Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 Feröir DV TEQUILA Stórt hliö verndar göinlu verksmiöjuna enda stafar mikíl eldhsetta af alkóhólgufum. 1\D1A\ LUNCll I rom I I : !0 1 >:(*(> ÍNDIAN DINNLR l'rom 10:00 22:00 £Á FERÐINNI Golf a Flonda Ferðaklúbbur Golfbúðarinnar í Hafnafirði skipuleggur nú golfferðirtil Flórída með lcelandair - frá janúar til aprfl 2008. Það er þó þegar orðið uppselt (sumar ferðirnar en enn eru laus sæti í tveggja vikna ferðirnar 11.2. -26.2 og 25.2,- 10.3. Verð á manninn er hundrað þúsund krónur og er flug, bílaleigublll, gisting og ótakmark- að golf á fjórum golfvöllum. Tilvalið fyrir golfara að skella sér og stytta með því veturinn. Nánari upplýsingar á golfbudin.is. INDIAN - PAKISTANl CUISINE AUSTURSTRÆTI 4, Tel: 551 0292 . www.shalimar.is Tónleikaferðir Express-ferðir bjóða upp á mjög svo spennandi tónleikaferðir með heimsfrægum listamönn- um. Flestir tónleikarnir eru haldnir (London. Við erum að tala um nöfn á borð við Björk í London 14. apríl, Foo Fighters í London 6. júní, Radiohead í London 24. júní og Bruce Springsteen (Gautaborg. Páskaferð til hálandanna Skosku hálöndin eru án efa meðal fallegustu svæða (Evrópu og þó víöar væri leitað. Þetta er hérað fjalla, djúpra dala, vatna og eyja með stórbrotnu landslagi og merkilegri sögu. Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn býður nú upp á páskaferð um skosku hálendin. ( Hálöndunum eru frægustu og bestu viskí heimsins búin til og ( ferðinni verðurframleiðsluferlið og saga þessarar mikilvægu útflutningsafurðar Skota könnuð. Að sjálfsögðu verður einnig farið á slóðir hinna sívinsælu þátta um Hálandahöfðingjann. Fararstjórar eru Ingibjörg Geirsdóttir og Snorri Guðmundsson. í Jalisco-héraði í Mexíkó, skammt frá stórborginni Guadalajara, stendur lítill og syfjulegur bær sem ber hið kunnuglega nafn Tequila. Af óteljandi smábæjum í þessu stóra landi, sem allir virðast við fyrstu sýn vera eins, er þessi fátæklegi bær þó líklega sá allra frægasti. Orðspor hans er margfalt á við það sem stærð hans og íbúatala gætu nokk- urn tíma gefið tilefni til. í Tequila og á hásléttunum allt í kring varð hinn heimsfrægi samnefndi drykk- ur nefnilega til. Og enn í dag er miðstöð ffamleiðslu og bruggunar tequila að finna í bænum. Drykkur- inn heimsffægi er upphaflega unn- inn úr plöntunni agave tequilana sem vex aðeins í kringum Tequila, sem er í um 1.600 metra hæð yfir sjávarmáli. Margar tegundir af plöntunni vaxa þó víða um landið, en samkvæmt Mexíkóskum lögum verður 51 prósent af hráefninu sem drykkurinn er unninn úr að vaxa á svæðinu í kringum Tequila. Mörg hundruð ára hefð Miðað við það að tequila er ein mest selda áfengistegund í heimin- um og hversu gífurlega miklir hags- munir eru af ffamleiðslu drykkjar- ins, er yfirbragð bæjarins látlaust og afar hefðbundið. Ætla mætti að fyrir tilstilli markaðsafla væri búið að ferðamannavæða staðinn meira en raun ber vitni. En þar er hvorki að finna minjagripabúð né stór áberandi skilti sem minna gestinn á að hann sé kominn til eins konar vöggu ofurölvunar og minnisleysis, en segja má að drykkurinn hafi öðl- ast það orðspor í Bandaríkjunum og Evrópu. Kannski er það ekkert skrítið þar sem svo miklar áfengis- gufur eru í loftinu við gömlu verk- smiðjuna að innandyra er bann- að að taka ljósmyndir með flassi, vegna eldhættu. Hvorki salt né sítróna fbúar Jalisco-héraðsins eru stoltir af afurðum sínum og varla er hægt að panta áfengan drykk á svæðinu án þess að hann innihaldi Tarantúla Tarantúlurfmnast 1 suövesturfylkjum Bandaríkjanna, aðallega f Kaliforníu, Arizona og Texas. Einnig eru þær algengar á skógarsvæðum Mið-Amerlku, Mexíkó og um alla Suður- Amerlku. Algengt er að þær grafi sig I litla holu (jörðinni og '3 bíði þar eftir bráð sem þær stökkva síöan á og blta.Tarantúlur veiða aðallega á næturnar og er helsta bráð þeirra skordýr, smávaxnir froskar og körtur, mýs og önnur lítil spendýr. ■ tequila. Þegar sá sem hér skrifar ræddi við starfsmann einnar verk- smiðjunnar sagðist hann ekki skilja drykkjumenninguna á Vesturlönd- um, sem felur í sér að sleikja salt og bíta í sítrónu á sama tíma og tequila er drukkið. Slíkar aðferð- ir eru aðeins til þess að gera út af við hið sérstaka bragð sem áralangt ffamleiðsluferli hefur gætt drylck- inn. Rétt er að drekka drykkinn óblandaðan og án aukaefna, en af illri nauðsyn geta nokkrir dropar úr lime-ávextinum verið réttlætanleg- ir til aðstoðar. HeimsókntilTequila er að mörgu leyti eins og að stíga aftur í tímann og upplifa gamla og sögulega Mexíkó. Sömu fjölskyldurnar hafa plægt jörðina kynslóð eftir kynslóð og breytingar hafa verið mjög hægfara. Landbúnaðurinn er ffumstæður og ekki að sjá að breytinga sé að vænta. Sá veruleiki sem blasir við gestum í Tequila er gífurlega langt ffá Tex-Mex- væðingunni í stórborgum landsins sem verða sífellt vestrænni. í Tequila hefur gamli tíminn enn ekki sleppt takinu og konur jafnt sem karlar drekka tequila og segja svo: „Salút!" Alveg eins og þau hafa alltaf gert. -vör SHALimAR^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.