómar fall- ið vegna deilna um fiskveiðistj órnun- arkerfið og til eru dæmi þess að bátar hafi haldið til veiða án aflaheimilda til að mótmæla kvótakerfinu. Einna þekktast er „Valdimarsmáiið", mál útgerðarmannsins Valdimars Jó- hannessonar sem sótti um almennt veiðileyfi árið 1996. Leyfið hugðist hann nota til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni. Sjávarútvegsráðu- neytið hafnaði hins vegar umsókn hans á þeim forsendum að leyfið væri eingöngu bundið við fiskiskip og því gætu einstaklingar ekki fengið slík leyfi. Valdimar krafðist þess að ákvörðun ráðuneytisins yrði ógilt á grundvelli fimmtu greinar laga um stjórn fiskveiða og að synjunin bryti í bága við jafnræðis- og atvinnufrels- isákvæði stjórnarskrárinnar. Hæsti- réttur komst að þeirri niðurstöðu að synjun ráðuneytisins yrði felld úr gildi. Annað þekkt mál sem upp hef- ur komið um kvótakerfið á íslandi er „Vatneyrarmálið" sem kom upp árið 1999. Málið snerist um gildi fiskveiðistjórnunarlaga ffá árinu 1990 gagnvart stjórnarskránni. Út- gerðin sem gerði út Vatneyrina BA og skipstjóri skipsins voru sakfelld- ir fyrir að hafa gert út til veiða árið 1999 án aflaheimilda og voru dæmd til greiðslu sektar. f því máli lét Dav- íð Oddsson þau fleygu orð falla að fslendingar ættu bara að loka búll- unni og flytja til Kanarí ef niðurstaða Vatneyrarmálsins yrði stjórnvöldum ekki hliðholl. HB Grandi skuldsettur Það vakti blendin viðbrögð um miðbik síðasta árs þegar Hafró lagði til að þorskkvótinn yrði dreginn saman um þriðjung. Þegar Einar K. Guðfinnsson ákvað að fara í einu og öllu eftir ráðgjöfinni létu menn heyra öllu meira í sér enda var bú- ist við að niðurskurðurinn yrði mun minni. Uppsagnir hjá sjávarútvegsfyr- irtækjum og lokanir þeirra hafa ekki farið framhjá neinum. Nýjasta dæmið er lokun HB Granda á Ákra- nesi. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa flest sameinast öðrum og þannig reynt að auka hagkvæmni rekstursins. Markmið sameiningar skilar því meiri hagnaði en áður. HB Grandi er stærsta félagið á íslenskum markaði í dag en skuldir þess voru 21,8 millj- arðar fyrir árið 2006. Á sama ári nam tapið tæpum 2 milljörðum. Tekjur á þessum tíma voru 13,6 milljarðar en inni í því er sala eigna. Þessar tölur sýna þó ekki hvaða afleiðingar niðurskurðurinn hefur og er búist við að útlitið verði enn svartara fyrir HB Granda þegar árs- skýrsla fyrir árið 2007 verður birt í mars. En þetta er sú þróun sem hef- ur átt sér stað hjá íslenskum sjáv- arútvegsfýrirtækjum og veit ekki á gott. Með þetta í huga verða aðgerð- ir HB Granda á Akranesi skiljanleg- ar. Engin endurnýjun innan sjávarútvegsins Reglan hefur gjarnan verið sú að þegar kvóti er seldur hefur ágóðinn ekki farið í fjárfestingar innan sjáv- arútvegsins, svo sem í kaup á nýjum skipum. Fjármagnið flæðir því út úr greininni og skuldirnar aukast. Heildarskuldir sjávarútvegs- ins voru 304 milljarðar um miðbik síðasta árs. Þá höfðu þær hækkað úr 219 milljörðum á tveimur árum og enn meira frá árinu 2003 þegar skuldirnar námu 186 milljörðum. Sú staðreynd að tekjumar standa í stað á meðan skuldirnar aukast rennir stoðum undir að tekjunum hafi ekki verið varið í að fjárfesta innan grein- arinnar. Sveiflur á erlendum fjármálamörkuðum Arnar Sigurmundsson, formaður Sambands fiskvinnslustöðva, gerði gengisþróun að umtalsefni á síðasta aðalfundi félagsins og setti hana í samband við þróun í sjávarútvegi hér á landi. Ef horft er á þróun gengisvísitölu Seðlabankans frá september 2006 koma í ljós þær sveiflur sem orðið hafa á gengi krónunnar innan tíma- bilsins. Ef miðað er við mánaðarlega W HVERFANDI ATVINNUTÆKIFÆRI Fiskvinnsla í landi minnkar með minni aflaheimildum og því fækkar atvinnu- tækifærum fólks á landsbyggðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.