Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 Fréttir DV SAIMDKORN7 ■ lónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, er ekki mikið fyrir fundarhöld þessa dagana. DV greindi frá því í vikunni að hann hefði ekki séð sér fært að mæta á árlegan aðalfund fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félaganna á Nesinu. Þangað komst hann ekki því hann þurfti að fara með veikan hund sinn til dýralæknis og fundur snemma á laugar- dagsmorgni hentaði bæjarstjór- anum ekki. ■ Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem lónmund- ur Guðmarsson, bæjarstrjóri Seltjarnarnesbæjar, á / erfiðleik- um með að sitja fund. Nýver- ið hélt Sjálfstæðisfélagið fund um skipu- lag hins nýjaBygg- garðasvæð- is, vestast á Nesinu, en bæjarstjór- inn sjálfur lét sig hverfa í hálfleik. Það var einmitt í seinni hálfleik sem umræður áttu að fara fram. Sjálfstæðismenn í bænum eru ekki par hrifnir af fjarvistum Jónmundar því fundina vildu þeir nota til umræðna við bæj- arstjórann um ýmis mikilvæg málefni. ■ REI-skýrsla stýrihópsins fjall- ar mikið um óvandaða stjórn- sýslu í aðdraganda sameiningar REI og Geysis Green Energy og álit hópsins er áfellisdómur yfir þeim póli- tískt ráðnu fulltrúum sem sátu í stjórnum Orkuveit- unnar og REI. Samráð skorti algjör- lega og óljóst er hver gætti hagsmuna eigenda Orkuveitunnar í öllu samein- ingarferlinu. Staldra verður þó við þennan dóm stýrihópsins og velta fyrir sér þeirri fullyrðingu að óvönduð stjórnsýsla sé orsök hins mikla klúðurs sem úr varð. Störf stýrihópsins í heild sinni vekja einfaldlega þá spurningu hversu vönduð stjórnsýsla það er að stýrihópurinn var saman- settur af kjörnum borgarfulltrú- um. Fyrir vikið gerðu stjórn- málamennirnir lítið annað en rannsaka sín eigin störf, hversu góð stjórnsýsla er það? ■ Flestir eru sammála um að ófaglega hafi verið staðið að REI-málinu. Meira að segja hörðustu sjálfstæðismenn eru á því að Vilhjálmur hafi misstigið sig. Ofur- bloggarinn og sjálf- stæðismað- urinn Stef- án Friðrik Stefáns- son er einn þeirra: „Það er ekki hægt að segja annað en að REI-skýrsl- an sé áfellisdómuryfir stjórn- sýslu alls málsins og einkum Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni... Frá upphafi skrifaði ég gegn ákvörðunum þeirra sem héldu á málinu. Það var illa unnið, of hratt og flausturslega. Þetta lyktar af spillingu og skýrslan gefur fullt tilefni til þess að svo hafi verið. Það sem er verst er hvað stjórnmálamennirnir léku eins og lítil börn með auðjöfr- unum, vildu vera peð í mjög Stóru Viðskiptatafli." batdur@dv.is Alls eru sjö manns í gæsluvarðhaldi á Suðurnesjum en aldrei hafa jafnmargir verið í haldi á sama tíma vegna svo stórra mála hingað til. Jóhann R. Benediktsson. lög- reglustjóri Suðurnesja, segir góðan skrið á öllum rannsóknum. Nú síðast var Hol- lendingur handtekinn fyrir að smygla rúmlega kílói af kókaíni til landsins. VALUR GRETTISSON blaðamadur skrifar: valur@dv.is „Fjöldi málanna er farinn að reyna á þolrifin í rannsóknardeildinni," segir Jóhann R. Benediktsson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum. Aldrei hafa fleiri einstaklingar sætt gæslu- varðhaldi á Suðurnesjum samtím- is og nú. Alls eru sjö manns í varð- haldi. Þrjú málanna snúast um fíkni- efnasmygl og það fjórða varðar Pól- verja sem grunaður er um að hafa ekið á lítinn strák og orðið honum að bana í Keflavík á síðasta ári. Öll málin eru á góðu skriði að sögn Jó- hanns. Síðasti maðurinn sem var handtekinn er Hollendingur sem reyndi að smygla rúmu kílói af kókaíni til landsins fyrr í vikunni. Mörg fíkniefnamál Það var í byrjun desember sem ekið var á lítinn strák í Keflavík en ökumaðurinn stakk af frá vettvangi. Barnið lét lífið en lögreglunni tókst að hafa hendur í hári Pólverja sem var í kjölfarið hnepptur í gæsluvarð- hald. Maðurinn hefur neitað sök þrálátlega síðan hann var handtek- inn en hann hefur setið í varðhaldi núna í rúma tvo mánuði. Lögreglan á Suðurnesjum hefur meðal annars þurft að senda lífsýni til útlanda til þess að fá úr því skorið hvort þau séu úr baminu. Rannsóknin virðist flókin en er langt komin að sögn Jó- hanns. E-töflur á flugstöð Aðeins þremur vikum eftir að ekið var á barnið stöðvaði tollgæsl- an þýskan karlmann í Leifsstöð. Maðurinn var illa til reika og vakti athygli tollvarða. í kjölfarið leit- uðu þeir á manninum og fúndu 23 þúsund e-töflur á honum. Talið er að götuverðmæti efnanna sé á bil- Pólverji í gæsluvarðhaldi Þessi Pólverji er í gæsluvarð- haldi grunaður um að hafa ekið á lítið bam og orðið því að bana. inu 80 til 100 milljónir króna. Þetta gerðist rétt fýrir áramótin og var tal- ið að maðurinn tengdist skipulagðri glæpastarfsemi. Magn e-taflnanna er það næstmesta sem náðst hefur hér á landi. Verði maðurinn dæmd- ur má búast við því að hann fái ekki minna en fimm ára fangelsisdóm. Fjórir handteknir Það var svo um miðjan janúar sem þrír menn voru handteknir vegna hraðsendingar sem innihélt ríflega fimm kíló af amfetamíni og kókaíni. Um er að ræða bræðurna Ara og Jóhann Pál Gunnarssyni. Þá var æskuvinur þeirra Tómas Krist- jánsson einnig handtekinn. Þeir voru strax hnepptir í gæsluvarð- hald vegna málsins en um er að ræða mesta magn fíkniefna sem fundist hefur í póstsendingu hing- að til lands. Tómas starfaði á Kefla- víkurflugvelli en Jóhann Páll hjá fjármálaráðuneytinu. Húsleit var gerð hjá ráðuneytinu í kjölfarið og mun það vera í fýrsta sinn sem slíkt er gert hér á landi. Handrukkari handtekinn Viku eftir að þremenningarn- ir voru hnepptir í gæsluvarðhald var Annþór Karlsson handtekinn í tengslum við málið. Hann er al- ræmdur handrukkari og býr á Suð- urnesjum. Talið er að hann sé einn af höfuðpaurum málsins en hann hefur setið af sér dóm vegna fíkni- efnasmygls. Annþór var handtekinn við Leifsstöð ásamt öðrum manni „Menn eru að hamast við að Ijúka málunum tíl að vera viðbúnir að mæta fleirum." en sá tengdist ekki málinu. Annþór var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar en möguleiki er á að það verði framlengt. Búið er að fram- lengja gæsluvarðhald hinna þriggja og hafa þeir setið í fangelsi í tæpan mánuð. Hollendingurinn fljúgandi Svo var það á þriðjudaginn sem Hollendingur kom fljúgandi til fs- lands. Eftir nána skoðun tollgæsl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.