Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Blaðsíða 37
PV Helgarblað
FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 37
Fyrir rúmu ári greindist ANNA HELGA GUÐMUNDS-
DÓTTIR aðeins þrítug að aldri með heilaæxli. Fréttirn-
ar urðu til þess að hún bjó til lista yfir drauma sem hún
vinnur nú markvisst í að láta rætast. Einn þeirra var að
syngja opinberlega og það gerði hún með stæl í þættin-
um Bandið hans Bubba nú á dögunum.
//■
,ÉG FRÉTTIÞAÐ LÖNGU
SEINNA AÐ HALDIN HEFÐI
VERIÐ LÍTIL BÆNASTUND
FYRIR MIG Á BOLUNGARVÍK."
Lifir í óttanum
Síðar í þessum mánuði fer Anna
Helga í fyrstu skoðunina og mynda-
tökuna eftir að í ljós kom að hún væri
með heilaæxli. „Ef rannsóknirnar
sýna að æxlið hefur breyst, stækkað
eða færst úr stað verður það líklega
fjarlægt," segir Anna Helga. Það hlýt-
ur að vera undarleg tilfinning að vita
af æxli í höfði sér og þurfa að óttast
það að allt gæti mögulega breyst til
verri vegar. „Fyrst eftir fréttimar var
ég meðvituð um æxlið á hverjum
einasta degi, það hefur sem betur
fer lagast. Það verður þó að viður-
kennast að ég lifi í þeim ótta að góð-
kynja æxlið breytist í illkynja."
Framtíðin á Bolungarvík
Anna Helga vinnur á leikskól-
anum á Bolungarvík og er afar sátt
í starfi sínu. „Ég vinn sem stuðn-
ingsfulltrúi fýrir fadað barn og fæ
virkilega mildð út úr því starfi." Þar
sem það er bara einn leikskóli á Bol-
ungarvík er þriggja ára sonur henn-
ar á þessum sama leikskóla. „Hann
er einmitt nýkominn yfir á eldri
deildina, sem ég vinn á. Þetta geng-
ur svona misjafnlega vel hjá okk-
ur mæðginunum, hann reynir að
komast svolítið langt með mömmu
sína, svona eins og þriggja ára gutt-
ar gera." Þau mæðginin búa í góðu
yfirlæti á Bolungarvík og stefna á
að gera það í nánustu framtíð. „Hér
höfum við allt til alls og hér h'ður
okkur vel," segir Anna Helga sem
ætíar sér að nýta hvern einasta dag
lífsins til hins ítrasta.
kolbrun@idv.i5
Allir ættu að taka önnu Helgu sér til fyrimyndar og skrifa niður drauma sfna og
markmiö. DV hefur útbúið einfalda uppskrift að draumalista sem auðvelt er að fylla
út. Settu þér tvö til þrjú markmið íhverjum flokki. Um leið og þú skrifar niður
markmið þfn hefur þú tekið fýrsta skrefið I átt að draumum þfnum. Gangi þér vel!
DRAUMALISTINN MINN
1. MAKI
2. FJÖLSKYLDA.
3. VINIR_______
4. ATVINNA.
5. HEILSA
6. ÁHUGAMÁL