Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 Helgarblað PV TRAUSTI HAFSTEINSSON bladamadur skrifar: trau Óttast er að kreppa blasi við alþjóð- legum fjármálamörkuðum. Verðfall víða á hlutabréfum þessa vikuna hafa fært umræðuna frá hugtaka- notkuninni efnahagslægð yfir í kreppuhugtakið. Óttinn snýr ekki síst að því að fjármálakreppan fari að smita út í hagkerfin og valda al- heimskreppu. íslenskir fjárfestar og fyrir- tæki hafa ekki farið varhluta af vandræðum á íjármálamark- aði. Stærstu fyrirtækin í ís lensku Kauphöllinni hafa fallið gífurlega í verði og verðmæti þeirra hrunið um fleiri hundruð milljarða króna. Eldsneytisverð hefúr hækkað hratt undanfar- ið og samdrátt- ur í sjávarútvegi hefur birst í harka- legri mynd síðustu mánuði. Nærri 600 einstaklingar eru nú án atvinnu eftir upp- sagnir útgerðaríýr- irtækja víða um land. Því er spáð að atvinnu- leysið eigi eftir að auk- ast á næstunni, sér í lagi þegar opinberum stórfram- kvæmdum lýkur. Út- lit er því fyrir aukið atvinnuleysi og samdrátt í einkaneyslu íslendinga á næst- unni. Hannes hefur viku Framtíð íslenskra áhættuijár- festa, svo sem Hannesar Smárason- ar, MagnúsarÁrmanns og Þorsteins M. Jónssonar, er að mati fjármála- sérfæðinga sem DV ræddi við tölu- vert óljós og hætta á að illa geti farið hjá þeim á næstu misserum sökum gífurlegrar niðursveiflu á íjár- mála- markaði. Þremenningarnir tóku ekki þátt í nýlegri hlutafjáraukningu FL Group og það gefur vísbending- ar um að fjárhagsstaða þeirra sé afar erfið. Sú staðreynd að Hannes hefúr enn ekki gengið frá kaupum sínum á 23 prósenta hlut í Geysi Green Energy, að verðmæti 6 rnillj- arðar króna, ýtir undir þann þráláta orðróm að hann standi ekkert ofvel fjárhagslega. Hann hefur nú tæpa viku til að ganga frá kaupunum. Óttast er að verðhrun stærstu fyrirtækjanna í Kauphöll íslands geti haft keðjuverkandi áhrif sök- um krosseignarhalds. Álitsgjafar DV telja líklegt að falli einn fjár- festir geti það haft áhrif á aðra fjárfesta. Þannig fari af stað einhvers konar dómínóáhrif. Hætta er hins vegar á því að hrun fjármálamarkaða hafi ekki aðeins áhrif á fyrirtæki og fjárfesta heldur líka al- menning í landinu. Vanhæfi skapar kreppu „Línaníhrunihlutabréfa- markaðarins hér heima er ekki svo ólík línunni þeg- ar Wall Street hrundi í kreppunni miklu. Þegar kemur að hlutabréfúm hef- ur þróunin verið svipuð. Ég óttast hins vegar ekki kreppu á heimsvísu eins og þá var. Hér á landi er aftur á móti mjög líklegt að mjög alvarlegur sam- dráttur Hannes Smarason Hætti nýverið sem forstjóri FL Group og þrálátur orðrómur er um að hann standi afar hóllum fæti þessa dagana. sé í uppsiglingu. Kreppan er á leið- inni," segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur. Hann hefur ekki mikið álit á þeim einstaklingum sem fara með hagstjórn landsins. „Það er nú bara þannig, sé horft til hruns á fjár- málamörkuðum og atvinnuleysis, er útlit fyrir skelfingarástand. Bank- arnir lána ekki fé. Uppsagnirnar eru hafnar og umskiptin verða mjög snögg hjá okkur. Þáð mætti segja mér það að þau verði svo snögg að eftir nokkra mánuði verði mik- ið atvinnuleysi hérna. Það kæmi mér ekki á óvart. Þessi kreppa og óáran sem blasir við hefur verið knúin fram af vanhæfúm stjórn- endum Seðlabankans. Það þarf al- menningur að greiða fyrir og óvíst er hversu lengi við verðum í öldu- dalnum." Hörð lending Þorvaldur Gylfason, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla fslands, varar við rangri notk- un á orðinu kreppa. Engu að síð- ur segir hann ísland í meiri hættu á því að fá yfir sig kreppu. „Ég held - ekki að veröldin eigi von á kreppu og það er allt of snemmt að tala um slíkt. Þetta heitir bara lægð og hún þarf að vara miklu lengur til að hægt sé að kalla hana kreppu. Það getur hins vegar allt gerst hér heima þar sem erfiðir tímar eru fram undan. fsland er í meiri hættu og við erum líklegri til að fá yfir okkur kreppu," segir Þorvaldur. „Bankarnir eru óeðlilega stór- ir miðað við hagkerfið og af þeim stafar talsverð bWSw hætta. Hættan er sú fellur gengi krónunnar hratt. Þá kemur upp ný staða og atvinnu- leysi getur líka rokið upp, því hefur beinlínis verið spáð. Lendingin get- ur því orðið ansi hörð og ég á von á enn frekari niðursveiflu. Kreppa er hugsanlega of stórt orð samt og lík- lega grípa menn til aðgerða áður en til hennar kemur. Orðið lægð dug- ar ágætíega ennþá yfir það sem við erum að upplifa." Of snemmt Tryggvi Þór Herbertsson, for- stjóri Askar Capital, tekur í sama streng og segir óvarlegt að tala um kreppu að svo stöddu. Hann telur þó hættu á kreppu fari hrun íjár- málamarkaðarins að hafa áhrif á hagkerfið. „Við getum ekki alveg talað um kreppu ennþá. Það er kreppa í fjármálakerfinu en hún er ennþá ekki farin að smita út í sjálft hagkerfið. Það er eiginlega ekki fyrr en það verður, til að mynda að hag- vöxtur dragist saman eða atvinnu- leysi aukist, sem við getum farið að tala um alvöru kreppu. Vandræðin eru í fjármálakerfum heimsins og slík vandræði geta ratað inn í hag- kerfið. Það eru því líkur á kreppu í kjölfarið," segir Tryggvi Þór. „Sú kreppa yrði alþjóðleg og miðað við það sem verið hefur horf- ir til verri tíma á næstunni. Nútíma- hagkerfi hafa hins vegar þann eig- inleika að aðlagast fljótt sem þýðir að kreppa, ef til hennar kæmi, yrði að öllum líkindum styttri en áður fyrr. Fyrir vikið ættum við vonandi að geta risið upp úr öskustónni á skömmum tíma." Vinna heimavinnuna Hafliði Helga- ^ að bankarnir lendi K, í vandræðum með endur fjármögnun og þá hrunámarkaði Fjármálamarkaðurinn náði hámarki um mitt i sumar og síðan þá hafa IWi naerri 1.000 milljarðar horfið af markaðsvirði '•SjHlA stærstu fyrirtækja f£!m Kauphallar (slands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.