Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 Fréttir DV Það er framið sjálfsmorð á fjörutíu sekúndna frestí og fjöldi fórnarlamba ermeiri en fellurí stríði eða er myrtur. Sjálfsmorðsaldan sem skall á samfélaginu í Bridgend í S- Wales fyllti íbúa þar miklum óhug. Nú hefur komið í ljós að tíðni sjálfsmorða er mun hærri en i fyrstu var talið. Lögregluyfirvöld í S-Wales hafa undanfarið rannsakað Qölda óútskýrðra og óvæntra dauðsfalla. Þrátt fyrir að í ljós hafi komið ákveðin tengsl milli þeirra sem frömdu sjálfsmorð hefur lögregla hafnað þeim mögu- leika að um eitthvert fyrir- fram ákveðið samkomulag hafi verið að ræða. % i —* orrm sin - % <3 :} 3 SMISÍI .... ... ■«kM. Japan Skjmynd sem sýnir heimasíðu sjálfsmorðsklúbbs í Japan. SJÁLFSMORÐ Á ÁRI KOLBEINN ÞORSTEINSSON blodamodur skrifai: kolbelnn@dv.is Sjálfsmorðstíðni í Wales er mun hærri en á Englandi, allt að þrjátíu og fimm prósentum hærri að því að talið er. í síðasta mánuði komst bærinn Bridgend í Suður-Wales í fréttirnar vegna óvenju margra sjálfsmorða. Þá var vitað um sjö ungmenni sem höfðu framið sjálfsmorð á um tólf mánaða tímabili. I kjölfar umræðunnar og rannsóknar lögreglunnar vöknuðu grunsemdir um að tíðnin væri mun hærri en áður hafði verið talið. Lögregluyfirvöld í Wales hafa ekki viljað gefa upp nákvæman fjölda eða önnur smáatriði, en tal- ið er að allt að fjórtán ungmenni hafi framið sjálfsmorð, en ekki sjö eins og áður var talið. Lögreglan hefur einnig viljað ítreka að eng- ar sannanir renndu stoðum undir þá kenningu að um sjálfsmorðs- samning hefði verið að ræða, og sú kenning væri ekki undan þeirra rifjum runnin. Það er sjálfgefið sá fjöldi sjálfs- morða sem framin hafa verið í Bridgend eru mikil blóðtaka fyr- ir bæjarfélagið. Bridgend er lítið samfélag og tengsl íbúa þess mik- il og harmur eins er harmur ann- ars og foreldrar eru óttaslegnir. Síðastliðið sumar greip svipaður ótti um sig í þorpinu Craigavon í Armagsýslu á Norður-írlandi, en þá hengdu tveir unglingsdreng- ir sig eftir að hafa verið viðstaddir jarðarför drengs sem framið hafði sjálfsmorð. Tengsl við vefsíðu Fljótlega eftir að rannsókn hófst BRIDGEND Bridgend í Suður-Wales Tfðni sjálfsmorða hærri en áður var talið. komu í ljós tengsl ungmennanna viðákveðnavefsíðuogþáupplýstist að um tylft ungra stúlkna hefði rætt möguleikann á sjálfsmorði við kennara sinn. Phillip Walters, sem er dánardómstjóri í Bridgend og Glamorgan Valleys í Wales, rannsakar nú þessa vefsíðu og fleiri til að komast að því hvort og þá á hvaða hátt unglingar hafi verið hvattir til sjálfsmorðs. Fyrir fjórum árum gerðu tvær stúlkur með sér sjálfsmorðssamkomulag eftir að hafa kynnst gegnum spjallþráð á netinu og Walters hefur verulegar áhyggjur af þætti vefsvæða eins og MySpace í fjölg- un sjálfsmorða ungs fólks í blóma lífsins. Á vefsíðu News Wales kemur fram að Walters hafi á ellefu mánaða tímabili árið 2006 fengið til rannsóknar eitt tilfelli sjálfsmorðs í hverri viku. Madeleine Moon, þingmaður Bridgend, sagði í viðtali við BBC að vandamálið væri ekki eingöngu bundið við bæinn Bridgend. Hún sagði að um væri að ræða tuttugu og fimm kílómetra radíus í kringum bæinn. Moon sagði að það væri hryllileg tilhugsun ef vitneskjan um að nafn viðkomandi á einhverri minningarsíðu á netinu nægði til að reka ungt fólk til að binda enda eigið líf. Sjálfsmorðsklúbbar í Japan Japan er oft nefnt á nafn þegar sjálfsmorð ber á góma. Þar í landi hefúr til langs tíma verið ein hæsta tíðni sjálfsmorða í heiminum og síðan árið 1998 fremja árlega um þrjátíu þúsund manns sjálfsmorð. Úlíkt sjálfsmorðunum í Wales er, samkvæmt upplýsingum ffá Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna, WHO, er stærstur hluti þeirrasemffemjasjálfsmorðíjapan karlmenn á aldrinum fjörutíu til sextugs. Ástæða sjálfsmorðanna í Japan er yfirleitt sú að viðkomandi finnst hann hafa brugðist fjölskyldu sinni, misst vinnu eftir að hafa eytt stærstum hluta ævi sinnar hjá einu og sama fyrirtækinu. Árið 2004 leit ný tíska dagsins ljós í Japan. Þar var um að ræða netvædda sjálfsmorðsklúbba þar sem fólk auglýsti eftir félaga sem tilbúinn væri að fara yfir móðuna miklu. Fjöldi fólks framdi sjálfs- morð í félagsskap einhvers sem það komst í samband við gegnum þessa ldúbba, en á stundum urðu lyktir aðrar en upphaflega var ætl- að. Á síðasta ári var Hiroshi Maeue FRÆG FÓRNARLÖMB JÚDAS (SKARlOT ■ Frægasturþeirra sem framiö hafa sjálfsmorð er sennilega Júdas Ískaríot, en samkvæmt Matteusar- guðspjalli hann hengdisig fullur iðrunar eftlr að hafa svikið Jesú. Samkvæmt Júdasarguðspjalli var hann grýttur til dauða af postulunum. ADOLF HITLER, 1945 * Tók inn blásýru undir lok síðari heimsstyrjaldar. ERNEST HEMINGWAY, 1961 ■ Þessi heimsfrægi bandarlski rithöfundur skaut sig til bana. VINCENTVAN GOGH, 1890 ■ Hollenskur málari, byssuskot I bringuna. SID VICIOUS, 1979 ■ Bassaleikari hljómsveitarinnar Sex Pistols tók ofstóran skammt af herólni. VIRGINlA WOOLF, 1941 ■ Gekk með fulla vasa afgrjóti I á skammt frá heimili sínu. ULRIKE MEINHOF, 1976 ■ Vinstrisinnaður þýskur hryðjuverkamaöur framdi sjálfsmorð I fangaklefa slnum. SIGMUND FREUD, 1939 ■ Ofstór skammtur afmorflni. KURT COBAIN, 1994 ■ S öngvarl hljómsveitarinnar Nirvana skaut sig með haglabyssu. dæmdur til dauða fyrir þrjú morð. Hann hafði gert sjálfsmorðssam- komulag við fórnarlömbin en þeg- ar til kom myrti hann þau með köldu blóði. Fleiri fórnarlömb en vegna stríðs Samkvæmt Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna falla fleiri en ein milljón manns fyrir eigin hendi í heiminum árlega. Það er framið sjálfsmorð á fjörutíu sekúndna fresti og fjöldi fórnarlamba er meiri en fellur í stríði eða er myrtur. Eystrasaltslöndin hafa síðasdiðin ár verið í fararbroddi í tíðni sjálfsmorða. í Lettlandi frömdu fimm hundruð sextíu og þrfr sjálfsmorð árið 2004, eða sem svarar til rúmlega tuttugu og fjögurra einstaklinga af hverjum eitt hundrað þúsundum, flestir voru karlmenn á miðjum aldri. 2005 ffömdu tvö hundruð sjötíu og þrír sjálfsmorð í Eisdandi og var yfirgnæfandi meirihluti þeirra karlmenn. Það svarar til um tuttugu einstaklinga af hverjum eitt hundrað þúsundum. Litháen trónir á toppnum, en þar ffömdu þrettán hundruð áttatíu og einn sjálfsmorð árið 2004, eða um fjörutíu af hverjum eitt hundrað þúsundum, þar af voru ellefu hundruð tuttugu og Qórir karlmenn. Til samanburðar má geta þess að samkvæmt WHO ffömdu þrjátíu og fimm sjálfsmorð á íslandi árið 2004, þar af tuttugu og sex karlmenn. Það svarar til um tólf einstaklinga á hverja eitt hundrað þúsund íbúa. Samkvæmt tölum frá WHO eru hin Norðurlöndin á svipuðum slóðum og ísland hvað varðar hlutfall sjálfsmorða miðað við íbúatölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.