Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Blaðsíða 46
4« FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 Helgarblaö DV .i f Charles Starkweather Eftir fyrsta morðið fannst honum hann vera kominn á annað tilverustig. Kattaraugu Engilsaxneskt máltæki segir að forvitnin hafi orðið kett- inum að aldurtila, en sú varð ekki raunin hjá einum slíkum í Austin í Texas-íylki í Bandaríkj-. unum.Fyrir tilviljun fann hann mikið magn barnakláms og stuðlaði að handtöku eiganda þess. Kötturinn var að kanna ný híbýli sín og fjölskyldu sinnar þegar hann rakst á gat í einum veggnum. Við nánari athugun kom í ljós fjöldi geisladiska sem komið var í hendur lögreglunn- ar. Lögreglan komst fljótlega að því að þeir innihéldu barnaklám og var í lófa lagið að finna fýrri íbúa íbúðarinnar. Sá heitir Luis limenez og hefur verið ákærður fýrir vörslu barnakláms og á yfir höfði sér tíu ára fangelsi. Neyðarleg símtöl Starfsfólk neyðarþjónust- unnar í Hróarskeldu í Dan- mörku hafði ekki undan að svara símanum í byrjun febrúar. Ekki var því um að kenna að svo margir þyrftu á aðstoð að halda heldur var um að ræða afar einmana fimmtíu og þriggja ára konu. Frá miðnætti 1. febrúar og í þrjá tíma samfleytt hringdi konan í neyðamúmerið og á endanum var bmgðið á það ráð að senda lögregluna heim til hinnar einmana konu. Þar fann lögreglan tvo farsíma og heim- ilissíma sem allir voru gerðir upptækir. Konan mátti sækja þá þegar hún væri orðin allsgáð. Smávaxmn vekurkátmu Tuttugu og eins árs Þjóðverji fór heldur betur flatt á eigin dónaskap. Einhverra hluta vegna fann hann hjá sér þörf til að senda mynd af kynfærum sínum í farsíma nokkurra stúlkna. Þar sem hann hafði ekki fyrir því að hylja slóð sína vissi hann ekki fyrr en hann var dreginn fyrir dóm vegna athæfisins. Þótt sönnunargögn gegn honum væru yfirgnæfandi vöktu þau almenna kátínu í dómssalnum og viðstöddum var hulin ráðgáta hvað bjó að baki þessari sýniþörf. Dómarinn j sagðiaðumfangjafnaldrans hefði verið svo lítið að allir viðstaddir skelltu upp úr. Charles Starkweather fæddist í Lincoln í Nebraska 1938. Sagan segir að hann hafi ekki átt slæmar minn- ingar úr bamæsku sinni og aldrei liðið skort af nokkru tagi. Hann átti sex systkini og í augum samfélagsins í Lincoln var Starkweather-fjölskyldan til fyrirmyndar og börnin vel upp alin. Charles átti því óláni að fagna að hafa fæðst með ágalla á fótleggjum og einnig átti hann við örlitla málhelti að stríða. Þetta varð hvort tveggja til þess að honum var oft strítt og varð jafnvel fyrir barsmíðum á sínum yngri árum. Charles Starkweather fann til samkenndar með James Dean og samsamaði sig þeim uppreisnaranda sem hann varð þekktur fyrir. Arið 1957 þegar Charles var átján ára kynntist hann Caril Ann Fugate, sem þá var íjórtán ára og kenndi henni að keyra bfl. Einn góðan veðurdag lenti Caril Ann í árekstri og lenti kostnaður vegna þess tjóns á föður Charles. Vegna þess upphófst mikið ósætti milli feðganna og endaði það með því að Charles var vísað úr föðurhúsum. Fyrsta morðið Forsaga fyrsta morðsins var á þá leið að Charles hafði komið við á bensínstöð í Lincoln í nóvember 1957. Þar ætlaði hann að láta skrifa hjá sér leikfangahund handa Caril Ann. Afgreiðslumaðurinn, Robert Colvert, var ekki tilbúinn að verða við þeirri umleitan og Charles yfirgaf bensínstöðinaæfurafreiði.Morguninn eför fór Charles á bensinstöðina vopnaður haglabyssu. Hann fór þó óvopnaður inn og komst að því að Colvert var einn við afgreiðslu. En tvær grímur virtust renna á Charles og hann settist upp í bíl sinn og ók á brott. Hann sneri þó aftur að stöðinni og fór inn og keypti tyggjópakka og yfirgaf stöðina enn á ný. Charles lagði bíl sínum skammt frá bensínstöðinni og fór síðan fótgangandi og vopnaður til baka og eftir að hafa haft eitt hundrað dali úr kassanum neyddi hann Colvert með sér að bílnum. Charles ók síðan á fáfarinn stað og skipaði Colvert út úr bílnum. Til átaka kom á milli þeirra sem enduðu með því að Charles tók Colvert af lífi. Charles viðurkenndi ránið fyrir Caril Ann, en sagði að Colvert hefði verið myrtur af einhverjum öðrum. Hún trúði honum ekki. Fjölskylda Caril Ann myrt I janúar 1958 fór Charles heim til Caril Ann til að heimsækja hana. Þegar hann komst að því að hún var ekki heima rann á hann mikið æði og þegar upp var staðið hafði hann myrt móður hennar og stjúpföður og barið tveggja ára systur Carol Ann til ólífis. Líldn faldi Charles hér og þar á bak við húsið. Þegar Caril Ann kom heim hengdu þau miða á útidyrahurðina þar sem fólk var varað við flensu á heimilinu. Þau dvöldu á heimilinu í sex daga eftir morðin. Amma Caril Ann fylltist grunsemd- um og hafði samband við lögregluna, en þegar hún kom á staðinn voru skötuhjúin flogin úr hreiðrinu. Charl- Þegar upp varstaðið hafði hann myrt móður hennar og stjúpföður. es og Carii Ann fóru til Nebraska og heimsóttu fjölskylduvin Stark- weather-fjölskyldunnar, hínn sjötuga August Meyer og Charles, sem var kominn á bragðið, skaut hann í höfuðið. Skömmu eftir að þau yfirgáfu heimili Meyers þurftu þau að yfirgefa bíl sinn sem var fastur í leðju. Þeim til happs stoppuðu tveir táningar, Robert Jensen og Carol King, hjá þeim og buðu þeim far. Charles neyddi þau til að aka á yfirgefið býh og þar voru þau myrt í kjallaranum. Síðar viðurkenndi Charles að hafa myrt Jensen, en hélt því fram að Caril Ann hefði myrt King. Nýr fararskjóti og ný fórnarlömb Nú voru skötuhjúin komin með farartæki og óku til Lincoln. Þar stefndu þau á auðuga bæjarhlutann og tóku hús á C. Lauer og Clöru Ward. Húsbóndinn var ekld heima, en húsmóðirin Clara Ward og þjónustustúlkan Lillian Fencl mættu þar örlögum sínum. Báðar voru þær smngnar til bana. Síðar um kvöldið kom húsbóndinn heim og Charles skaut hann til bana. Síðan fylltu Caril Ann og Charles Packard-bifreið Lauers af þýfi úr húsinu og óku sem leið lá til Wyoming. Þegar þar var komið sögu þurftu þau á nýjum bíl að halda því Packardinn vakti mikla athygli. Þau óku fram á sölumanninn Merle Collison sem hafði ákveðið að fá sér hænublund í Buick-bifreið sinni. Charles vakti hann og skaut til bana. En þegar hann ætlaði að aka af stað drap bíllinn á sér. Handbremsan var ekki „handbremsa" heldur fót- stigi sem þurfti að stíga á. Þetta var nýtt fyrir Charles og hvorki gekk né rak að koma bílnum af stað. Þegar bílstjóri sem átti leið ffam hjá bauðst til að hjálpa Charles kom til handalögmála, en það var ókunna manninum til happs að lögregluna bar að í sömu mund. Charles reyndi flótta en lögregluþjónninn skaut úr byssu sinni á bifreiðina með þeim afleiðingum að glerbrotum rigndi yfir Charles. Charles hélt að hann væri alvarlega særður og stöðvaði bílinn. Mótsagnakenndur framburður Caril Ann hélt því fram að hún hefði verið gísl Charles og hann hefði hótað henni öllu illu. Charles hélt því fyrst fram að hún hefði ekk- ert komið nálægt morðunum, en þegar frá leið breytti hann ffam- burði sínum. Charles Starkweather var tekinn af lífi í rafmagnsstólnum í ríldsfangelsinu í Nebraska 25. júní 1959. Carif Ann var dæmd til h'fs- tíðarfangelsis, en var náðuð 1976. Kaldhæðni örlaganna háttaði því þannig til að Starkweather er garfinn í Wyuka-kirkjugarðinum í Lincoln, þeim sama og geymir líkamsleifar fimm fómarlamba hans. Stjórnvöld í Mississippi í Bandarikjunum skera upp herör gegn offitu: Bannað að fóðra feita Meðalþyngd íbúa í Bandaríkjunum er óvíða meiri en í Mississippi-fylki. Löggjafarsamkundunni þar er nú loksins ofboðið og lagt hefur verið fram lagafrumvarp til að taka á vandamálinu. Óhætt er að segja aö ekki sé ráðist á garöinn þar sem hann er lægstur og má fullvíst telja að úrræðin sem mælt er með munu verða umdeild. Ef umrædd lög ná fram að ganga mun það verða refsivert að afgreiða fólk, sem greinilega á við offitu að stríða, á veitingastöðum. Heilbrigð- isyfirvöld í fylkinu munu leggjtt línurnar í orðsins fyllstu merkingu og gefa út opinber viðmiðun- armörk. Lagafrumvarpið er runnið undan rifj- um repúblikanans Teds Mayhall, en hann við- urkennir fúslega að litlar líkur séu á því að það verði að lögum. Þrjátíu prósent of þung Ted Mayhall vill með frumvarpinu vekja at- hygli á því vandamáli sem offita er og þeirri áhættu sem fylgir því að hlaupa í spik meira en góðu hófi gegnir. Offitu getur meöal annars fylgt sykursýki, en sá sjúkdómur íþyngir nú um stund- ir verulega fjárlögum fylkisins. Samkvæmt tölum síðasta árs eru þrjátíu prósent íbúa Mississippi- fylkis þyngri en heilbrigt getur talist og er það met í Bandaríkjunum. í öðru sæti er Vestur-Virg- inía og Alabama í þriðja sæti. Of snemmt er að segja fyrir um hvaða viðbrögð lagafrumvarpið mun vekja. Þó er nokkuð öruggt að feitir munu ekki sætta sig við að geta ekki lengur farið á veitingastað og gert sér góðan dag með vænni steik og tilheyrandi, enda þegar upp er staðið ekki líklegt að frumvarpið verði að lögum. En tillagan hefur vakið þá athygli sem vænst var. I þyngri kantinum Offita íþyngir fjárlögum Mississippi. Charles Starkweather var fjöldamorðingi og var uppi um miðja siðustu öld. Á ferða- lagi með vinkonu sinni skildi hann eftir sig slóð lika. Margar kvikmyndir hafa verið byggðar á ferli hans og sú frægasta er án efa Natural Born Killers sem skartaði Woody Harrelson og Juliette Lewis i aðalhlutverkum. / \ / / í \ \w \ 1 \ / / / 1 Wá\ \ Lögreglan í Flórida í Bandaríkjunum stöðvaði konu sem ók yfir á rauðu Ijósi. Við nánari athugun kom í Ijós að bílstjórinn, Tina D. Williams, var undir áhrifum áfengis og auk þess fannst lögreglunni forgangsröðunin hjá henni frekar undarleg. Hún hafði spennt bjórinn sinn í farþegasaetið frammi í en ungbarn hennar lá óspennt í aftursætinu. Hún á yfir höfði sér kærur af ýmsum toga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.