Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Blaðsíða 2
Fréttir DV
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008
0
I
LANDHELGISGÆSLAN
Leit hætt
vegna myrkurs
Leit að Cessna-vélinni sem
hvarf af ratsjá seinni hluta gær-
dags var hætt um klukkan níu í
gærkvöldi vegna myrkurs. Gert
er ráð fyrir að leit hefjist að nýju
þegar birtir í dag. Flugmaðurinn
sem er bandarískur var einn í
vélinni sem var á leið frá Nars-
assuaq í Grænlandi til Reykja-
víkur.
Vélin var um 50 sjómflur vest-
ur af Keflavík þegar hún missti afl
á öðrum hreyfli. Björgunarbátar
eru yfirleitt í Cessna-vélum en
ekki er vitað hvort flugmaðurinn
hafi náð að koma honum á flot.
Minnihalli
Viðskiptahallinn við út-
lönd var meira en helmingi
minni en árið áður, að mati
greiningardeildar Kaupþings.
Arið 2006 keyptu íslend-
ingar vörur og þjónustu ffá
útlöndum fyrir 26 prósent
hærri upphæð en þeir fengu á
móti í viðskiptum. Samkvæmt
spá greiningardeildarinnar
var þetta hlutfall komið niður
í tólf prósent á síðasta ári og
á eftir að lækka enn frekar.
Á næsta ári gerir greiningar-
deildin ráð fyrir 9,7 prósenta
viðskiptahalla.
Lögsækja ekki
HBGranda
Verkalýðsfélag Akraness hefúr
ákveðið að aðhafast ekki frekar
varðandi hugsanleg máiaferli
vegna uppsagna hjá HB Granda
á Akranesi. Ástæða þessa er
breytt afstaða Granda til þeirra
starfsmanna sem missa vinnuna.
Nú er ljóst að þeim verður veitt
aðstoð við atvinnuleit, aðgengi
að viðeigandi námskeiðum
og aðstoð við gerð ferilskrár.
Alþýðusamband íslands
gagnrýndi uppsögnina mjög og
taldi hana brjóta í bága við lög
um hópuppsagnir.
Lögin eru skýr
„Lögin virðast taka af öll tví-
mæli," segir Björgvin G. Sig-
urðsson viðsldptaráðherra um
heimildir fyrirtækja til að greiða
einstökum hlutafjáreigendum
fyrir sinn hlut á yfirverði. Við-
skiptaráðuneytið fór í gærmorg-
un yfir lög um kaupréttarsamn-
inga í kjölfar þess að Vilhjálmur
Bjarnason, framkvæmdastjóri
Samtaka fjárfesta, tilkynnti að
hann ætli í mál við stjórn Glitn-
is vegna kaupa á hlutabréfum
Bjarna Ármannssonar. Björgvin
segir það vera dómstólanna að
kveða upp úr í því tilviki en sjálf-
ur sér hann ekki ástæðu til laga-
breytinga að svo komnu.
Þegar íslensku bönkunum er líkt við Northern Rock er ástæða til að hafa áhyggjur.
Guðni Ágústsson ítrekar mikilvægi þess að jákvæðri umræðu sé haldið á lofti en við
búum nú við að erlendir fjölmiðlar segja hér allt i kaldakoli í Qármálaheiminum. í kjöl-
farið versnar staða íslensku bankanna enn meir og þurfa þeir nú að draga úr útlánum.
Geir Haarde segir skammt að bíða aðgerða.
Krefst aðgerða Guðni Ágústsson fór
mikinn á Alþingi (gær og krafðist þess að
ríkisstjórnin grípi inn í hnignun íslensks
viðskiptaKfs. Geir Haarde tekur undir með
Guðna um að aðgerða sé þörf og segir að
skammt sé að b(ða þess að mótleikur
stjórnvalda verði kunngerður.
'ebrúar 2008
1*1 flrJTf] 1 »1[
r‘111 mjj
Ih [lllil Jfil
í!
„Það er illa talað um ísland í við-
skiptalöndum okkar og það ber að
leiðrétta," segir Guðni Ágústsson,
formaður Framsóknarflokksins.
Hann kvaddi sér hljóðs í óundirbún-
um fyrirspurnartíma á Alþingi í gær
og vakti athygli á alvarlegri stöðu ís-
lensku bankanna. Guðni segir rétt að
staðan á íslenskum fjármálamörkuð-
um sé erfið en ósanngjörn umfjöllun
erlendis geri enn verra.
I DV í gær var fjallað um grein í
The Sunday Times þar sem íslensku
bönkunum var líkt við Northern
Rock sem beið eitt stærsta gjaldþrot
fjármálafyrirtækis á síðari árum. Eft-
ir neikvæða umfjöllun um bankann
mynduðust biðraðir fyrir utan hann
og fólk tók út innistæður sínar með
þeim afleiðingum að hann lagði upp
laupana. Óttast er að breskir spari-
fjáreigendur láti verkin tala á ný eft-
ir að varað hefur verið við íslensku
bönkunum sem eiga þar útibú.
Yfirdráttarlánin næst í röðinni
Guðni segir efnahagslægðirnar
halda áfram að dýpka og mikilvægt
sé að spoma við þeirri neikvæðni
sem einkennt hefur umfjöllun er-
lendra fjölmiðla um íslenskt við-
skiptalíf að undanförnu: „fsland býr
við þá umræðu í viðskiptalöndum
sfnum að hér sé allt í kaldakoli og að
fara norður og niður."
DV sagði einnig frá því í gær að
íslensku bankarnir dagi nú úr út-
lánum, að íbúðarlán og bflalán hafi
dregist saman og talið sé að næst sé
röðin komin að yfirdráttarlánum.
Ásgeir Jónsson hjá greiningar-
deild Kaupþings sagði af því tilefni
að nú séu erfiðir tímar fyrir íslenska
banka og hann teldi almenning ekki
hafa gert sér grein fyrir stöðunni.
Skorar á ríkisstjórnina
Guðni skoraði á rfldsstjórnina að
grípa inn í af hörku og berjast fyrir ís-
lensku atvinnulífi. Hann segist hafa
varað stjórnvöld við þessu en ekki
var hlustað. Guðni benti á að vekja
þyrfti meiri athygli á sterkri stöðu
þjóðarbúsins og þeirri staðreynd að
Jsland býr við þá um-
ræðu í viðskiptalönd-
um sínum að hér sé allt
í kaldakoli og að fara
norðurog niður."
við búum við eitt sterkasta lífeyris-
sjóðakerfi heimsins.
Geir H. Haarde forsætisráðherra
segir þetta góða hugmynd sem ver-
ið hafi á dagskrá rfldsstjórnarinn-
ar: „Það er mikilvægt að við tökum
höndum saman um að vinna að því
þjóðþrifamáli að útrýma ranghug-
myndum um íslenskt viðskiptalíf."
Ósætti um evruna
Kristinn H. Gunnarsson,
þingflokksformaður Frjálslynda
flokksins, tók einnig til máls á
Alþingi og benti á misræmið milli
ríkisstjórnarflokkanna í afstöðu
þeirra til upptöku evrunnar. Björgvin
G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra
Samfylkingar, hefur talað fyrir því
að það væri mikið heillaskref fýrir
fslendinga að taka upp evruna en
Geir H. Haarde, forsætisráðherra
Sjálfstæðisflokks, þvertekurfyrirslíkt.
Kristni finnst undarlegt þegar það er
„...ekld lengur viðskiptaráðherra sem
talar fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar í
málum sem heyra undir hann".
Seðlabankinn ábyrgur
Vilhjálmur Egilsson, formaður
Samtaka atvinnulífsins, sagði í sam-
tali við DV í gær að peningastefna
Seðlabankans ætti stóran hlut að
máli í því hvernig komið sé fyrir ís-
lensku bönkunum og að sífellt hækk-
andi stýrivextir hafi stórskaðað þá.
Seðlabankinnbirtirnæstuákvörð-
un sína um stýrivexti á fimmtu-
dag. Miklar vonir eru bundnar við
að vextimir verði lækkaðir, en þeir
standa nú í 13,75 prósentum.
Ennfremur sagði Vilhjálmur að ef
umskipti yrðu ekki þarna á myndi at-
vinnuleysis hér á landi verða vart fyr-
ir alvöru á haustmánuðum.
Geir Haarde segir að þess sé ekki
langt að bíða að ríkisstjómin kunn-
geri til hvaða ráða hún taki til að rétta
af íslenskt viðskiptalíf.
ERLA HLYNSDÓTTIR
blodamodur skrifai: erla&dv.is
Fimm félagar eru búnir að stofna Vísindakirkjuna hér á landi:
Vísindakirkjan komin til íslands
„Þegar það var rætt að færa
flugvöllinn úr Vatnsmýrinni fannst
mér og nokkrum félögum kjörið
að stofna Vísindakirkjuna í þeim
tilgangi að sækja um að reisa risa-
stórt félagsheimili fyrir kirkjuna,"
segir Arnór Geir Jónsson, einn af
stofnendum Vísindakirkjunnar
á íslandi en félagasamtökin voru
stofnuð í kringum 2000 af Arnóri
og fjórum félögum. Sjálfur segist
hann ekki ganga sama trúarveg
og Vísindakirkjan en myndi fagna
þeirri trúarlegu fjölbreytni sem
yrði kæmi kirkjan hingað til lands.
„Auðvitað væri það frábært fyr-
ir fjölmenningu í trúarbrögðum að
fá eina skrautfjöður, sem vísinda-
kirkjan er, í viðbót við aðra flóru
hér á landi," segir Arnór sem iðkar
þó ekki trúna. Hann segist sjálfur þeim sem ekki hafa gengið í gegn- óhemju dýrar.
vera flokkaður af vísindakirkjunni um viðtalsmeðferð á vegum kirkj- „Ég hef ekki haft efni á slíkri
sem Prea clear en það er heitið á unnar. Slíkar meðferðir geta verið meðferð enn," segir Arnór en Vís-
indakirkjan er ákaflega umdeild í
öðrum löndum og má meðal ann-
ars nefna að kirkjan er bönnuð í
Þýskalandi. Ástæðan er einfald-
lega sú að þar er litið á hana sem
pýramídasvindl. Einnig er kirkj-
an þekkt fyrir að ganga mjög hart
gegn þeim sem standa gegn henni
en þeir aðilar eru flokkaðir sem SP
innan kirkjunnar. Skammstöfun-
in stendur fyrir bælda manneskju,
eða suppressive person.
„Þetta er nú lengsti brandari
sem við höfum haldið gangandi,"
segir Arnór en hann segir fjölmiðla
hafa reglulega samband við sig auk
þess sem vitleysingar hringi af og
til í hann eins og hann orðar það.
Sjálfur segist hann ekki vilja leggja
félagið niður, það standi of tilfinn-
ingalega nærri þeim félögum til
þess að það verði gert.
valur@dv.is