Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Blaðsíða 11
10 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008
Helgarblað DV
PV Helgarblað
FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 11
Kvótakerfið skilur eftir sig sviðna jörð við strendur Islands. Frá því
kerfið var sett á fyrir aldarfjórðungi hefur fólk flúið landsbyggðina
vegna atvinnuleysis. Verðlausar fasteignir á verst stöddu svæðunum
gera mörgum þó erfitt um vik að flytja. Margir sjómenn sem keypt
hafa sig inn í kvótakerfið hafa misst húsnæði og lýst yfir gjaldþroti
vegna skuldsetningar og hás aflaverðs. Nýliðun í sjávarútvegi er hverf-
andi og fiskvinnslan er deyjandi atvinnugrein.
§§f
ERLA HLYNSDÓTTIR
bladamadur skrifar: erla@dv.is
Aldarfjórðungur er síðan kvóta-
kerfið var sett. Yfirlýst markmið kerf-
isins voru að sporna gegn ofveiði og
veita fiskistofnum rými til að ná sér
á strik eftir mikla veiði áranna á
undan. Flestir töldu víst að kvóta-
kerfið yrði aðeins við lýði í skamm-
an tíma enda myndi það skjótt
leiða til þess að fiskistofnar stækk-
uðu til muna.
I dag líta menn öðrum augum á
kvótakerfið og ljóst er að hrapallega
hefur mistekist að ná settum mark-
miðum varðandi friðun. Ráðgjöf
Hafrannsóknastofnunar um sífellt
minni afla er sönnun þess. Fiskveið-
ar við ísland eru í sögulegu lágmarki.
Mest hafa hér veiðst um 500 þúsund
tonn á ári en nú er aflinn farinn nið-
ur í 130 þúsund tonn.
Landsbyggðin átti að blómstra
sem aldrei fyrr eftir að kvótakerfið
komst á en niðurstaðan er önnur og
dapurlegri. Jón Þ. Þór, sagnfræðing-
ur og höfundur Sögu sjávarútvegs á
Islandi, nefnir Isafjörð sem eitt skýr-
asta dæmið um bæjarfélag þar sem
var útgerðin dafnaði fyrir tilkomu
kvótakerfisins og næg atvinna var til
staðar. Eftir að það var sett á og sér-
staklega eftir 1991 þegar farið var að
selja kvótann úr byggðunum fór hins
vegar að halla undan fæti.
Á ísafirði voru tvö af stærstu
og öflugustu frystihúsum
landsins, íshúsfélag ísfirð-
inga og Norðurtangi, og
stór hluti bæjarbúa hafði
atvinnu af sjávarútveg-
inum; ýmsir beint en
aðrir óbeint. Afleidd
störf sjávarútvegs-
ins eru til dæm-
is viðhalds-
þjónusta við
skipin, veit-
ingasala til
þeirra sem
stunda
sjóinn
og af-
Það er verið að selja
mannréttindi á milli
byggðarlaga
NÝ STEFNA Guðni Agústsson, formaðut
Framsóknarflokksins, braut blað í sögu
flokksins þegar hann gagnrýndi kvotakerfið
opinberlega á Alþingi i vikunni en Flaildór
Ásgrímsson, fyrrverandi formaður flokksins,
var einn af forkólfum þess að kerfið var sett á.
greiðsla eldsneytis. Þegar skipin
hverfa hefur það því áhrif á allt at-
vinnulíf bæjarins; fólk missir vinn-
una og þeir sem enn halda vinnu
flnna fýrir skertri þjónustu í bæjar-
félaginu.
Raufarhöfn varð úti
Hallgrími Guðmundssyni, smá-
bátasjómanni á Akureyri, þykir sorg-
legt hversu litlum kvóta er úthlutað
til áður öflugra sjávarbyggða. „f raun
er vinnslan hjá Brim það eina sem
er að gerast í sjávarútveginum hér.
Ýmsar sögur hafa síðan gengið um
að þegar vinnslan sem verið er að
byggja upp á Rifi verði öllu lokað hér
fyrir fullt og allt," segir hann.
Sigurjón Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits
Norðurlands vestra og fýrrverandi
þingmaður Frjálslynda flokksins,
bendir sérstaldega á Raufarhöfn
sem hefur misst um níutíu prósent
af aflamarki frá 1991. Á sama tíma
hefur íbúum fækkað um meira en
helming og því greinilegt hvernig
niðurskurðurinn leikur þær byggðir
sem starfa nær eingöngu í kringum
sjávarútveginn.
Vestmannaeyjar eru eitt þeirra
bæjarfélaga sem halda kvótan-
um. Þrátt fyrir það hefur verið mik-
ill fólksflótti frá Eyjum. Hallgrím-
ur bendir á að kvótaúthlutunin gefi
ekki rétta mynd af starfseminni á
svæðinu þar sem mestur hluti aflans
sé fluttur út óunninn. Þannig sé ekki
jafnvægi á milli þess fisks sem kem-
ur að landi og atvinnutækifæra sem
hann veitir.
Svört skýrsla um fiskveiði
Uppruna kvótakerfisins má rekja
til svartrar skýrslu frá áttunda ára-
tugnum þegar sérfræðingar á sviði
fiskifræða komust með mælingum
að þeirri niðurstöðu að stærð fiski-
stofnsins væri alltaf minni og minni.
Til að tryggja verndun fiskistofn-
anna samþykkti Fiskiþing að koma
á kvótakerfi árið 1984, en 1991 var
allur fiskiskipaflotinn kvótasettur og
hverju skipi skammtaður
hlutur árlega.
Kvótinn er í
raun nýting-
arréttur sem
heimilt er
að selja,
leigja eða
nýta sjálf-
ur eins
og hverja
aðra eign.
Og þar
stendur
hnífurinn
í kúnni.
Tekist hef-
ur ver-
ið á um
áhrif þessa
stjórn-
unar-
MANNRETTINDITIL SOLU Kristinn
Pétursson, fyrrverandi fiskverkandi, líkir þvi
við sölu mannréttinda þegar kvótinn er
seldur úr bæjarfélögum með þeim afleiðing-
um að íbúarnir sem eftir standa missa
vinnuna og standa uppi slyppir og snauðir.
kerfis í fiskveiðum og hefur þar sitt
sýnst hverjum, ekki síst vegna þess
að að undanförnu hafa margir hagn-
ast gífurlega á að selja kvóta sem þeir
fengu úthlutað án endurgjalds.
Skerðing á atvinnuréttindum
Því hefur verið haldið fram að sú
regla að úthluta aflakvóta til skipa
í hlutfalli við veiðireynslu á árun-
um 1981 til 1983 skerði atvinnu-
frelsi manna. Þeir sem ekki áttu skip
á veiðum á þessum árum geta ekki
hafið útgerð nema með því að kaupa
sig inn í útgerðarfyrirtæki sem til
eru. Andstæðingar kvótakerfisins
segja að til þess að réttlæta svo mikla
skerðingu á atvinnufrelsi þurfi að
rökstyðja að hún sé nauðsynleg fyrir
þjóðarhag. Meðan sá rökstuðningur
er ekki borðleggjandi beri Alþingi að
leita leiða til að haga stjórn fiskveiða
þannig að menn eigi kost á að stofna
ný útgerðarfyrirtæki.
Það er langt því frá að allir hafi átt
þess kost að veiða úti fyrir ströndum
fslands fyrir kvótasetninguna 1984.
Því hefur úthlutun kvótans til fárra
útvalinna verið álitin skerðing á at-
vinnufrelsi. Henni hefur verið líkt við
þá skerðingu sem menn mega þola
þegar tiltekin störf eru lögvernduð
eða sett eru ströng skilyrði um hverj-
ir megi stunda þau. Yfirleitt telst slík
skerðing á atvinnufrelsi ekki órétt-
lát ef hún styðst við lög og er nauð-
synleg til að tryggja almannaheill. I
75. grein stjórnarskrárinnar er þetta
orðað: „Öllum er frjálst að stunda þá
atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi
má þó setja skorður með lögum,
enda krefjist almannahagsmunir
þess."
Kvótinn ekki
sameign þjóðarinnar
Úrskurður mannréttindanefndar
Sameinuðu þjóðanna frá ársbyrjun
um íslenska fiskveiðistjórnunarkerf-
ið markaði tímamót. Vitanlega hafa
sjávarútvegsráðherrar frá upphafi
kvótakerfisins haldið því fram að
kerfið skipti sköpum fýrir framþró-
un í atvinnuveginum. Frá
fyrstu tíð hafa háværir
sjómenn hins veg-
ar haldið hinu
gagnstæða
ffarn. Einar
K. Guðfinns-
son sjávar-
útvegsráð-
herraereinn
þeirra sem
mótmæltu
kerfinu har-
kalega á sín-
um tíma en
eins og kunn-
ugt er hefur
hann skipt um
skoðun.
„Nytjastofnar á (slandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga
þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því
trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum
þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir
veiðiheimildum."
-1. grein laga um fiskveiðistjórnun frá 1990.
Að mati mannréttindanefndar-
innar er það lögmætt markmið ís-
lenskra stjórnvalda að vernda fiski-
stofna með kvótakerfi. Hins vegar
byggir núverandi kerfi ekki á sann-
girni því það hyglir þeim sem upp-
haflega fengu úthlutað varanlegum
kvóta.
í úrskurðinum er vísað í fýrstu
grein laga um stjórn fiskveiða þar
sem segir að fiskistofnar við ísland
séu sameign íslensku þjóðarinnar
en mikill styr hefur verið um túlkun
greinarinnar og þá sér í lagi hvern-
ig skilgreina skuli sameign þjóðar-
innar.
Mannréttindi til sölu
Kristinn Pétursson, fyrrverandi
fiskverkandi á Bakkafirði, hefur í tvo
áratugi talað fýrir því að opna um-
ræðuna um þau lagalegu atriði sem
álit mannréttindanefndarinnar tek-
ur á. Hann sat á þingi fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn á árunum 1988 til 1991 og
reyndi að setja málið á dagskrá en
án árangurs. Hann segir úrskurðinn
ekki koma sér á óvart: „Því miður
er þetta það sem ég hef haldið fram
allan tímann. Það er verið að selja
mannréttindi á milli byggðarlaga.
Innifalið í aflaheimildum er miklu
meira en réttindi útgerðarmanns-
ins. Þarna er um að ræða réttindi
allra hinna í bæjarfélaginu og það
eru þau sem eru seld." Sjálfur missti
Kristinn allt sitt vegna kvótakaupa og
hefur því reynt á eigin skinni hvernig
kerfið virkar.
Aðspurður hvaða mat Kristinn
leggi á að Ólafsvík, sem dæmi, fær
nú úthlutað þriðjungi þess kvóta
sem úthlutað var til bæjarfélags-
ins árið 1991 segir hann: „Ég myndi
vilja orða þetta þannig að þetta mik-
ill hluti af mannréttindum íbúanna
hafi verið seldur í burtu. Þessi sala
er ástæða þess að fasteignaverð í
fyrrverandi siávarbyggðum fer hríð-
lækkandi. Ófarir byggðarlaganna
hefjast þegar sala mannréttinda
hefst," segir hann.
Vanþekking stjórnmálamanna
á stjórnarskránni
Kristinn efast stórlega um að
stjórnmálamennirnir sem stóðu
upphaflega að kvótakerfinu hafi
gert sér grein fyrir afleiðingunum.
Hann vísar í eigin reynslu sem þing-
maður og bendir á að þingmenn fái
ekki leiðsögn óháðra lagaprófessora
í stjórnsýslufræðum og grundvall-
aratriðum stjórnarskrárinnar: „Ég
held að þeir hafi ekki gert sér grein
fyrir þessu vegna vanþekkingar á
löggjöfinni og að mínu mati er það
skýringin á þessari hörmungasögu.
Stjórnarskrá lýðveldisins var sett
til verndar almenningi en ekki til
verndar stjórnvaldinu," segir hann.
Guðni brýtur blað í
sögu Framsóknar
Einar K. Guðfinnsson hefur ítrek-
að verið spurður um viðbrögð sjáv-
arútvegsráðuneytisins við úrskurð-
inum. Hann segir málið í skoðun hjá
ráðuneytinu en hefur jafnframt gef-
ið út að hann telji ekki ástæðu til að
gera grundvallarbreytingar á kerf-
inu og að álitið kalli vart á lagabreyt-
ingu.
Halldór Ásgrímsson, fýrrverandi
formaður Framsóknarflokksins, var
einn af baráttumönnunum fyrir því
að kvótakerfið komst á og hafa for-
kólfar flokksins talað fýrir kerfinu.
f kosningastefnuskránni fýrir síð-
ustu Alþingiskosningar segir að nú-
verandi stjórnkerfi fiskveiða sé ein
mikilvægasta forsenda þeirra efna-
hagsframfara sem einkennt hafa
undanfarin ár. Því vakti það mikla
athygli á dögunum þegar Guðni
Ágústsson, formaður Framsóknar-
flokksins, vakti máls á því að kvóta-
kerfið þarfnaðist endurskoðunar
með hliðsjón af niðurstöðu mann-
réttindanefndarinnar. Því er ljóst að
spjótin eru farin að beinast að kvóta-
kerfinu úr ólíklegustu átt.
Forsætisráðherra styður
núverandi kerfi
Friðrik J. Arngrímsson, forstjóri
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, mótmælti harðlega gagn-
rýni Guðna og ítrekaði mikilvægi
kvótakerfisins fyrir arðbæran sjáv-
arútveg.
Hann gekk einnig til liðs við Ein-
ar K. Guðfinnsson og minnti á að
FÓLK OG KVÓTI FLYST MILLILANDSHLUTA
1991 2007 1991 2007
BOLUNGARVlK
ci «tcvdi * 1591 1007 ,w' M07
FLATEYRI • • IsAFJÖRÐUR
5. EÁ B.
1991 2007 1991
1991 2007 1991 2007
1». J007 M SÚÐAVlK
ÞINGEYRI
■á Ei.
1991 2007 1991 2007
BfLDUDALUR
1991 2007 1991 2007
PATREKSFJÖRÐUR
He
1991 2007 1991 2007
HÓLMAVfK
1991 2007 1991 2007
SIGLUFJÖRÐUR #
1991 2007 1991 2007
sauðArkrökur
1991 2007 1991 2007
RAUFARHÖFN
1W1 2007 1901 2007
HÚSAVlK
1991 2007 1991 2007
BLÖNDUÓS
1991 2007 1991 2007
AKUREYRI
1991 2007 1991 2007
NE5KAUPSTAÐUR
1991 2007 1991 2007
STYKKISHÓLMUR
1991 2007 1991 2007
ÓLAFSVlK
1991 2007 1991 2007
AKRANES
1991 2007 . 1691 2007
REYKJAVlK
1991 2007 1991 2007
KEFLAVlK _
'991 2007 1991 2007
HAFNARFJÖRÐUR
1991 2007 1991 2007
ESKIFJÖRÐUR
ÍJL
1991 2007 1991 2007
BREK)DAL$VfK
1991 2007 1991 2007
SANDGERÐI
1991 2007 1991 2007
GRINDAVlK
1991 2007 1991 2007
• VESTMANNAEYJAR
[ IBÚAFJÖLDI*
| ÚTHLUTAÐ AFLAMARK**
* Heimild: Hagstofa Islands.
** í þúsundum þorskigildistonna.
Tæpum 434 þúsundum þorskigildistonna var úthlutaö
áriö 1991 en tæpum 315 þúsundum áriö 2007. Árið 1991
var framsal aflaheimilda geflð frjálst.Tólur frá Fiskistofu.