Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 Helgarblaö PV draumaustinn SAMAN A LEIKSKÓLANUM Anna Helga nýtur þess að leika við son sinn á leikskólanum, en eitt af markmiðum hennar er einmitt að segja syni sínum daglega hvað hún elskar hann mikið. bFTTA FR ÞAÐ HELSTA SEM ER Á DRAUMAUSTANUM MÍNUM, HANN FER ÞÓ ÖRT STÆKKANDI OGIHUGA MlNUM ER HANN RAUN ÓENDANLEGUR." Segja syni mínum að ég elski hann á hverjum degi. Hætta að vera feímin. (Er í stöðugri vinnslu.) Fara að hreyfa mig og komast (kjörþyngd. (Er (vinnslu.) Ganga um Hornstrandirnar. Passa (gamla kjólinn hennar mömmu. Kaupa mér eigin íbúð. Fá mértattú. Koma fram í sjónvarpi og syngja. Fara til Egyptalands og skoða píramidana. (Er að safna.) Fara á fílsbak. Fara I fallhlífarstökk. ^ rið 2002 gerðist það að Anna Helga Guð- mundsdóttir fékk floga- kast. Henni var eðlilega illa brugðið en floga- köstin voru komin til að vera. „Ég fór í ýmsar rannskókn- ir og eftir að heil- inn var mynd- aður komu ljós einhvers konar breytingar í höfð- inu, eins og læknarnir orðuðu það." Hún var sett á flogalyf í kj ölfarið sem hún hefur tekið samviskusamlega í nokkur ár. Anna Helga hefur farið í reglulegar læknisskoðanir frá þess- um degi þar sem fylgst hefur verið með heilsu hennar. Fimm árum eftir fyrsta flogakastið breyttist hins veg- ar aðeins hljóðið í læknum önnu Helgu. Heilaæxli „f febrúar í fyrra breyttust „breyt- ingamar" í höfðinu á mér í heila- æxli. Æxlið, sem er góðkynja, er staðsett utarlega í hægri heilaberk- inum og samkvæmt læknunum er það nokkuð góður staður ef ske kynni að fjarlægja þyrfti æxlið," seg- ir Anna Helga sem lækkar tóninn í röddinni. „Það skipti mig einhvern veginn engu máli að heyra orðið góðkynja því orðið heilaæxli var nóg til þess að tilvera mín hrundi," segir hún um fyrstu viðbrögð sín við frétt- unum. „Þó svo að æxlið sé góðkynja þessa stundina getur það alltaf tekið breytingum til hins verra og breyst í illkynja æxli, ég geng því alltaf með þann ótta í maganum." Fljótlega eftír að Anna Helga fékk fréttirnar lagðist hún í þunglyndi. „Mér leið eins og ég væri undir fall- öxi, það var bara spurning um hve- nær hún myndi falla." Maður og barn í borginni Anna Helga er fædd og uppalin í Bolungarvík og býr þar í dag. í Bol- ungarvík lauk hún sinni barnaskóla- og menntaskólagöngu en ákvað að henni lokinni að láta þann draum rætast að flytja til Reykjavíkur. Hún hóf nám við Kennaraháskóla fs- lands. í höfuðborginni skaut hins vegar Amor upp kollinum og f kjöl- farið breyttist líf hennar til frambúð- ar. „f stað þess að klára skólann náði ég mér í mann. Við fórum að búa og ég varð ólétt stuttu síðar." En fæstir vita hvað framtíðin ber í skauti sér og rétt eftir að Önnu Helgu fæddisí sonur skUdi hún við sambýlismann sinn og fluttíst aftur á heimslóðirnar, Bolungarvík. Bænastund Á Bolungarvík búa um níu hundruö manns og eins og á mörg- „MER LEIÐ EINS OG EG VÆRI UNDIR FALLÖXI, ÞAÐVAR BARA SPURNING UM HVENÆR HÚN MYNDIFALLA." um minni stöðum landsins mynd- ast oft þétt og góð stemning og allir vita allt um alla, eins og sumir vilja meina. Þetta átti einmitt vel við eft- ir að Anna Helga fékk fféttirnar um heilaæxiið. „Fréttirnar fóru eins og sinueldur um Bolungarvík. Fólk var slegið yfir fréttunum og ræddi þetta að mér skilst mikið sín á milli. Það var duglegt að spyrja hvemig ég hefði það og það fannst mér virkilega góð tilfinning. Ég ffétti það löngu seinna að haldin hefði verið lítíl bænastund fyrir mig hér á Bolungarvík," segir Anna Helga, djúpt snortín. Ósátt við sjálfa sig Eftir að hafa barist við þunglyndi í nokkra mánuði ákvað Anna Helga að þetta gengi ekki lengur. Móðir hennar átti einnig mikinn þátt í því að rífa hana upp úr þessu ástandi. „Mamma og pabbi búa hérna við hliðina á mér og þau hafa hjálpað mér ótrúlega mikið í gegnum þetta. Einnig hefur barnsfaðir minn sýnt ómetanlegan stuðning ffá því ég veiktist." Þegar Anna Helga var tilbú- in að takast á við og horfast í augu við andlegt ástand sitt líkaði henni ekki það sem hún sá. „Eftír mikla sjálfs- skoðun sá ég margt sem mér mislík- aði. Ég ákvað að gera lista með öllu því sem ég vildi bæta í mínu fari." 25 kíló farin Fyrsta verkefnið á listanum var að takast á við þyngdina. „Ég hafði þyngst töluvert ffá fæðingu sonar míns og nú var mér nóg boðið. Ég skráði mig á átaksnámskeið, fór í einkaþjálfun og ákvað að taka þetta verkefni mjög alvarlega." Nú ári síð- ar hefur Anna Helga misst heil tut- tugu og fimm kíló og er því óhætt að segja að hún hafi staðið sig vel. Hún tekur hólinu þó af hógværð og segist bara vera hálfnuð. Blaðamaður spyr í gamansömum tón hvort það hangi draumakjóll í draumastærð utan á fataskápnum hennar. Anna Helga svarar spurningunni játandi og seg- ir að stefnan sé tekin á að komast í gullfallegan kjól sem móðir hennar áttí sem ung stúlka. „Ég á nú bara tvær fatastærðir eftir til að passa í hann," segir hún ánægð. Stórir draumar Þetta er nú ekki eina markmiðið á lista Önnu Helgu. „Það er nú bara þannig að ég hafði hugsað mér fullt af hlutum sem mig langaði að gera á lífsleiðinni en það að fá svona ffétt- ir fékk mig tíl að gefa aðeins í. Það er ekkert sjálfsagt að maður lifi ffam á gamalsaldur." Á listann var einn- ig búið að setja niður það markmið að kaupa íbúð og það hefur Önnu Helgu nú tekist. Einnig dreymir hana um að ferðast og hefur hún nú þegar hafist handa við að safna í ferðasjóð. „Ég geri eitt og annað tíl að drýgja tekjurnar, eins og að tiha tómar dós- ir og selja þær." Draumurinn er að fara tíl Egyptalands að sjá píramíd- ana. „Einnig dreymir mig um að sitja á fílsbaki. Þetta gerist kannski ekki á næstunni en þetta mun gerast." Sigrast á feimninni Anna Helga segist alltaf hafa ver- ið mjög feimin og hógvær. „Þegar ég fer að hugsa til baka, þá er þessi óskostur minn eiginlega búinn að halda affur af mér í lífinu. Ég hef allt- of oft hugsað: Æi, ég get þetta ekki." Þegar Anna Helga fór í gegnum sjálfsskoðunina var þetta mál einn- ig ofarlega á lista. „Ég var orðin leið á því að eyða lífinu í að vera feimin. Tilhugsunin um að koma fram opin- berlega kallaði fram hræðilega van- líðan." Rétt eins og með þyngdina ákvað Anna Helga að fara að vinna markvisst í þessu máli. „Fyrsta skref- ið var að læra að syngja." Sungið fyrir alþjóð Nú fyrir smttu kom Anna Helga fram fyrir framan hvorki meira né minna en alla þjóðina í nýjum sjón- varpsþætti Bubba Morthens þar sem hún keppti í söng. „Árangurinn í keppninni skipti mig engu máli, fyrir mér var þetta stórsigur." Anna Helga segir að þrátt fyrir að hafa tekist þetta hafi þetta ekki verið það auðveldasta sem hún hafi gert. „Blóðið hættí að renna fram í hendumar á mér og í huga mínum skalf röddin allan tímann og ég gat ekki ímyndað mér annað en að þetta myndi tita hræðilega út í sjónvarp- inu. Þegar ég svo sá þetta var ég bara mjög sátt." Auk þess að hafa sungið í sjónvarpinu hefur Anna Helga sung- ið á þorrablóti og við fleiri tækifæri, það er því óhætt að segja að stúlk- an ætli ekki að lúta í lægra haldi fyrir feimninni í lífinu. Táknrænt tattú „Eitt af því sem mig hefur allt- af langað til að gera en aldrei þor- að er að fá mér tattú," segir Anna Helga sem heldur áfram að tala um drauma sína. „Ég hef ákveðið að gefa sysmr minni fullt frelsi til að teikna fýrir mig tattú. Hún er mjög lagin í höndunum." Blaðamaður spyr hvar ætfunin sé að tylla þessu tattúi, varla fær systirin fullt frelsi til að velja stað og stærð, eða hvað? „Nei, hugsun- in er að setja tattúið á hægri úlnlið- inn. Tattúið þarf einnig að vera tákn- rænt, fyrir mig og líf mitt. Ég var búin að hugsa eitthvað eins og lífsins tré en ég treysti henni fullkomlega fyr- ir þessu. Ég er mjög spennt að láta þetta verða að veruleika," segir Anna Helga sem er greinilega rétt að byrja að láta drauma sína rætast. Listinn mikli í þessu samtali blaðamanns og Önnu Helgu heldur listinn með öllum draumum hennar áfram að koma upp. „Ég vinn markvisst í því að framkvæma það sem ég er búin að skrifa niður. Ég verð hins vegar að viðurkenna að listinn er alltaf að lengjast. Það er líka gaman að segja frá því að það er alltaf að fjölga híut- unum sem mér tekst að krossa yfir. Það er nauðsynlegt að endurskoða listann reglulega og vera meðvituð um markmiðin."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.